þriðjudagur, maí 03, 2005

Fear and Loathing in Copenhagen

“Drekka Íste?” Undirritaður vaknaði við Ístegade við hringingu frá manni sem kynnti sig sem Þórður Sveinsson, sérfræðingur í persónuvernd. Undirritaður dröslaði sér á fætur og tók eftir því að hann var staddur á því sem virtist vera hótelgangur. Rautt neonskilti blikkaði útum glugga og á því stóð ABSALON. Hvað var að gerast, hugsaði undirritaður, og hvernig komst hann þangað!

Undirritaður opnaði hurð sem bar sama númer og lykill sem hann bar í vasanum. Hann losaði um skyrtuna og leit í spegilinn…. Stórmerki blöstu við! Ljóshærður, horaður maður starði á móti undirrituðum í speglinum!! “En, þetta er ekki ég!! Þetta er Þórður Sveinsson… Hvar er ég”??!! Ógn og skelfing grípur um sig!

Í sömu andrá vaknar undirritaður sveittur í rúmi sínu á Íslandsbryggju, nánar tiltekið, Gunnlaugsgötu 60, fyrsta íbúð til hægri, 2300 Kaupinhafn, Danmörku.

Where is my mind?

Eina stundina situr undirritaður og nóterar fróm orð kennara í Evrópskum félagarétti um beitingu upplýsingatækninnar á aðalfundum fyrirtækja og skömmu síðar er hann kvæntur Ditte, bardömu á The Moose, spilandi “More Than This” í glymskrattanum. Í minningunni eru líka óljós tilfinning og endurómur þess að hafa tekið “af med bukserne” með Spánverjum, Hollendingum, Skotum og Ítölum, og sungið “The Masturbation Song” undir herlegheitunum. Sveittur og sturlaður.

Skeði það fyrir eða eftir að undirritaður keypti 17 skot af Fishermans Friend á barnum… Og hvernig á þá undirritaður að útskýra það að hann vaknar með einsoghálfslítra remúlaðiflösku í fanginu og rækjusmurost á farsímanum!? Tók undirritaður vitlausan strætó í nótt og fór lengst suður á Amager? Eitt er víst að það er drulla á skónum og undirritaður er með harðsperrur í kálfunum.

“If a shareholder doesn’t take up his stock within 5 years, the company can give him a warning that the shares will be sold within a given period, and if the shareholder doesn’t respond to that the shares will be sold and become payable to the company.”

Undirrituðum hefur yfirleitt virst allt hafa sitt upphaf og sinn endi. Stundum kemur endirinn þó á undan upphafinu, en bara stundum. Einhvern tímann sagði eitthver spekingur: “Í upphafi skyldi endinn skoða.” Þetta þykir undirrituðum vitleysa, því yfirleitt vitum við ekkert hvað bíður okkar, heldur göngum áfram veginn, oftast vitandi það að að minnsta kosti erum við að stefna í rétta átt.

Í upphafi skyldi því upphafið skoða… og hananú!