föstudagur, febrúar 28, 2003

Það eru fleiri en Sigga sem kunna ekki að djamma - ég held að það verði langt þangað til að ég meika það að hanga á löppum ölvuð til kl. 8 að morgni - ef ég gengi um með hatt þá tæki ég ofan af fyrir þér Bjarni!!!
Minn gestur var að fara, eins og það er ROSALEGA gaman að fá gesti þá er alveg jafn ROSALEGA leiðinlegt að þurfa að kveðja þá. Eftir frábæra viku, sem leið allt of hratt, þá tekur alvara lífsins aftur við - ég reyndar veit ekki hvort það telst vera mjög alvarlegt líf að vera erasmus stúdent í útlöndum, en það verður alla vega einhver bið á því að ég hafi það jafn gott og ég hafði það á meðan að gesturinn minn var í heimsókn. Út að borða á hverju kvöldi, skíðaferð, Parísarferð, Marseilleferð o.s.frv. Ég hitti einmitt Rán í París, reynar hitti ég líka Rún sem er einmitt systir hennar Ránar - þær voru ýkt hressar. Við fengum okkur "lunch" á Champs Elysées- skemmtileg lífsreynsla, okkur leið reyndar svolítið eins og að við værum í einhverjum "business-lunch" þar sem við sátum við hringborð og það voru ekkert nema jakkaklæddir menn í kringum í okkur. Ýkt gaman samt að hitta vini sína sem eru líka í útlöndum!
Taladu i mækinn!!!

Er skemmdur i hausnum. Bekkjarfelagi minn ur MA er herna. Algert rugl. For ad sofa kl. 8. Er alveg ekki hress, svo verd eg ad fari i party i kvøld og a morgun. Sigga kann ekkert ad partyja hun for heim fyrir eitt. Hun kann thetta ekki. Spisssssss den selv Karl!!! eda et´ann sjalfur kalli.

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Um refsiréttarleg vandmál i geimnum.

Var ad finna bok sem glimir m.a. vid refsirettarleg vandamal i geimnum i framtidinni. Thar er tekist a vid vandamal eins og hvad med geimskutluran, geim utgafan af sjoranum og flugranum einnig er tekist a vid glæpi sem eru framdir eru um bord i geimskutlum. Nidurstadan er augljos. Vid notum natturulega bara sømu reglur og gilda um skip og flugvelar. Principle of the flag sja 1. tl. 4. gr. alm. hgl.yfir glæpi sem eru framdir um bord i i geimskutlum og principle of universality yfir geimskutluran sja t.d. alla 6. gr. alm. hgl. Thetta er bara ædislegt.

Bokasafnid herna er alveg magnad, fann nokkrar bækur eftir Tanna Pønk t.d. afbrot og refsiabyrgd. Thad er meira ad segja til spes refsirettarbokasafn. A rannsoknarbokasafninu er til fleiri bækur um rettarreglur i sjoorrustum heldur en i thjodarretti yfir høfud heima. Uppahaldsbokin min thar er 1000 bls. bok um ahrif Sovetrikjanna a motun hafrettarins.

Var annars ad koma ur suraliskum tima thar sem verid var ad fjalla um thjodarmord a frædilegan hatt og hvernig thjodarmord tæmir søk gagnvart glæpum gegn mannud. Øll dæmin sem voru tekin fyrir voru vidurstyggileg oft a tidum svo sur ad madur for ad hlæja. T.d. gaur sem er kalladur Serbneski Adolf heitir reyndar Jelisic, en hann var einhvers konar yfirmadur aftøkumala i fangabudum, let gaur fara i russneska rullettu vid sig upp a thad hvort hann fengi utivistarleyfi. Jelisic var ekki dæmdur fyriri thjodarmord thar sem hann hafdi enga reglu a hverja hann tok af lifi, thetta var bara svona meira flipp hja honum. Læknar komust ad thvi ad hann væri borderline personuleiki, anti-social, narcissisic og hafdi unun af thvi ad syna vald sitt med thvi ad beita ofbeldi. Greinilega hress gaur.

Eg vil islenskan her, geimferdaraætlun og kjarnorkuvopnaaætlun thad væri gott fyrir starfsframa minn, sem thjodrettarløgfræding serhæfdum i althjodlegum refsi- og stridsretti.

Og hættidi ad hringja i mig a nottunni.


miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Athyglivert
Samkvæmt stadfestri kennsluáætlun eigum vid djammkóngurinn ad sitja tíma um pyntingar hinn 18. apríl næstkomandi; sem ber upp á føstudaginn langa...

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

... af fyrirmennum og -myndum ...
Gerði þau "mistök" að grípa mér bók í hönd á ástkæra ylhýra um helgina, og get einfaldlega ekki slitið mig frá henni... Í fyrsta lagi er YNDISLEGT að finna orðin síast inn svo fyrirhafnarlítið (algerlega umhugsunarlaust) - og í annan stað er sögusviðið kóngsins Köben um aldamótin 1900. Akkúrat á þeim slóðum sem leið mín liggur um daglega. Lagadeild hins ógnarstóra Hafnarháskóla er nefnilega staðsett á BESTA stað - í hjarta gamla bæjarins. Maður fetar hér í fótspor íslenskra stórmanna og -kvenna... Godt nok inspirerandi, já! Og (verð ég að viðurkenna) ein af helstu ástæðum þess að Höfnin varð fyrir valinu!
Og talandi um þjóðarstolt. Sigur Rós hélt aldeilis uppi merki Íslands síðastliðinn miðvikudag í Falkoner Salen! Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa stemmningunni...
En lífið er svo sem ekki bara leikur hérna... Nóg setja þeir fyrir... (*****) Tíminn líður bara einhvern veginn svo ALLT ALLT öðruvísi, svona á framandi slóðum! Og ógnarhratt... ;o/ Æ, maður er bara ungur einu sinni...!!!

mánudagur, febrúar 24, 2003

Rugl og vitleysa

Vil mótmæla ummælum laganema mánadarins um heimasidu Forseta Kaupmannahafnardeildar Orators.
Annars er allt i godu flippi, rakst a skemmtilegt akvædi i ICC statuteinu 31:1 (b) um ahrif ølvunar a refsiabyrgd stridsglæpa, glæpi gegn mannud, thjodarmorda og war of aggression. Verd ad skrifa ritgerd um akvædid i søgulegu ljosi og blanda inn i notkun bandamanna a hreinu LSD seinni heimsstyrjøldinni.
For a laganemaball a føstudaginn og fekk mer i fyrsta skipti a ævinni einn áttfaldann. Kvøldid frekar mikid i modu, veitt ekki hvernig eg komst heim. Danskir dyraverdir eru hundleidinlegir, thad er alltaf verid ad benda mer a ad thad se bannad ad hafa felaga sina a hahest a dansgolfinu. Annars er eg veikur einhver flensi i gangi.
Hvernig lyst ykkur a afanganna næsta haust? Mer finnst thetta bara agætt, enda ad serhæfa mig i thjodaretti.

föstudagur, febrúar 21, 2003

Gestir!
Loksins kom að því að fyrsti gesturinn ákvað að skella sér í heimsókn. Ég veit ekki hvað það voru margir sem sögðu við mig áður en að ég fór út; ,,svo kemur maður í heimsókn" - nú er ég búin að vera í útlöndum síðan í byrjun september, þ.e.a.s. rúma 5 mánuði og enn þá hefur enginn komið í heimsókn. En núna verður breyting á, Katrín vinkona er að koma á eftir - ég er eiginlega bara að bíða eftir að hún hringi og segist vera komin til Marseille. Það er algjör snilld að fá gesti. Loksins hefur ég afsökun til að kaupa ostana, súkkulaðið og "les tartes" (franskar tertur eða bökur...) sem að ég er búin að horfa á girndaraugum síðan að ég kom í haust og hef ekki haft samvisku til að borða (hef nú reyndar alveg smakkað - en bara einstaka sinnum við sérstök tækifæri á laugardögum), loksins verða veitingastaðirnir sem að maður hefur ekki farið á prófaðir og hver veit nema að maður verði menningarlegur og skelli sér á Cezanne safnið - því ekki má gleyma því að ekki ófrægari menn en listamaðurinn Cezanne bjuggu hér í Aix en Provence!
Alla vega - þið ykkur sem ætla að koma í heimsókn verðið að fara að drífa ykkur. Það er bara mars eftir - ég verð ekki á svæðinu í apríl og í maí eruð þið og ég í prófum - svo kem ég heim og þá eruð þið búin að missa af ókeypis gistingu, ókeypis leiðsögumanni og ókeypis túlk hérna í Suður-Frakklandi!

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Haha

Haha Ég er kominn med draumajobbid á Íslandi í sumar ekki thid, haha. Thydir ad eg tharf ad fara a fylleri i kvøld, 3 i rød. Verd ad fara i skolann, hef ekki farid sidan a manudag. Allt i lagi ad mæta ekki i dag, gestafyrirlestur um half althjodlega sakamaladomstollinn i Sierre Leone. Ætla ekki allir ad hitta Laust i Åbo? madurinn er alger snilld, hann toppar allt sem gedveikt er, vonandi ad hann hafi verid nakinn a arshatidinni heima eins og i Århus.

miðvikudagur, febrúar 19, 2003

Vetrarfrí
Hérna í Frakklandi eru vetrarfrí - vacances scolaire... Selma, Tóta og ég erum sem sagt í fríi. Mjög ljúft að fá svona vikufrí um miðjan vetur bara til þess að ,,chilla". Reyndar búið að taka upp sama kerfi heima, vikufrí um miðja önn, en það er bara vikufrí fyrir suma - aðrir fara í próf. Það sem mér finnst samt svo stórmerkilegt er það, að af því að það eru frí, þá er einfaldlega lokað á nánast öllum skyndibitastöðum í bænum. Uppáhaldspizzastaðurinn er lokaður, skársti kebabstaðurinn (ekkert frábærir kebabstaðir hér), uppáhaldssamlokustaðurinn og svona gæti ég lengi haldið áfram því ekki nóg með það að staðirinir í fyrsta sæti á listanum séu lokaðir heldur eru staðirnir sem eru í öðru og þriðja sæti líka lokaðir. Þetta þýðir bara eitt - ekkert fyllerí hér í fríinu af því að það er enginn staður opinn til þess að fara á daginn eftir og fá sér þynnkumat!

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Þjóðverjar já... Ooooo - það fer ekkert meira í taugarnar á mér en enska með þýskum hreim... (Nema ef vera skyldi austurrískum).
Og við erum sko ekki í neinum ávaxtabjór hér, Ása beib! Í mekka ølsins!!! Það var þá!
Hvað er annars með ykkur, sólstrandargæjana í Portúgal??
Æi já, ég kann ekki að gera svona fínan titil með feitletruðu efst, svona eins og allir hinir eru með. Það verður í næsta bréfi þegar ég verð búin að ráðfæra mig við Svönu B. sérstakan netráðunaut minn.
Jæja. Hver hefði trúað því að ég myndi nokkurn tíma fara að "blogga" - ekki svo langt síðan að ég yfirleitt vissi hvað þetta væri. En svona fleygir tækninni nú fram, ha. Eva H. bekkjastystir mín hefði allavega giskað á fyrirfram að fyrr myndu Íslendingar sigra Eurovision en að Selma H. færi að gera eitthvað svona netvætt eins og blogg er. Sérstaklega eftir að hún varð vitni að því þegar ég fór á MSN í annað skipti á ævinni vor 2002 - í dag hef ég ekki farið oftar en fimm sinnum.
Við erum þess heiðurs aðnjótandi hér í Aix að hér er ekkert Íslendingafélag og þ.a.l. ekkert þorrablót - get ekki beint sagt að ég sakni hrútspunga. Er að hugsa um að hætta að segja útlendingum frá þessari hefð okkar svo mikið var hlegið að mér um daginn þegar ég sagði þýskum strák frá þorrablótum og hvað væri snætt á slíkum blótum. Honum fannst þetta ýkt fyndið og eiginlega alveg steikt og ég stóð sjálfa mig að því að verða massa patriotic - hvað er það? Hins vegar horfði ég á dagatalið um daginn með tárin í augunum þegar ég sá sprengidaginn merktan inn - djöfull væri ég til í saltkjöt og baunir túkall...
Jæja best að fá sér morgunmat, ætla að hafa hann staðgóðan þó ég hafi aldrei almennilega skilið nákvæmlega hvað staðgóður morgunverður er. Nú er bara verst að Svana er ekki heima og ég veit ekki alveg hvar ég á að smella núna þegar ég er búin að skrifa!

mánudagur, febrúar 17, 2003

Á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn
Fór nú ekki mikið fyrir lestri þessa helgina (ehmmm frekar en þær fyrri)... Laugardagshefðin að sjálfsögðu ekki rofin - og að þessu sinni lá leiðin á mitt fyrsta þorrablót; Íslendingafélagsins í Köben. Maturinn hreint ekki svo slæmur verð ég að viðurkenna (þó svo að hákarlinum hafi ég sporðrennt meira af skyldurækni en sérlegri löngun)! Stemmningin var náttúrulega ALVEG SPES; velflestir á skallanum um níuleytið og ættjarðarlögin kyrjuð hátt og snjallt (í hinum ýmsu tóntegundum)! Ofurgrúppan alíslenska í svørtum føtum brást ekki frekar en fyrri daginn og lék hvern smellinn á fætur öðrum fram á rauða! SniLLdArKvELd! Bjarna var þó sárt saknað...
Já, og NEI - ég er ekki að stúdera höfundarétt að bíómyndum eða réttarstöðu áhættuleikara! Bioret og bioetik er sko með allra áhugaverðustu kúrsum sem boðið er upp á í KU þessa önnina (og af nógu er að taka - öfugt við það sem mér sýnist eiga við um næsta vetur heima á Fróni). Líf- og lyfjatækni fleygir jú stöðugt fram, og siðferðilegu álitaefnin sem við stöndum frammi fyrir í því sambandi og þurfum að taka formlega afstöðu til á allra næstu árum eru svo sannarlega ekki einföld eða smá í sniðum. (Hvar á að draga mörkin? Glidebaneargument koma, eins og gefur að skilja, mikið við sögu). Prófessorarnir tveir, sem sjá um námskeiðið, eru oftar en ekki báðir viðstaddir kennslustundir (ekki aldeilis verið að spara hér ha) - og umræðurnar ávallt fjörlegar, svo ekki sé minna sagt! Í hverjum einasta tíma leggja þeir fyrir okkur verkefni (af misupplífgandi toga) og "neyða" nemendur þannig til að ræða málin út í hörgul. Dönsku krakkarnir eru (öfugt við okkur - ég held ég tali fyrir munn fleiri altså; þið leiðréttið mig þá bara) þrautþjálfuð í slíkum diskúsjónum - og alls óhrædd við að láta út úr sér hvers kyns vitleysu... Þarf tvímælalaust að efla þennan þátt laganámsins heima. Þetta er ekki meðfæddur eiginleiki!
Ferskjubjór
Ég hef ekki verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að smakka jarðaberjabjór - mér finnst reyndar bjór vondur, þannig að ég hugsa að jarðaberjabjór vekji ekki lukku hjá mér. Hérna í Frakklandi er drukkinn ferskjubjór, sem að er sambland af bjór og einhvers konar ferskjulíkjör, óáfengum ferskjulíkjör. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af honum, held samt að það sé af því það var ekki ferskjulíkjör í bjórnum, það var of mikið bjórbragð! Bjarni - ef að þú getur, farðu þá á næstu krá og biddu um einn "demi-pêche" (hálfan-ferskju) - hefði gaman af því að heyra á muninum á ferskjubjór og jarðaberjabjór!
Gestabók
Eftir mikið basl og miklar vangaveltur hefur okkur loksins tekist að koma upp gestabók. Takk fyrir Eva H., án þín hefði þetta aldrei tekist. Nú skorum við á alla lesendur til að kommenta á skrifin!!!
Nemo judex in sua propria causa
Alveg sammála thér Svana yfir einhverjum ømurlegum kommentum frá fólki sem veit ekki rassgat um vedurfarid á Íslandi. You can´t be cold, you are Icelandic, hahahaha, ømurlegt!!!

Var í gódu ferdalagi um helgina med skiptinemunum. Vann geisladisk fyrir hæfileika mína á svidi matvælaneyslu. Glæsilegur diskur med ædislegum dønskum 80´ smellum, svo sem Jeg elsker kun dig.

Er í ædislegum áføngum. Er í althjodlegum mannréttindum hjá Lars Adam Rehof og Tyge Trier, alveg magnad ad vera í tímum hjá svona frægum køllum, kunna allt og vita allt. Uppáhaldsáfanginn minn er thó strídsglæparéttur, alger snillingur sem er adalkennarinn, hefur unnid á thessu svidi sídustu 10 árin, fyrir NATO, danska sjóherinn og er nú rádgjafi ædsta løgfrædings danska hersins, hann kom einnig ad samningu ICC samningsins. Átti ad vera med rosalegan prófessor, en hann vard dómari hjá ICTY í Haag. Førum sennilega í ferd til ad skoda ICC í Haag ef fjárveiting fæst fyrir henni. Svo tek eg lika afanga i Evropuretti, einungis af skyldurækni, finnst hann ekkert spes, midad vid mannudina og mannrettindinn, lifid getur ekki bara verid skemmtilegt.

Verd ad vitna i Nüremberg.
"Crimes against international law are comitted by men, not by abstract entities, and only by punishing individuals who commit such crimes can the provisions of international law be enforced..." Er thetta ekki rosalegt comment, thvilik fegurd, madur fellur bara a kne og tarast.

Innskot um jardaberjabjorinn, hann er alger vidbjodur, vona ad hann komi aldrei til Islands, hann er bara ogedslegur. Frekar drekk eg flatann hefdbundinn Carlsberg.

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Sól og sæla í Suður-France...
Ég veit ekki hver það var sem laug því að mér að það væri ALLTAF gott veður í Suður-Frakklandi... ætli ég hafi ekki lesið það einhvers staðar. Skiptir svo sem ekki máli, en hvaðan sem þessar upplýsingar komu þá eru þær rangar. Það er EKKI alltaf gott veður í Suður-Frakklandi. Það er til dæmis snjókoma í dag. Það fer samt mest í taugarnar á mér er eftirfarandi athugasemd; ,,Þér getur nú ekki verið mjög kalt, þú ert frá Íslandi, þú hlýtur að vera vön þessu" - eins og maður venjist því að vera alltaf kalt... ég get þó huggað mig við það að ég verð líklega berfætt í söndulum eftir ca. mánuð!

föstudagur, febrúar 14, 2003

Pas på... en lyserød elefant!
Skólayfirvöld í KU og HÍ eru greinilega ekki á einu máli um það, við hvers kyns aðstæður árangursríkast er að nema af lærimeisturunum. Hér er það t.a.m. viðtekinn vísindalegur sannleikur (grínlaust) að heilinn sé móttækilegastur fyrir nýjum upplýsingum við 18°C (m.ö.o. hrollkulda) - meðan í Lögbergi er farin sú leið að svipta heilabúið súrefni...
Í framhaldi af hinni miklu veitingaumræðu á síðu þessari má þess geta, að í kantínum KU fæst keypt øl (en ekki hvað), rauðvín og kampavín - hvenær sem er sólarhringsins. Sé það nú í anda gerast heima (burtséð frá öllum systembolagets-pælingum)!
Já, ég held það sé óumdeilanlegt að Baunar eru heimilislegasta og afslappaðasta fólk í hinum vestræna heimi.* Þar með vitanlega afskaplega þægilegir að umgangast - með örfáum undantekningum eins og gengur og gerist. Einn af mínum virðulegu prófessorum er t.d. búinn að bjóða bekknum í partí heim til sín í lok febrúar! Áður en að því kemur hyggst undirrituð (halda áfram að) njóta alls þess sem hin fremragende sveitalega stórborg hefur upp á að bjóða... Lifi kóngsins Køben!

* Þeir eru jafnframt ofdekraðir, en SU geymi ég mér að diskútera hér... og með eindæmum myndarlegir upp til hópa!!! Bara svona ef einhverjir skyldu hafa verið í vafa um það - eða ekki þorað að spyrja! tí hí hí

P.s. Pålægchokolade = súkkulaðiplötur (næfurþunnar...) sem danskurinn lætur ofan á rúgbrauð!

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

hvað er "pålægchokolade"?

miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Pålægchokolade og jardaberjaBJÓR
Hvar annars stadar???

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Drykkjuvísur á frönsku
hmmm... ég hef ekki verið svo ,,heppin" að læra drykkjuvísur á frönsku. Ég er eiginlega búin að komast að því að frakkar fara ekki á fyllerí eins og skandinavar. Frakkar drekka af því að það er gott að drekka. Þeir drekka hvar sem er, hvenær sem er og við hvaða tækifæri sem er, stundum verða þeir fullir - en samt virðist það ekki sjást á þeim fyrr en daginn eftir. Frakkar eru líka svo skrítnir, þeim myndi aldrei detta í hug að syngja um gleraugnagláma á fyllerí... ég velti því samt fyrir mér hvort það séu ekki bara danirnir sem eru skrítnir...

p.s. sammála þessu með fredagsbarinn - vil hins vegar líka að það verði opnaður Resto U (restaurant universitaire), mötuneyti fyrir háskólanema þar sem hægt er að kaupa góðar máltíðir á réttlátu verði. Hérna fær maður þríréttaða máltíð + brauð fyrir 2,60 evrur sem að er um 240 kr. Algjör snilld!
Brillesvin
Eg krefst thess ad forradamenn Orator komi upp Fredagsbar hvern einasta føstudag i husnædi lagadeildarinnar eda i Studentakjallaranum, thad er svartur blettur a islenskri laganemadrykkjumenningu ad hann skuli ekki vera til stadur. En skipulagid a honum er thannig, ad thad er seldur bjor nanast a kostnadarverdi fra kl. 12 a hadegi til ca 17-18. Gridarleg stemmning. Thetta er alveg magnad fyrirbæri, madur kynnist fullt ad folki. I Århus er barinn jafnvel betri en i Køben en thar er hljomsveit sem spilar fyrir gesti og gangandi. Thad væri natturulega frabært ef madur gæti verid a Fredagsbar thangad til madur færi i kokteil.

Svana, thú hefur bara ekki nógan áhuga á thví sem thú ert ad læra, annad heldur en ég. Thu tharft engar pasur ef thu hefur nogan ahuga.
Svo er bjór í vatnsfløskunni minni ekki vodka.

Verd ad setja inn eina visu sem eg lærdi i Århus um helgina.

Folk med briller dem er dumme.
Folk med briller er til grin.
Folk med briller onanerer.
Folk med briller er no'en svin.

Brillesvin, brillesvin, brille,
brillesvin.
Brillesvin, brillesvin, brille,
brillesvin.

Narkoman og colabund.
Jeg har briller jeg er dum.

Geturdu ekki kennt okkur einhverjar franskar modgandi drykkjuvisur Svana.
Hej, hej.

mánudagur, febrúar 10, 2003

Athyglisbrestur
Látum Bjarna um drykkjusögur og snúum okkur að alvarlegri málum! Kennarar í lagadeild hafa oft verið mikið gagnrýndir fyrir það að hlada nemendum of lengi í tímum, taka of stuttar pásur etc. Ég ætla formlega að draga öll mín fyrri ummæli til baka um ókurteisi íslenskra kennara þegar kemur að pásum... ég var sem sagt að koma úr 3 klukkutíma fyrirlestri, sem að er svo sem ekkert sérstaklega merkilegt, nema fyrir þær sakir að kennarinn talaði stanlaust í 1 klukkutíma og 10 mínútur, gaf okkur svo 8 mín. pásu og hélt svo áfram að tala í 1 klukkutíma og 42 mín. Það er nokkuð ljóst að prófessorar hér hafa aldrei heyrt það að mannsheilinn heldur ekki einbeitingu í meira en 40 mín. í einu án þess að fá pásu. Kannski ætti ég bara að gera eins og Bjarni, vera með vodka í vatnsflöskunni og dreypa á þegar ég er farin að þreytast...
Kommer det ikke snart en f**** til mig?
Var ad koma af norrænni viku i Århus, var reyndar bara helgina, enda kannski agætt. Thvilikt flipp. Olysanlega gott, miklu flippadri en i Køben, thratt fyrir simtøl til Anders Fogh Rasmussen, Carlsberg verksmidjuna o.fl. Man ekki mikid eftir føstudeginum nema tha thad ad eg var inni a næturklubbi med allan farangurinn minn. Arshatidin var rosaleg, miklu betri en i Køben. Adalflipp kvøldsins atti Laust a.k.a. melludolgurinn, thegar hann tok sig til reif sig ur kjolføtunum og stripadi butt naked a svidinu. Audvitad endadi eg med honum, Jppe althjodaritara Århus og Gøste i midbænum syngjandi hid fagra lag, Kommer det ikke snart en fisse til mig?Vakti thetta miklu anægju hja øllum karlkynsverum sem vid mættum, undirtektir annarravoru frekar dræmar. Thad besta var samt sillis i gær, sem endadi natturulega a fylleri, Richard nokkur fra Gautaborg tok sig til og drapst kl 17, eg hef aldrei thekkt nokkurn mann sem hefur drepist kl 17 a sunnudegi, hann fær stig i flippkladdann fyrir thad. Meiri flippsøgur verda ekki sagdir a opinberum vettvangi en af nog er ad taka. Eg og Sigga erum svo ad fara i ferdalag til Holdtens med skiptinemunum ur lagadeildinni um næstu helgi, su helgi er alger bilun, toppar samt sennilega ekki norrænu vikuna. Hilsen, skriv snart. Knus fra København.

föstudagur, febrúar 07, 2003

hEjsA!
Þessar fjórar fyrstu vikur í kóngsins Kaupinhafn hafa svo sannarlega flogið. Hef einfaldlega ALDREI á ævinni skemmt mér svona mikið og vel á jafn skömmum tíma eða hitt viðlíka hresst og viðkunnanlegt fólk úr bókstaflega öllum heimsins hornum! Er og verður hrein SNILLD, út í gegn. Og náttúrulega algjör lúxus að hafa Bjarna hérna, sem þekkir allt og alla frá því fyrir jól!
Vorönnin, og þar með hið eiginlega ævintýr í lille DK, hófst síðastliðinn mánudag. Í stuttu máli gæti ég ekki verið sáttari við kúrsana mína, kennarana og bekkjarfélagana (æ kannski fyrir utan þennan óskiljanlega í bioréttinum) - og ekki spillir fyrir að helgarnar mínar hefjast á miðvikudagskvöldum... Kennsluefnið lá fyrir (allt saman já) strax í fyrstu vikunni, kennararnir halda úti fullkomnum heimasíðum hverrar einustu kjörgreinar og það liggur nákvæmlega fyrir nú þegar hvenær prófin verða í vor. Haldiði að sé skipulag á einum bæ? Þetta er sumsé mögulegt. Í 4000 manna lagadeild.

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Valkvíði
Hér í Frakklandi erum við komin á tímabil valkvíða - hvað á ég við með því? Erfiðleikar við val á fögum - hér er hlutunum aðeins öðruvísi háttað en heima, enda ekki skrítið í ljósi þess að um 700 eða 800 manns eru einungis á 4ða ári - sem er einmitt næstum því tvöfaldur fjöldi laganema í lagadeild Háskóla Íslands. Þar sem að svona margir leggja stund á laganám er úrvalið á fögum aðeins meira heldur en heima. Jú maður getur strax útilokað fög eins og franskan stjórnsýslurétt, franskan skattarétt, franskan sveitarstjórnarrétt etc., en eftir sitja samt alla vega 8 áhugaverð alþjóðleg fög + nokkur fög sem eru kannski meira á sviði fransks réttar en alþjóðlegs en eru samt alveg rosalega áhugaverð. Ég get víst huggað mig við það að á föstudaginn verð ég að skila inn skráningarblaðinu... restin af önninni fer svo í að gráta það að hafa valið þetta fag og ekki hitt!