miðvikudagur, apríl 30, 2003

Bjarni, thessi madur er fjarri-fjærst thví ad vera snillingur.

Í kategoríu med addáanda STEPHANIE.

Ég fékk annars skriflegar leidbeiningar um daginn og get (ætti ad geta) losad okkur vid hana - bara má ekki vera ad thví akkúrat núna....!!!!!
Hvaða snillingur er það sem að setti Stephanie klámdrottningu aftur inn í gestabókina og tók að sér í leiðinni að eyða öllum öðrum kommentum sem höfðu verið skrifuð? Hvað er málið? Allt í lagi að setja Stephanie aftur inn, auðvelt að losa sig við hana, en af hverju að eyða því sem aðrir höfðu skrifað? Er frekar pirruð og finnst þetta eiginlega bara ömurlegt.
Gleymdi ad segja ykkur af frabærum vini Rune sem byr med mer. Hann a ædislegan og sidlausan vin sem heitir Mark. Saga nr. 1. Mark helt einu sinni fram hja kærustu sinni og var svo oheppinn ad fa klamydiu, fekk ad vita thad tiltølulega fljott eftir ad framhjahaldid atti ser stad. Nu voru god rad dyr. Hann hringdi i kærustu sina sakadi hana um ad hafa smitad sig af klamydiu og sagdi vid hana ad ef hun ætladi ser ad halda fram hja gæti hun alla veganna latid gaurinn nota smokk. Degi sidar fer hringir hun i hann, og tjair honum ad hun hafi verid hja lækninum og hun hafi ekki klamydiu. Thetta heitir ad skjota sig i fotinn.
Saga 2. Mark atti omyndarlega kærustu i menntaskola, hann let hana alltaf labba nokkrum metrum a undan ser a almannafæri. Eitt sinn sagdi hann vid hana, en hun var rosalega hrifinn af honum, ef thu elskar mig tha skalt sofa hja Rune.
Saga 3. Mark gerdi CV i timarød yfir allar stulkur sem hann hafdi sofid hja og hvar thad hafdi att ser stad. Kærastan hans, eda rettar sagt fyrrverandi kærastan hans fann CVid, thad versta var ad thad voru thrjar a eftir henni.
Thessi madur er natturulega bara snillingur.

Svo kemur partysagan. Var i party hja Tota felaga minum um helgina, algert megastud. Fórum úti i næstu kiosk og keyptum 3 kassa af bjor um eittleytid, gaurinn sem atti budina var svo flippadur ad vid budum honum, audvitad lokadi hann bara og kom med. Hann var alger tøffari einhvers stadar fra Arabiu og reyndi vid allt sem hreyfdist.

Er i algerri steik thratt fyrir ad vera bestur i dag. Godar stundir og gledilega hatid, arnadaroskir og til hamingju

Djøfull finnst mer eg vera bestur i dag. Eg held eg se thad bara. Annars a ad fara senda kennarann minn Lars til Iraks um helgina. Danmørk er ju hernadarveldi sem hefur hernumid Irak og tharf ad uppfylla skyldur sinar skv Genfar og Haag samningunum. Djøfull er hann mikill gæji, eg ætla ad verda hinn islenski Lars. Eg vil enn og aftur itreka ad mer finnst eg vera bestur.

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Tívolí tíunda maí?!

Alveg stórmerkilegt hvad mér hefur tekist ad kúpla mig út úr ALLRI thjódfélagsumrædu heima á Fróni... Kosningar eftir rúma viku, hva´?!! Mér leidist bara svo ofbodslega ad lesa moggann onn-læn... Æijæja. A.m.k. laus vid haugana af pésum og drasli inn um póstlúguna; vemmilegu smettin smælandi framan í mann hér og thar og alls stadar. Og upphringingar (gud minn almáttugur). Eda hefur nokkud breyst?!

Svo sem ekkert ad frétta... Thad er audvitad ALDREI skemmtilegt ad hafa próf hangandi yfir sér, en ég get fullyrt ad thad er SÈRLEGA óskemmtilegt í útløndum. Í fyrsta lagi allar freistingar stórborgarinnar... (Gaaaaaaaaaa!!!!) Í ødru lagi verdid thid øll búin heima thegar ég verd rétt ad BYRJA... Suk! Ætli ég lifi thetta ekki af thó?!
Gerdi heidarlega tilraun til ad komast í Tívolí á føstudaginn var (jú, ég thykist vera í próflestri...) en rødin í midasølunni nádi praktiklí nidur á Rádhústorg - og thar sem vedrid var vægast sagt lítid spennandi (rok og yfirvofandi rigning, á la Islande) tókum vid bara stefnuna á Kraznapolski í stadinn... Annars finnst mér eiginlega afrek ad hafa ekki enn farid eins og eina umferd í tøfrateppinu - ég meina, their opnudu ELLEFTA APRÍL for crying out loud!!!

Ég hef fullkomna afsøkun til ad dvelja í DK allan júní, Selma, thví thad er ekki prófad í bíóréttinum (kenndur á dønsku) fyrr en ca. 24. :o) Skiptinema-vinir mínir hérna verda thá løngu farnir til síns heima, thví thad eru ekki margir jafn skrítnir (hæfileikaríkir meina ég náttúrulega) og undirritud... (Ég verd á kúrsus á stofu í júlí... Toi?!)
Verdur madur ekki ad enda sísonid med trompi? Altså, hefur einhver hugsad sér ad slást í før med mér á Hróarskeldu??!

Sennilega best ad snúa sér ad lestri. Gangi ykkur vel, thjáningarbrædur og -systur! Njótid vorsins, thid hin!

Og meiri gestabókarskrif!


mánudagur, apríl 28, 2003

Talandi um að vera cosmo. Tampa, Dallas, London, Marseille og Aix en Provence, allt á sama sólarhringnum... nokkuð sátt við það ferðalag. Hins vegar ósátt við deilur sem ég átti við ónefndan flugvallarstarfsmann í Tampa um það hvort að ég þyrfti að hafa ,,visa" til þess að komast til Frakklands eða ekki... ónefndi starfsmaðurinn vildi meina það að mér yrði ekki hleypt um borð í vélina í London til að fara til Marseille af því að ég var ekki með ,,visa" og skrifaði stórum stöfum á ,,boarding passann" minn: ,,no visa and no proof of residency". HVAÐ ER ÞAÐ? Hvernig í andsk... komst ég til Frakklands upphaflega og þaðan til USA án þess að hafa ,,visa"? En til að gera langa sögu stutta þá var mér hleypt um borð í vélina í London... tollarinn í London hló að fáfræði tollarans í USA. Ég kom hins vegar töskulaus heim, taskan varð víst eftir á Gatwick. Það var kannski það sem að konan í USA meinti, þ.e.a.s. að ég fengi ekki að fara með farangur til Frakklands ef að ég hefði ekki ,,visa" til að komast þangað inn. En mér skilst nú að taskan eigi að banka upp á hjá mér í kvöld. Vona að það rætist úr því.

Lýsi samt yfir ónægju með sambýling minn. Maður kemur heim úr löngu ferðalagi og hvað gerir sambýlingurinn? Ákveður að hverfa úr landi daginn eftir. Ég veit ekki hvort að ég eigi að taka þessu persónulega. Sambýlingurinn er samt búin að lofa sólböðum þegar hann kemur heim. Eins gott að það klikki ekki, við verðum nú að vera brúnar þegar við komum heim, við getum ekki verið þekktar fyrir annað en að ná alla vega jafn miklum lit og Ævar náði í fyrra... bæ ðe vei, hvar er Ævar? Það hefur bara ekki heyrst í honum svo vikum og jafnvel mánuðum skiptir.

Eitt að lokum... lýsi yfir mikilli ánægju með skrif samnemenda í gestabók, gaman að fá svona fréttir að heiman.
Ég er komin aftur... Er búin að vera svo cosmo að það 1/2 væri nóg. Hef reyndar ekki verið það cosmo að ég væri nettengd og ég er heldur ekki búin að kaupa mér svona skó þarna Bhlanik (ekki með stafsetningu á hreinu) Búin að fara til Toblerone-lands með Svönu og til Pizzu-lands með Tótu. Borðaði lítið Toblerone en mikið Lindt og fondue og líka Bratwurst. Svo borðaði ég margar pizzur, það er sko hægt að kaupa sér svona pizzu á stöndum úti á götu í Flórens. Ef einhvern vantar ódýrt og nice hótel í Flórens þá skal sá hinn sami tala við mig. Ég mæli eiginlega með Flórens - það virðist vera einhvers konar tilviljana-borg. Þar hittir maður vini sína sem búa í París en maður vissi ekki að væru á Ítalíu og svo getur maður auðveldlega rekist á menn sem eiga frænda sem fór til Íslands í fyrra sumar en kom aldrei aftur til baka. Frekar sorgleg saga en hann fór einn í göngu á hálendinu og hefur ekki sést síðan. Svo er það bara England á morgun, held ég dembi mér ekkert beint í þjóðarrétti Breta en er samt alveg sukker fyrir English Breakfast.
Annars langar mig bara að koma heim núna. Keyra niður Laugarveginn og kaupa ís og horfa á gaurana á Ingólfstorgi á brettunum og setjast svo á Austurvöll með volgan bjór úr ÁTVR. Í staðinn verð ég bara hér í nokkrar vikur í viðbót og læri fyrir próf í sólinni. Við stöllur erum nú samt búnar að plana massívar sólbaðspásur milli kl. 13 og 16...
Sigga hvar verður þú að vinna í sumar??

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Sidari hluti


Her kemur sidari hlutinn. Annars er Tyge Trier utursur i hausnum bara ad lata ykkur vita. Thad er frægasti mannrettindaløgmadur Dana, hann er kennarinn minn, vid erum samt bestu vinir.

Annar hluti

Bátsferðin var súr, þar var haldið áfram að drekka Minttu, var með nokkrum snillingum frá Uppsala í káetu helsta má nefna Karl-Magnus sem ég kýs að nefna KarlaMagnús, Valdemar Tiger (alvörunafn), Sandra og útúrsúri Matti frá Finnlandi sem stúderar þó við Uppsala. Var þar drukkið mikið og hlustað á Latin Kings, sænskt innflytjendarapp, og eitthvad Uppsalarapp .
Undirritaður svaf á gólfinu í káetunni var sú ákvörðun tekinn þegar hann uppgötvaði að hann hafði aldrei sofið á gólfi í ferju.

Mánudagur
Vaknaði útúrþunnur. Skellti mér út úr ferjunni, lestin tekin Á Arlanda kl 12:40 flogið til Kaupmannhafnar var þar 13:50 kominn heim 14:40. Tók upp úr töskunum og pakkaði aftur fór í rútu til Haag kl. 16:00. Ömurleg ferð, tók 14 tíma, alveg sveittur og svaf illa, útúrþunnur og með hálsbólgu.

Þriðjudagur
Kominn til Haag kl. 8. Þvílík borg, þvílík fegurð, þvílíkur arkitektúr, gríðarlega snyrtileg, frábært fólk. Fór á besta kaffihús sem ég hef farið á. Kl. 10 ICTY. Geðveik öryggisgæsla. Þrisvar sinnum farið í gegnum vopnaleit. Kominn upp klukkan 10:30 þar blasti Slobodan Milosevic vid ca. 10 metrum frá mér. Réttarhöldin fara fram bakvið skot- og sprengjuheltgler. Var að hlusta á vitnaleiðslur, eitt vitnið hafði orðið vitni að 72 drápum á íbúm 750 manna þorps, viðurstyggilegar lýsingar, hreint út sagt absúrt. Slobodan er alveg klikkaður gaur var bara með steypuspurningar, forseti dómsins orðinn alveg brjálaður. Um fjögur leytið var þetta búið. Fórum út 9 manns frá 9 löndum, Ástralíu, Írlandi, Englandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Svíþjóð, Ítalíu, Danmörku og Íslandi. Átti þá daninn þá hugmynd að fara á bar. Á leiðinni rákumst við á ICJ, Alþjóðadómstólinn í Haag, þvílík bygging, ein af fallegri byggingum sem ég hef séð, höll klippti út úr Grimms ævintýri. Komust ekki inn þarf að bóka komu sína með milljón daga fyrirvara svo þeir geti tékkað hvort maður sé klikkaður terroristi. Jæja fórum á snilldar bar, sátum úti 25 stiga hiti, grænn gróður, syngjandi fuglar, frábært.
Lestin tekin til Amsterdam klukkan. 21. Komin 22. Guð minn góður, félagi minn hafði bókað hótelið, valdi hótel í miðju rauða hverfinu. Rauða hverfið er Sódóma Gómorra nútímans. Hótelið var við hliðina á hóruhúsi á hinni hliðinni var Coffeeshop það er löglegur sölustaður kannabisefna, enn í Hollandi er löglegt að einstaklingur burðist með 5 gr. af hassi. Hórumarkaðurinn er þannig að þær leigja sér glugga sem þær dilla sér í, síðan er hægt að velja. Ég fékk vægt kúltúrsjokk þegar ég sá þetta. Fór beint að sofa alveg skemmdur eftir norrænu vikuna og ferðalagið. Þetta var súrasti dagur í lífi mínu að ég held.

Miðvikudagur
Vaknaði tiltölulega snemma. Fór út með ferðafélögum mínum, hófst skoðunarferð. Amsterdam er gríðarlega falleg borg, þó er gríðarlega mikið af betlurum og subbulegu liði. Held ég hafi ekki skoðað neitt af viti. Betlarar í Amsterdam hafa aðra taktík en í Kaupmannahöfn, einn hótaði mér t.d. að henda mér í sjóinn ef ég gæfi honum ekki 2 Euro, hefði verið gaman að sjá það 170 cm rindill sennilega 40 kg. léttari en ég. Drykkjan hófst snemma, ætluðum á pep show en vorum bara alltof fullir. Besta stuðið var fyrir utan hótelið okkar, þar vorum við þrír saman að spjalla við eiturlyfjasala og mellur í fleiri klukkutíma. Eiturlyfjasalar, þ.e. þeir sem selja spítt, kók, E og heróín eru flestir afar hressir gaurar, einn t.d. sagði að við værum geðveikustu menn sem hann hafði hitt, var það eftir að Kaninn í hópnum spurði hvort hann ætti ódýrt bensín og tjáði honum svo að hann elskaði stöffið. Mellurnar sem við töluðum við vorum transar, afar hressar en frekar ágengar, voru alltaf að grípa í klofið á manni. Svo var einn hress gaur alltaf að reyna að troða kananum í leigubil með sér, kaninn ekki alveg til í það. Ef ég væri stúlka þá myndi ég ekki ganga ein í þessu hverfi, heldur ekki ef ég væri karlmaður.

Fimmtudagur
Alveg skemmdur. Fleiri staðir skoðaðir, frábær borg, það sem helst bar til tíðinda var þegar við sáum slagsmál á helsta torginu í Amsterdam milli nýaldargaurs og araba, arabinn hafði eitthvað verið að brjóta kristallkúlur nýaldargaursins og sparka í magann á honum að tilefnislausu, sennilega útúrkókaður. Talandi um það, djöfull voru margir með ofskynjanir í Amsterdam. En alla veganna nýaldargaurinn varð alveg brjálaður byrjaði að slást og rotaði arabann í einu höggi, hlýtur að hafa æft box, brutust út gríðarleg fagnaðarlæti maðurinn hafði víst verið með leiðindi allann daginn. Amsterdam er borg sem ég myndi ekki ala upp börnin mín í, fannst ég aldrei öruggur. Glæpamenn og betlarar í Kaupmannahöfn eru þó vingjarnlegir. Farið var heim klukkan 22:30, 14 tíma rútuferð.

Tok svo fyrstu afengislausu føs-lau helgi i 11 manudi, datt reyndar i thad a sunnudeginum, en gott flipp ad detta ekki i thad a føstudegi eda laugardegi.



Verd bara fyrir areiti i gestabokinni. Annars hitti eg einhverja islenska stulku a bar her i borg a thridjudaginn sem thekkti thig Obba, hun er p.hd. student vid Århus haskola i stærdfrædi. Man ekkert hvad hun heitir, en var afar hress.
Wir Leben alle in einem Gelbe U-bot, Gelbe U-bot.

Djøfullinn, missti eg af einhverju aksjoni i gestabokinni? Af hverju var eg ekki latinn vita? Jæja her kemur fyrri hluti ferdasøgu minnar:

Ferð dauðans. Ferðasaga Bjarna Más Magnússonar fyrri hluti.

Miðvikudagur:
Fór á Kastrup og rakst þar á 3 gaura sem voru með mér í gagnfræðaskóla, tveir bjuggu í sömu götu og ég, afar hresst. Kominn til Finlands kl. 14:40, enginn annar en Karri Korskenkorva tók á móti mér. Fórum við beint í hytteturen, sem var alger geðveiki, man ekki mikið, man þó eftir öllum nöktum saman í sauna, þegar ég datt niður tröppurnar í húsinu sem við vorum í og þegar ég datt á borð ásamt Kaisa alþjóðaritara í Helsinki. Föll voru þemað hjá mér það kvöldið. Súri Finninn var á svæðinu, hann elti mig út um allt með besefann úti og tjáði mér að hann vildi hafa kynmök með mér. Hitti stúlku sem heitir Ninja, útúr súrt nafn.

Fimmtudagur:
Kom heim til stúlkunnar sem ég átti að búa hjá. Afskaplega myndarlega Tiia að nafni. Man ekkert hvað ég gerði um daginn held ég hafi farið á lókalbar ásamt norrænu nemunum.
Fimmtudagskvöldið var um margt súrasta kvöldið. Fórum í neðanjarðarlestakappdrykkju, þ.e. ná að fara á 12 bari sem liggja á ýmsum stöðum í Helsinki á innan við 3 tímum, náttúrulega átti að staupa sig á hvern stað. Mitt lið vann. Eftir það var maður alveg blekaður. Talandi um það þá er samgöngukerfi Helsinkiborgar það besta sem ég hef séð, metro, tram, lest, ferjur, strætó. Ég og Korskenkorva fórum á finnskan hommabar og reyndum við hommana, hitti flottann 60 ára gamlann finnskann homma sem sagðist aldrei hafa haft kynmök við Íslending. Eftir stutt spjall og viðreynslur var farið á Café Moskva, alveg súr staður með myndum af Stalín og Lenín á veggjum og bara spilað Rússneskt rokkabilly. Restinn af kvöldinu er í móðu en einhvern veginn komst ég heim.

Föstudagur
Vaknaði og fór beint í Alko og keypti mér Minttu besta drykk í heimi. Síðan var farið til Korkenkorva og Finlandia höfuðstöðvanna í kokteil kl 10:00!!! Fór svo í hressann kokteil kl 14:00 þar sem einn starfsmaðurinn, finnsk nýútskrifuð stúlka kenndi mér að reyna við finnskar stúlkur, með setningum eins og meile vai teile og sinola on kaynit silmat, þ.e. heim til mín eða þín og þú hefur falleg augu, mismælti mig einu sinni og sagði að stúlka ein hefði augun hennar Kaisa, eða sinola on kaisa silmat. Karri sá svo restina og kenndi mér allan dónaskap, helvetti, satana, perse og vito og svo setninguna Halonan banna perse sen. Óþarfi að þýða það sem hann kenndi mér.
Matarboð í félagsheimili Pykala, laganemafélagsins, um kvöldið. Þvílík Jörvagleði, Alger helvítis geðveiki. Félagsheimilið er útbúið Sauna, sundlaug, bar og dansgólfi. Orator hefur ömurlega aðstöðu miðað við Pykala, fleiri sundlaugar í Lögberg. Sauna og sundlaugaferðir áttu eftir að setja mark sitt á kvöldið. Fyrsta algera geðveiki kvöldsins átti Kirilli hinn finnsk-rússneski snillingur, en það var einmitt þegar hann gekk út úr Sauna allsnakinn beint yfir dansgólfið, í húsinu voru u.þ.b. 150 manns, og beint á barinn og bað um tvo bjóra. Eftir þó nokkra hvatningu frá ýmsum góðum mönnum ákvað undirritaður að vera ekki minni maður, gerði það sama en stansaði til að dansa nakinn upp á borði sem vakti verðskuldaða athygli. Síðar um kvöldið hoppaði undirritaður í jakkafötunum sínum út í sundlaugina. Vakti það einnig athygli, enda um frábært flipp að ræða.

Laugardagur
Hitti Karri kl 12:00 til að fara í sauna, enduðum í staðinn heima hjá Villii nokkrum sem er alger snillingur en þar bjuggu 2 norskir nemar, ákváðum við í staðinn að drekkja bjór og horfa á finnskt klám, sem var vægast sagt athyglisvert. Skelltum okkur svo á bar. Sæmilegur kokkteill klukkan 15:30, engar ræður sem var frábært. Geðveikin byrjaði svo kl 17:30 en laganemafélagið hafði leigt sporvagn til að halda partý í. Þvílík snilld. Hann var allur skreyttur. Náttúrulega voru allir orðnir algerlega útúrsúrir þegar komið var á árshátiðina. Undiritaður man ekki mikið, man þó eftir að hafa stýrt fjöldasöngi og hafa reynt við 50 ára gamlann dómara, kvenkyns. Man eftir eftirpartýinu í Pykalaheimilinu, kom heim kl. 7.

Sunnudagur
Vaknaði 11:30 kominn í sillis kl. 12:00 hafði byrjað klukkan 10:00!!! Geðveikir finnar, þeir kunna að partýa. Fyrsta sem ég sá var áfengisdauði náunginn, þvílík snilld á hádegi á sunnudegi. Það næsta sem ég sá og heyrði var hljómsveit að spila þungarokkslög, en finnar eru sjúkir í þungarokk, alice cooper, black sabbath o.fl. fólk var að krávd surfa, þ.e. að henda sér fram af sviðinu og láta grípa sig. Undirritaður sem var nývaknaður vissi ekki hver andskotinn var að gerast, þvílíkt teiti. Ýmsir voru útúrdrukknir, það þurfti að fara með einn á spítala vegna áfengiseitrunar. Ég elska Finnland það er svo útúrsúrt og allir með Finnagrettuna uppi við. Hélt undirritaður síðan í ferju á leið til Stokkhólms með Uppsala liðinu. Hefst við það annar hluti og mun súrari að mörgu leyti.
Af nöktu kvenfólki og laganemum
Þakka öllum þeim (þ.e.a.s. engum) sem höfðu samband til þess að hjálpa okkur við það að losna við Steph og Ginu. Ég er alla vega búin að sjá það að laganemar hafa mun meiri áhuga á beru kvenfólki en skólabókunum, heimsóknir á vefsíðuna hafa aldrei verið fleiri og ég verð að viðurkenna það að ég hugsaði mig alvarlega um áður en ég fékk sérfræðilegan tölvuráðunaut minn til þess að losa okkur við þær vinkonur, ég er alveg viss um að heimsóknartölur muni hrynja í kjölfar þessa. Ég varð hins vegar að láta taka stúlkurnar út. Ég hef orðið fyrir miklum árásum og áreiti síðan þær skráðu sig inn. Þeir laganemar sem hafa meiri áhuga á lestri góðra pistla heldur en beru kvenfólki hafa beitt mig stöðugum árásum í 3 daga (tek það fram að þetta eru aðallega 3 ónafngreindir aðilar sem skiptast á að senda mér póst... hótunarpóst). Alla vega, dömurnar eru farnar - ég bið um frið!

miðvikudagur, apríl 23, 2003

Stundum þá hata ég tolvur akkúrat þessa stundina er það málið. Var búin að skrifa langan pistil sem hvarf þegar ég ýtti á post and publish... nenni ekki að skrifa hann aftur. Kannski geri ég það í kvöld. En alla vega, HVAÐ ER MEÐ ÞESSAR DÖMUR Í GESTABÓKINNI. Hver segir það að bloggið okkar sé miðill fyrir ókeypis auglýsingaþjónustu klámsíðna. Við viljum losna við þessar dömur úr gestabókinni en kunnum því miður ekki að henda þeim út. Auglýsi ég því hér með eftir HJÁLP. Ef einhver sem les þetta kann að henda óvelkomnum út úr gestabókinni þá er sá aðili vinsamlegast beðin um að hafa samband við Siggu (sigripe@hi.is) eða mig(svanab@centrum.is) A.S.A.P.
Af kÆrULeySi og tøLvUSNiLLi frØken SiGRídAR
Frábært. Frábær dagur... Tókst ad eyda stórskemmtilegum nýritudum pistli af sídunni (!) og hafdi thad næstum af ad delíta gestabókinni eins og hún leggur sig. Djísøss kræst! Svana vana; losadu okkur nú vid pæjurnar tharna!!!
Annars heimta ég fleiri (skemmtileg) komment í gestabókina; prófthjádir vinir og kunningar!!! Komm on!!!
Nádi í próftøfluna mína ádan, eftir thrusugódan tíma um pyntingar - og réttinn til lífs. Líst ágætlega á thetta bara! Svo vel reyndar, ad sá mér fært ad sleikja sólina og søtra kaffi á Fruepladsen í TVO klukkutíma - eftir klukkutíma lønnsj á grænmetisstadnum (hvad annad) heimsfræga: RizRaz... Og búin ad spjalla vid elskuuppáhaldsTótlu mína í drjúga stund á snilldarfyrirbærinu msn... Ehmmmm.
Er ad íhuga ad rúlla bara heim og lesa í gardinum....
Og humm.... Kannski bara Stúdentahúsid í kvøld...?!!!!!!
Knús og kossar,
Laziest gal in town

P.s. Hvad er ad gestabókinni thinni Einar kallinn??!

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Skøllum alla Kana, thekki einn otholandi sveitalubba fra Kentucky. Verd ad skalla hann adur en eg fer heim.
Jæja er buinn ad skrifa ferda søgu i tveimur thattum, fyrst Finnlandsthatt og svo sidar Svithjodar, thyskalands og Hollandsthatt. Fekk nyskøpunarstyrk, ligg bara i leti sumar ad pæla thvilik unun. Kvedja
Pabbi Bjarni
Gedveiku Finnar og Hollendingar

föstudagur, apríl 18, 2003

Hæ hó - og gleðilega páska!
Sumar og sól hjá mér í Danmark. Mmmmm. Les aðallega í garðinum þessa dagana! Hí hí. Ekki mikið að frétta svo sem... Við Heiða vinkona erum aðallega í því að letimagast í góðviðrinu...
Eftir heila viku á heilsutrippi hef ég komist að því að ég mun ALDREI, ALDREI gerast grænmetisæta... (Sorrí Heiða mín). Fyrir utan hvað matartilbúningur (og -innkaup) er mikið vesen þegar ALLT þarf að vera organic/ökólógískt/oghvaðþaðnúheitir, er ég óeðlilega þreytt og kraftlaus eitthvað... Gengur einfaldlega ekki að þykjast vera í próflestri þegar maður er með MAT á heilanum... Ég meina, borða á 2ja tíma fresti!!!! Dagurinn fer bara í þetta! Verður auðvitað leiðinlegt að kveðja dömuna á sunnudaginn - en ég hlakka pínkuponsuoggulítið til að komast í veislumat á Gammel Kongevej, í páskasteikina....!!!!! Heilsuátakinu verður fram haldið, off kors, en ég ætla að leyfa mér skinku ofan á brauð, hvort sem það er bakað úr spelti eður ei, í framtíðinni!!!!!!

P.s. Bergrós = virðulegur matvælafræðimastersnemi á Flórída! Bekkjarsystir og vínkona úr MR :o)

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Sigga, hver er Bergrós og hvað er hún að gera á Flórída? ég þyrfti kannski að slá á þráðinn... p.s. sammála henni um þetta - þarfnast nánari útskýringa eins og hún bendir svo réttilega á!
hvað er það annars með ameríkana að hengja ameríska fánann í fullri stærð á bílana sína og/eða límmiða sem á stendur: ,,Proud to be american" eða ,,America, the land of the brave" - ég segi nú bara ,,brave-hvað" - þetta lið þorir ekki út á svalir vegna hræðslu við að verða skotið...
Er Selmu treystandi?
Eftir ótal hótanabréf og stanslausar kvartanir yfir bloggleysi síðustu daga hef ég ákveðið að blogga. Hef samt nákvæmlega ekkert að segja, nema það að ég velti því fyrir mér þessa dagana hvort að Selma sé hryðjuverkamaður. Skelti mér nefnilega til útlanda í páskafríinu og hef aldrei á ævinni lent í öðrum eins yfirheyrslum. Byrjaði allt í Marseille þar sem að ég var spurð spjörunum úr í korter; ,,pakkaði ég sjálf, einhver komið nálægt töskunum, einhver beðið mig um að taka eitthvað fyrir sig, hvað var ég að fara að gera í London, hvað ætlaði ég að gera þegar ég kæmi aftur til Frakklands, var ég með skólaskírteini, hvenær ætla ég heim til Íslands o.s.frv." Ég komst nú samt heil á höldnu til London og ætlaði þá að tékka mig inn í næsta flug, en þar fyrst byrjuðu spurningarnar. Allar spurningarnar sem ég hafði verið spurð að í Marseille aftur upp á nýtt og svo fleiri sem bættust við; ,,hvernig töskur var ég með, voru þær nýjar eða gamlar, hvernig rafmagnstæki var ég með, hafði einhver komist í snertingu við farangurinn, hvað er ég búin að þekkja sambýling minn (Selmu) lengi, hversu vel treysti ég sambýlingnum mínum..." Þegar ég loksins komst til USA hættu spurningarnar en þá lenti ég í staðinn í töskuleit, þ.e.a.s. allar töskurnar mínar voru opnaðar, tölvan mín var skönnuð, ég var skönnuð með einhverju helv*** tæki, ætli ég þakki ekki bara fyrir að tollarinn þuklaði ekki á mér. Ég þakka alla vega fyrir að hafa komist á leiðarenda heil á höldnu og ósködduð eftir allar þessar yfirheyrslur... verður samt að viðurkennast að ferðalagið vakti upp ýmsar spurningar hjá sjálfri mér og ég er eiginlega farin að efast um eigið ágæti og ágæti þeirra sem að ég umgengst sem mest...

mánudagur, apríl 14, 2003

P.s. AfMæLiSKvEDjuR til Portúgal... Thid ætlid sum sé EKKI ad vera med?!!!! Huh!
"The more lawyers, the more lawyers..."
Noregstúrinn (í bodi KU) var audvitad hreinasta snilld! Lúxusfley; Pearl of Scandinavia (soldid í ætt vid Loveboat...). Løgdum úr høfn á mánudaginn var klukkan seytján og vorum í Osló á thridjudagsmorgni. Allir audvitad ferskir eftir ævintýri næturinnar. Brunudum beint í NORDPOOL (the Nordic Power Exhange), sem var virkilega áhugavert ad heimsækja. Vorum leyst út med vøndudum bæklingum um starfsemina frá a til ø - og thessum líka fínu derhúfum...
Næsti áfangastadur var Norræna Sjóréttarstofnunin, en undir hana heyra líka orkumál. Hún er stadsett í freeeeeekar forneskjulegum (og vel rykføllnum vølundar-) húsakynnum í gømlu háskólabyggingunum í midbænum. Myndvarpinn í "fyrirlestrarsalnum" eiginlega sagdi allt sem segja thurfti; thetta var frumgerdin!!!! Thegar Ulf Hammer hafdi lokid máli sínu var mál til komid ad halda á skipsfjøl á ný - klukkan ad ganga fjøgur. Ádur en vid strunsudum nidur Karl Johan í blídskaparvedri hljóp ég í flasid á vinkonu ad heiman - af algerri tilviljun (hún á rádstefnu í Norge). Sl. sunnudagskvøld rakst ég einmitt á bródur hennar á djassklúbbi í Køben! Heimurinn er svo sannarlega lítill! Og Íslendingar ALLS STADAR!!!
Siglingin heim til Køben var enn skrautlegri og skemmtilegri en hin fyrri - og thad voru threyttir ferdalangar sem stikudu upp á Kongens Nytorv í metróid heim undir sæng á midvikudagsmorgun...
Og nú er eins gott ad fara ad spýta í lófana; prófin nálgast..... Gaaaaaaaaaaa!!!!!!!!!

miðvikudagur, apríl 09, 2003

ég vil taka það fram að ég fór ekki til Sviss. :) Ég fór hins vegar til Parísar um daginn og flokkast því undir smá cosmo-girl eins og Svana og Selma...eða er það ekki annars? Vá hvað ég er föst hérna inni.
Já böggið verður eitthvað langt hjá mér þar sem öllum kortum, síma og svoleiðis var stolið í leiðinni. Er reyndar mjög heppin að passinn minn var ekki í töskunni. Er eins og er föst í íbúðinni minni og fíla mig eins og ég sé í stofufangelsi. Ég þurfti nefnilega að fá einhverja menn til að brjóta upp lásinn á hurðinni minni (bófinn tók líka húslyklana og náði addressu með skírteinunum mínum) og þeir bara gátu ekki skipt um lás fyrr en sólarhring síðar...s.s. núna á eftir klukkan 2:30. Málið er að ég get opnað hurðina að innan verðu en ekki að utan. Ef ég fer kemst ég ekki aftur inn. Svoldið pirrandi þar sem maður þarf að redda nokkrum hlutum fyrir morgundaginn. Planið er nefnilega að fara til Ítalíu á morgun með Selmu í vikuferðalag. Svo er ég búin að vera á tauginni síðan þetta kom fyrir og finnst alltaf einhver vera að reyna að komast inn til mín. En svona er það...svona hlutir herða mann bara...eh...
Ég ætti kannski að reyna að ná meira kontakti við glugganágrannana...gæti komið að góðum notum...oh mér heyrist einhver vera að þjösnast á hurðinni.
Tala allir svisslendingar ensku?
Tókst að láta ræna okkur - svekkjandi. Brotist inn í bílaleigubílinn sem að við vorum með á leigu. Töskunni hennar Tótu stolið úr skottinu. ÓÞOLANDI BÖGG. Fórum til Sviss um helgina, Sviss er æði og svissarar eru massa næs! Fengum okkur ostafondú, raclette og bradwurst. Reyndum að gera vísindalega tilraun á því að komast svissarar tali betri ensku en frakkar eða hvort að frönskumælandi fólk tali einfaldlega ekki ensku. Niðurstaðan er óljós. Svissarar í Zurich tala allir ensku, allir svissararnir sem að við hittum í Lausanne töluðu ensku, hins vegar talaði bensínstöðvarstarfsmaðurinn í frönskumælandi Sviss (bensínstöð á milli Zurich og Lausanne) ekki ensku. Held samt að niðurstaðan hallist frekar í þá átt að svissarar tali ensku alveg sama hvort að þeir eru frönskumælandi eða ekki.

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Rosalegt bergmál

Jæja verd i Helsinki a morgun a thessum tima, fyrirheitna landid nalgast. Eitt af minum fyrstu verkum er ad hafa upp a Kai Ambos professor og berja hann. Hann skrifadi ogurlega grein sem eg notadi i ritgerd mina i stridsglæparetti, Kai thessi er med endalaus leidindi, utursnuninga og er alls ekki i godu flippi. Verst ad hann er alltof virtur, best eg sleppi thvi ad berja hann, kalla hann bara aumingja a islensku. Annars var greinin mjøg god, kannski eg sleppi bara ad vera med leidindi og fylli hann bara af Minttu, besta drykk i heimi.

Ritgerdin bara buinn, var ad verda gedveikur. Nu er bara skemmtari og eilif hamingja. Rune sambylingur minn kemur alltaf meira og meira a ovart med søgur af samskiptum sinum af ledurhommum, hells angels, dominant kvennfolki, vini sinum sem gerdist mella o.fl. søgurnar eru svo sjukar ad thær verda ekki sagdar her. Madurinn virdist bara vera normal gaur i flottu djobbi hja althjodlegu firma en undir nidri kraumar gedveikin og flippid.

Eins og eg sagdi ykkur fra er eg ad æfa mig i fordomum, eg fekk ad æfa mig aldeilis i gær a Richard Martz felaga minum sem er einmitt gydingur, reyndar er hann jafn mikill gydingur og eg er kristinn, etur beikon og stundar annan olifnad. Kenndi hann mer ymsa goda gydingahatursfrasa. Eg er einnig buinn ad fa leyfi til ad æfa mig a Andrea felaga minum sem er af Afghønskum ættum.
Kvennhatrid fæ eg ad æfa a Sofia hinum sambylingi minum, eda sambyliskonu eins og eg kys ad kalla hana.

Eg verd heimskari med hverjum deginum, sem er afskaplega hollt, tha veit madur bara ad madur er fifl sem er bara fint og flott, madur heldur alla veganna ekki ad madur se eitthvad meira en madur er. Fleiri favita, loksins skil eg hvad Lars von Trier meinti med thvi ad finna sinn innri favita i idioterne, eg hef fundid minn eigin personulega favita og lidur miklu betur.

Var ad finna ædislegt framhaldsnam hja Kings College, thetta er samvinnuverkefni milli lagadeildarinnar og stridsdeildarinnar, MA i Peace and International Security, thvilikur hasar. Thverfaglegt, stjornmal, løg og herfrædi. Einmitt retta namid, svo gerist eg vopnasali og sel herjum sem nota børn sem hermenn oløgleg vopn. Talandi um oløgleg vopn tha er uppahalds thjodrettarsamningur minn fyrir utan afnam hvitrar thrælasølu, samningur sem bannar notkun a vopni sem enginn thorir ad vidurkenna ad hann eigi, alger syra!!! Laser blinding weapon, vopn sem Kinverjar og USAingar eru sagdir eiga, thad gerir menn blinda, alger helvitis vidbjodur. Mættir bara a vigvøllunn og byrjar ad geisla.

Var ad lesa undarlegustu grein sem eg hef lesid i løgfrædi. Drugs as Human Rights, einhver gedveikur Hollenskur løgfrædingur.

Jæja thetta verdur thad sidasa sem eg skrifa fyrir paska, svo gledilega paska hvad sem er tha svo ædislegt vid tha, hef ekki fattad thad enntha, Finnland er ædislegra en paskarnir.

Godar stundir

mánudagur, apríl 07, 2003

Finnland a midvikudaginn,

Laust kemur ekki, sem thydir, helmingi minni gedveiki, vona tho ad menn eins og Moritz og Korskenkorva verdi a svædinu. Er ad verda buinn med suru ritgerdina mina, kominn timi til. Er ordinn onæmur fyrir bjor, ma ekki borda adur en eg drekk hann, hefur ekki tilætlud ahrif. Kaupi bara 5 litra af Minttu i Finnlandi.

Jæja Slobodan bara bradum,

godar stundir og thu ert vist gedveik Sigga.

föstudagur, apríl 04, 2003

Ég er ekkert sko ekkert gedveik.... Kannski thó eitthvad ofur-enthúsíastik í dag....?! Og thú misstir af møgnudum málfundi din fjols (hvad er thad á sænsku segiru?) - thad sem meira er: Ókeypis samlokum og ÓKEYPIS BJÓR. Hí á thig!

Malefnalegur-Balefnalegur

Thad er ekkert kominn timi a ad vera malefnalegur. Djøfull ertu gedveik Sigga, thu ert miklu gedveikari en eg helt. Eg reyni idulega ad vera eins litid malefnalegur og eg get og fordast ad taka afstødu i øllum malaflokkum. Eg er einnig ad reyna ad verda meira fifl herna i Danmørku, thad gengur agætlega, eg er ad forheimskast sem er satt best ad segja agætt. Mer gengur hins vegar illa ad verda rasisti, utlendingahatari, hommahatari og konuhatari, serstaklega ad verda utlendingahatari, eg er eiginlega i motsøgn vid sjalfan mig vardandi thann partinn. Eg reyni ad taka einn dag i einu, skref fyrir skref sbr. eftirfarandi ummæli min. Malfundir eru bara fyrir kellingar, utlendinga, og adra aumingja. Eg reyni einnig idulega ad vera eins osamkvæmur sjalfum mer og møgulegt er. Thad er hverjum manni hollt. Æ eg er eitthvad ad surna i headinu held eg eda er thad mjolkin? Kannski er eg ekki med neinn heila eins og Tota, thad er møguleiki, eg hugsa med miltanu.

Eg for a malfund a gær med itølskum felaga minum. A barnum Moose og Dakota. Hitti eg thar Peder, sem er alger gæjagæji, hann er norskur og er ad læra latinu, med honum var felagi hans fra Ghana sem var i godu flippi. Vid ræddum einnig sidfrædileg vandamal vardandi stofnfrumur. Minnir mig, held eg.

Annars er hress motmælafundur her i midbænum, allir i muhamedstruarbuningum ad øskra eitthvad, næ bara Allah og Allah akbar, virdist vera hresst lid, reyndar helt eg ad lidid væri ad øskra: Fri Hash Nu. Talandi um thad tha voru motmæli herna um sidustu helgi, alveg møgnud gegn lokun Stinu, Labbad ur Stinu og nidur i bæ, mørg thusund manns. Lidid var ad gefa jonur og bjor, allir uturskakkir a Rådhuspladsen. Djøfull hefdi eg verid til i ad sja thad. Hasssalar i Stinu voru meira ad segja bunir ad vera i 3 daga løngu verkfalli!!! Pælidi i steypunni. Danir eru eitthvad ad surna i headinu.

Djøfull er gott ad hafa strid svona thegar madur er ad læra stridsglæparett. Alltaf einhver alitaefni ad koma upp. USA ad brjota adal regluna, bannad ad bøgga riki nema i sjalfvørn eda skv. alyktun øryggisradsins, og Irakar bara nanast allt sem hægt er ad brjota. Nu ætla eg ad reyna ad vera malefnalegu? Æ nei thad er ekkert gaman. Eg er alltof sur i dag, eg veit ekki hvad er ad gerast. Mer finnst reyndar Saddam dalitid spennandi gaur, hann er svo sjarmerandi.

Hvad valdi folk ser i kjørgreinavalinu, hvalinu.
Rannsóknir á stofnfrumum* – Livets ukrænkelighed?

Undirritud sótti afar áhugaverdan málfund á vegum ELSA í gærkvøldi, um stofnfrumur og sidferdileg álitaefni theim tengd. Í panel sátu líffrædi-, laga- og heimspekiprófessorar, auk fyrrverandi formanns Det Etiske Råd (stórskemmtilegur; kominn yfir sjøtugt og er á 1. ári í lagadeild KU). Fundurinn var vel sóttur og umrædurnar eldheitar!

Í vikunni samthykkti Folketinget ad rýmka til muna heimildir vísindamanna til rannsókna á slíkum frumum. Ádur var thad adeins leyfilegt, ad fengnu samthykki vísindanefndar, í thví augnamidi ad bæta (tiltekna) tækni í tengslum vid barneignir. Nú verdur hins vegar heimilt (ad uppfylltum sømu skilyrdum og ádur) ad framkvæma slíkar rannsóknir í theim tilgangi ad auka thekkingu og sigrast á sjúkdómum, yfir høfud.

Mørgum thykir of langt gengid í frjálsrædisátt og telja óásættanlegt ad mannslífid sé thannig hlutgert. En hvenær skapast líf? Hvenær ødlast fóstur/fósturvísir móralskan status? Gerist thad smám saman eftir thví sem lídur á medgønguna, eda er hann fullkominn frá upphafi; allt frá frjóvgun? Spekúlantar eru svo sannarlega ekki á eitt sáttir um thad. Løggjafinn hefur thó t.d. ordid ad taka formlega afstødu ad thessu leyti í tengslum vid fóstureydingar. Thær eru heimilar, líkt og heima, (sem e.k. "neydarúrrædi") fram á 12. viku medgøngu. Af hverju 12. viku?! Er eitthvad frábrugdid vid ad deyda 12 vikna fóstur, sem á jafnmikla møguleika á ad verda ad einstaklingi, en t.d. 18 vikna? 30 vikna? (Ungabarn, ef út í thad er farid?)

Rétt konunnar til ad ráda yfir eigin líkama og lífi tharf ad vega upp á móti rétti frjóvgads eggs/fósturvísis/fósturs til lífs. Nú verd ég ad taka fram ad sú sem thetta ritar telur 3ja mánada mørkin í sjálfu sér hæfileg; fóstureyding er sjálfsagdur réttur konunnar - sem valkostur, í neyd - og línuna verdur ad draga einhvers stadar. Røkin fyrir thví ad draga mørkin hér en ekki thar eru thó engan veginn skýr; hvorki líffrædilega né heimspekilega.

En hvad med stofnfrumurnar? Skv. løgunum er adeins heimilt ad rannsaka slíkar frumur sem konur í tæknifrjóvgunarmedferd gefa til slíkra rannsókna (svokøllud overskydende æg). Thad er sumsé ekki heimilt ad rannsaka hvada stofnfrumur sem er. (Ég velti thví nú reyndar fyrir mér hvort slíkar stofnfrumur séu á einhvern hátt lakari ad gædum en adrar?! Fyrst vid erum ad thessu á annad bord; væri ekki edlilegra ad rannsaka "kvalitets-egg"?!) Vid erum ad tala um 5-7 daga gømul (frjóvgud) egg, sem svo má rannsaka thar til thau eru 14 daga.

Ef stofnfrumurannsóknir munu leida til thess ad lækning finnst vid einhverjum af theim tugum og hundrudum af ólæknandi sjúkdómum sem plaga heimsbyggdina (sem er næsta víst, thrátt fyrir ad thad verdi kannski ekki á allra næstu árum) - er thá ekki réttlætanlegt ad heimila thær, ad vissum skilyrdum uppfylltum? Thrátt fyrir ad um sé ad ræda "líffrædilegan massa" sem ella yrdi ad mannveru?!

Thad er aftur á móti annad mál í hvada tilgangi stofnfrumurannsóknir ættu ad fara fram. Viljum vid t.d. heimila thær í theim tilgangi ad thróa hrukkukrem?! Eda einskorda thær vid baráttuna gegn sjúkdómum? Í Bretlandi er skilyrdi ad um alvarlega (ólæknandi) sjúkdóma sé ad ræda - en hvad er alvarlegur sjúkdómur?

Klónun má flokka í tvennt; annars vegar getur tilgangurinn verid ad skapa eftirmynd af mannveru (reproduktiv kloning) og hins vegar í tengslum vid medferd sjúkdóma (terapeutisk kloning). Vid erum væntanlega øll sammála um ad hid fyrrnefnda sé tabú - eins og althjódlegir sáttmálar kveda á um. Hid sídarnefnda er á hinn bóginn í fyrsta lagi hreinlega óumflýjanlegt á tímum óthrjótandi møguleika og thróunar tækninnar, og síaukinna krafna almennings til betri og meiri lífsgæda, og í annan stad hlýtur ávinningurinn ad verda meiri en tapid? Ef overskydende eggin enda ekki í petri-skál á rannsóknarstofu fara thau bara forgørdum annars stadar...

Thad er ljóst ad sidferdilegar grundvallarreglur tharf ad virda og vidra í sambandi vid líftæknina og hinar øru framfarir á thví svidi. Regluverkid tharf ad vera klárt og eftirlit strangt. Thad verda alltaf til einstaklingar sem eru tilbúnir til thess ad ganga einu skrefi lengra en adrir.

P.s. Var ekki kominn tími til ad vera málefnalegur á studjuris?!!

siggapje@hotmail.com


* Stofnfrumur eru (á mannamáli) frumur sem ekki enn eru sérhæfdar; eru á thví stigi ad geta ordid ad hvers konar frumum (húdfrumur / taugafrumur / og hvad thetta heitir nú allt saman)...

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Ég dreymdi í nótt að það væri búið að skera mig upp og fjarlægja úr mér heilann. Það var alveg ekki gott. Það versta við það var að ég virtist ekkert þurfa á honum að halda! Hvað ætli þetta þýði?
6 dagar i fyrirheitna landid
Tóta fardu bara og bankadu upp a hja glugganagrønnum thinum, thad gæti skapad skemmtilega undarlega stemmningu. Eg a svona skemmtilegan glugganagranna, thad er kall sem er alltaf i jakkaføtum a fimmtugsaldri, hann byr a thridju hæd a moti mer, hann fer ekki ur simanum synist mer og hann stendur alltaf ut i glugga og horfir beint fram. Kannski eg bjodi honum i kaffi eda bjor. Annars er eg buinn ad eiga afengislausa viku, viti menn, eg verdlaunadi mig i gær med thvi ad elda mer hamborgara. Eg ætla nu samt ekki ad eiga afengislausa viku thvi eg ætla i party a laugardaginn til ad fagna thvi ad eg verd buinn med ritgerd tha, vonandi.

Annars eru bara nokkrir dagar i Helsinki, loksins kemst eg til fyrirheitna landsins. Thad verdur surt ferdalag. Fer 9. til Helsinki, 13 i ferju til Stokkholms, um morguninn 14 flyg eg til Køben og kl 16 samdægurs fer eg til Haag i rutu. Kem heim 18 fra Amsterdam.

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Tóta, annað hvort er gellan á móti afbrýðissöm af því að kærastinn er farinn að horfa of mikið á þig, EÐA að maðurinn með hundinn sem að býr við hliðina á þér (æi þú veist, þessi sem stal kaffinu þínu) er dóni!!!
Glugganágrannar

Þar sem ég bý niðrí miðbæ Aix er gatan sem ég bý við frekar þröng. Ein af afleiðingunum er sú að ég á fullt af svona glugganágrönnum í húsinu á móti. Ég er nú þegar búin að kynnast nokkrum þeirra úr fjarlægð og mynda mér ýmsar skoðanir og hugmyndir um þá og þeirra líf. Ég reyni nú samt að rýna lítið :).
Ég hef tekið eftir því að undanförnu að nágrannarnir sem búa á sömu hæð og ég beint á móti hafa ekki opnað hlerana sína ansi lengi. Ég var farin að hallast að því að þau væru bara farin eitthvað í frí. En svo tók ég eftir því að það var ljós inni hjá þeim í gær...Þá var mér hugsað til sögu sem ég heyrði frá einum Aix-búa sem ég þekki. Hann hafði leyft vini sínum að gista í sófanum heima hjá sér í einhvern tíma. Vinurinn “overstayed his welcome”, svaf á sófanum í 2 mánuði og leyfði kærustunni að sofa þar líka. Það sem var verst við þetta fyrirkomulag var að í stofunni voru engir hlerar fyrir gluggunum og því urðu glugganágrannar oft vitni að dodo-æfingum kærustuparsins...sem kusu helst dagtíma til æfinganna. Eftir smá tíma hættu nágrannarnir að opna gluggahlera sína og svoleiðis var það í næstum tvo mánuði!
Þó svo ég hafi ekki verið með neinar dodo-æfingar hef ég verið að velta fyrir mér hvort ég fari eitthvað fyrir brjóstið á þessum nágrönnum mínum. Verandi náfölur íslendingur í útlöndum, hef ég nefnilega verið dugleg við að fara í sólbað á rúminu mínu inní íbúðinni minni (já ég er svo heppin að sólin skín beint inn til mín). Þar sem ég er inni hjá mér og hef haldið að enginn sjái mig, hef ég verið ansi fáklædd. Getur verið að ég sé umtalsefni í matarboðum hjá nágrönnum mínum? Er ég þessi vandræðalega föli rauðhærði nágranni sem virðist ekki geta haldið mér í fötunum, sbr. ugly-naked-guy?
Ætli það séu einhverjar óskráðar reglur um það hvernig maður eigi að haga sér sem glugganágranni?

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Heyridi hvar er Gudjon, er hann horfinn? hann svarar ekki simanum sinum ne e-mailum.

Ertu alveg kol Svana. Eg myndi aldrei gera neitt slikt. Eg myndi hjola nakinn.