mánudagur, febrúar 28, 2005

Leigusalinn minn - “káta ekkjan”

Þegar undirritaður ákvað að stunda nám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, hafði honum verið sagt að það erfiðasta við komuna til borgarinnar væri að finna sér húsnæði. Undirritaður var því sérlega ánægður þegar hann var svo heppinn að fá jákvæð viðbrögð við fyrstu fyrirspurn um herbergi, sem hann sendi með tölvupósti. Um var að ræða 14 fermetra herbergi við Gunløgsgade á Islands Brygge, með frírri nettengingu, hita og rafmagni, auk aðgangs að stóru eldhúsi. Undirritaður stökk því á fyrrnefnt herbergi og var kampakátur með afraksturinn. Fljótlega fór honum þó að berast alls konar undarlegur tölvupóstur frá leigusalanum sem virtist sendur um miðja nótt. Um var að ræða ýmis konar tilfinningasemi og persónlegar frásagnir sem undirrituðum fannst ekki koma sér við…

Hvað um það, -undirritaður vissi vel að ef honum tækist ekki að útvega sér húsnæði áður en hann kæmi myndi Kaupmannahafnarháskóli finna húnsæði fyrir hann, enda barst honum tilboð frá þeim um leiguhúsnæði við Iranvej úti í rassgati á Amager (við hliðina á Koreavej) og eflaust í einhverju Tyrkjagettói. Hann gat því glaður afþakkað það tilboð, enda nú staðsettur á Islands Brygge.

Þegar undirritaður lenti svo á Kastrup var leigusalinn svo vinalegur að sækja hann á þangað. Í bílferðinni á leiðinni á verðandi íverustað undirritaðs fannst honum sem hann fyndi áfengislykt af leigusalanum. Þegar heim var komið tók hundur leigusalans á mót undirrituðum með fögnuði. Var því næst sest niður með rauðvínsflösku og spjallað við leigusalann um heima og geima. Tók undirritaður eftir því að leigusalinn virtirst ekki ölvast neitt þrátt fyrir að stúta hálfri flösku ásamt honum á tæpri klukkustund. Hér benti því margt til að um æfða drykkjumanneskju væri að ræða.

Undirritaður var fyrsta mánuðinn að mestu einn í allri íbúðinni, þar sem leigusalinn býr í einhvers konar “kolonihave” á sumrin. Leigusalinn hafði leyft undirrituðum að nota tölvu sína meðan hann væri að standsetja sína (kaupa netkort, snúru o.fl.), enda væri hún ekki á svæðinu. Eftir um tíu daga fór undirrituðum að berast alls konar miðar frá leigusalanum, til dæmis um að hann mætti ekki nota tölvuna og alls ekki horfa á sjónvarpið!! Fannst undirrituðum þetta fremur leiðinlegt þar sem hann hafði hvorugt ennþá sjálfur, og undarlegt að manneskja sem ekki væri á staðnum væri að koma með svona tilgangslausar athugasemdir.

Svo flutti leigusalinn inn á síðari hluta septembermánaðar, nánar tiltekið á sunnudegi. Var undirritaður að lesa námsbækur þegar hann heyrði leigsalann koma inn síðla kvölds. Ákvað hann að skreppa fram og ná sér í vatn, en sá þar leigusalan sitjandi miður sín af drykkju. Bauð undirritaður þó gott kvöld og fór með létt gamanmál, en einu viðbrögðin sem hann fékk þá frá leigusalanum voru: “hrrrrrrrhrhrrr…!” Eflaust geta menn átt sína misjöfnu daga, en þó fannst undirrituðum merkilegt þegar nákvæmlega það sama gerðist mánudagskvöldið á eftir, um tólfleytið, og nákvæmlega sama hljóð heyrðist í leigusalanum. Skrítin danska sem þessi leigusali talar hugsaði undirritaður og enn undarlegra þótti honum að vita að leigusalinn átti að vera mættur til vinnu klukkan átta daginn eftir! Þess ber að geta að hún vinnur sem læknaritari hjá heimilislækni í nágrenninu.

Á miðvikudegi vinnur leigusalinn frá klukkan tvö um daginn til sex, og fær hún sér alltaf nokkra bjóra áður en hún mætir til vinnu, og þegar hún kemur heim heldur hún áfram að þjóra, oft ein með hundinum sínum.

Þegar leigusalinn er hvað kátastur einn í drykkjunni finnst henni gaman að setja sænska sixtiestónlist á grammafóninn og byrjar að dansa ein í stofunni. Í þessu ástandi hleypur hundstíkinn alltaf bæld inn í svefnherbergi og hjúfrar sig undir sængina. Neyðir hún undirritaðan stundum til að hlusta á nokkur lög og er alltaf jafnundrandi yfir því að undirritaður skuli ekki þekkja tónlistina. Þegar hér er komið sögu er líka stutt í að leigusalinn drepist uppi í sófa.

Eitt sinn var undirritaður að borða kvöldmat um tíuleytið og að horfa á sjónvarp, sem komið var fyrir í eldhúsinu. Leigusalinn var inni stofu að hamra í sig rauðvíni og horfa á sjónvarpið og ekki með neinn hávaða. Svo tekur undirritaður eftir því að leigusalinn laumar sér hljóðlega framhjá honum í áttina að svefnherberginu. Um klukkan tólf ákveður undirritaður að fara inn á bað áður en hann fer í háttinn, opnar dyrnar að baðinu og sér þar hvar leigusalinn hefur drepist á klósettinu!! Ekki séns fyrir undirritaðan að bursta tennurnar það kvöldið…

Leigusalinn er einnig nokkuð hress í karlamálum, en hún hefur verið ekkja í tæp tvö ár. Undirritaður minnist sérstaklega þess þegar hann var að læra til klukkan tvö um nóttina með tónlist í eyrunum og heyrði hann því ekki neitt sem gerðist frammi. Um þetta leyti þarf undirritaður að fara fram til að kasta af sér vatni inni á baði. Þegar hann opnar baðherbergisdyrnar blasir ekki við honum fögur sýn: nakinn, lávaxinn, visnaður, Marokkómaður sem var um þrítugt (tuttugu árum yngri en leigusalinn). Eftir þessa sýn fékk undirritaður vægt áfall og þurfti að jafna sig inni í eldhúsi. Ekki tók þá betra við þegar pervisni Araba-bedúína-semíta-berba-viðbjóðurinn með umskorna tittlinginn, færði hundinn inn í svefnherbergi með leigusalanum og læsti að. Skemmtilegur þríleikur það (d. trekant)!

Sem betur fer hætti leigusalinn með Marokkóbúanum, þegar það rann upp fyrir henni að þessi atvinnulausi maður (sem sagðist reyndar hafa verkfræðipróf frá Spáni!) væri bara afæta á henni. Eftir sambandsslitinn sagði leigusalinn undirrituðum að Marokkóbúinn sæti um hana (e. stalker) og ég mætti ekki undir neinum kringumstæðum hleypa honum inn í íbúðina!

Eitt sinn þegar undirritaður var að lesa fyrir próf á sunnudegi í desember síðastliðnum, en prófið var tveimur dögum seinna, tók hann eftir því að leigusalinn kom heim um sexleytið lömuð af drykkju helgarinnar og lagðist því til svefns fyrir framan sjónvarpið. Undirritaður lærði fram á nótt og lagðist til svefns með eyrnatappa í eyrunum um fjögurleytið. Um tveimur tímum seinna vaknar undirritaður með andfælum þegar hann heyrir kvenmannsrödd hrópa fyrir utan og trylltan hund leigusalans geltandi um alla íbúð. Var það leigusalinn sem stóð úti á götu í sloppi einum fata og hafði læst sig úti. Hafði hún sumsé vaknað klukkan fimm að morgni mánudags og ákveðið að taka til, farið út með ruslið og óvart læst á eftir sér. Sagði hún mér síðan að hún hafi verið búinn að hrópa um nokkurt skeið áður en undirritaður hafi rankað við sér (enda með eyrnatappa). Eflaust hefur hún vakið um það bil fimmhundruð manns í nágrenninu með þessu uppátæki!

Í stuttu máli má segja að leigusalinn minn sé frekar ógæfusöm kona, en þó hefur hún í það heila frekar jákvætt viðhorf til lífsins og baráttuvilja. Þótt hún stígi ekki í vitið er hún með húmorinn í lagi, hlær mikið og gerir að gamni sínu. Þó hún drekki daglega, myndu ekki allir Danir fallast á að hún væri áfengissjúklingur, þó hún væri það tvímælalaust samkvæmt íslenskri skilgreiningu (enda engir vökvar í ískápnum hennar nema áfengir). En hún á sína góðu spretti af og til og stundum gaukar hún að undirrituðum ókeypis bjór!

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Hyttetur í Stenløse

Hefðbundið er að skiptinemar í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla haldi saman í hyttetúr í hina dönsku “sveit” á hverju misseri, sbr. ferð til Søllerød á síðasta misseri. Undirrituðum fannst talsverð pressa hvíla á sér að þessu sinni þar sem hann átti einhvers konar bjórdrykkjumet frá fyrri hyttetúr. Helstu drykkjuboltar ákváðu að hittast áður á fredagsbar í Jurahuset og hita upp áður en haldið væri í ruglið. Án þess að nafngreina einstaka skiptinema er hressasta liðið án efa frá Spáni, Hollandi, Noregi, Skotlandi og Frakklandi. Sérstaklega verður að benda á súran húmor Spánverjanna, sem margir kannast við ómengaðan í myndum á borð við Torrente og Torrente II. Spánverjunum er ekkert heilagt og þar sem þeir mæta Íslendingum í glasi á húmorinn til að ná ómældum hæðum í rugli, brenglun og pervertisma.

Eftir um klukkutíma fordrykk á fredagsbarnum var haldið í rútu til Stenløse í svokallaða Polarhytte, sem er víst venjulega skátaheimili. Það var því athyglisvert að í eldhúsi í þessu skátaheimili mátti finna öskubakka, staupglös og ógrynni annarra vínglasa. Eflaust gaman að vera skáti í Danmörku. Undirritaður gladdist óumræðanlega þegar stúlka ein spurði vinkonu sína hvort ekki væri sauna í bústaðnum, enda þá öruggt að um ekta Finna var að ræða og reyndist það svo vera undirrituðum til mikilar gleði. Einnig voru þarna tveir glensaðir Norðmenn og þar af stúlka sem undirritaður þekkti af norrænum vikum og því verseruð í norrænum drykkjusöngvum.

Undirrituðum þótti sérlega leiðinlegt að hlusta á negrarapp spilað hátt undir kvöldborðhaldi sem er sérlega slæmt fyrir meltinguna. Tók hann því til bragðs að bomba Laibach undir geislan og freista þess að láta henda sér út. Merkilegt var að enginn tók eftir því að þungarokk var komið í græjurnar og þótti undirrituðum sorglegt að enginn gerði greinarmun á laginu “Leben ist leben” með hinum slóvensku Laibach og “24 niggaz in da house” með einhverjum skrælingjum…

Eftir borðhald var farið í ýmsa drykkjuleiki. Þar bar hæst að þriggja manna lið undirritaðs og þeirra sem meðal annars tóku þátt í fordrykk á fredagsbar, tókst að sigra sex manna lið viðvaninga í vodkastaupdrykkju. Síðar um kvöldið hópuðust Skandinavarnir saman úti í við borð eitt til að sýna norræna samstöðu í drykkju og sprelli. Skemmtilegt var að þegar undirritaður tók “av med bukserne” til að lofta um lærin hljóp norska stúlkan sem fætur toguðu í burtu. Þótti undirrituðum sem henni hefði ekki líkað þessi sýning og hún þurft að kasta upp í kjölfarið. Svo reyndist sem betur fer ekki vera því hún vildi einungis ná í myndavél til að ná atburðinum á stafrænt form og var það hið sjálfsagðasta mál.

Þegar undirritaður var kominn á bjór númer þrjátíuogsex samkvæmt skráningarlista við bjórdæluna ákvað hann að upplagt væri að taka “av med bukserne m.m.” og kenna öðrum það sama. Fór því undirritaður ásamt nokkrum öðrum upp á borð við dansgólfið og sýndu þeir listir sínar. Flestum fannst þetta gott flipp, en nokkrar saklausar þýskar stúlkur hlupu grátandi inn í herbergi sín og sáust ekki aftur það sem eftir var ferðarinnar. Haldið var til hvílu seinna um nóttina.

Um tíuleytið á laugardagsmorgni eftir morgunmat var farið í ratleik, og var það sérlega viðeigandi í því þynnkuástandi sem grúfði yfir mannskapnum. Flestir lögðu sig eftir þetta til að vera hressir fyrir kvöldið, en þá var svokallað galaþema undir borðhaldi. Undirrituðum þótti því við hæfi að taka með sér nokkur norræn heiðursmerki, sem honum hefur áskotnast í gegnum tíðina við mikla aðdáun kvenþjóðarinnar. Undir borðhaldi áttu menn að fylgja hinum ströngustu borðsiðum siðmenntaðra þjóða. Hver karlmaður hafði sína borðdömu sem hann skyldi sinna og vera hinn prúðasti og áttu flestir auðvelt með það, þrátt fyrir að koma frá barbaraþjóðum.

Eftir borðhald sá undirritaður fram á að enginn myndi, á laugardagskvöldinu, ná að slá við því bjórdrykkjumagni, sem hann hafði náð á föstudagskvöldinu. Einungis þurfti hann að innbyrða um tíu bjóra til að vera öruggur. Ákvað hann því að vera flippaður og setja upp Jesúbindi á haus. Lagðist hann síðan í ókeypis hvítvíns og tekílastaupdrykkju ásamt Skandinövunum sem sungu nú ákaft norrænar drykkjuvísur á borð við:

Solen den går upp och ner, doda, doda
Jag skall aldrig supa mer, hey doda dey.
Hey doda dey, hey doda dey.
Jag skall aldrig supa mer, hey doda dey.

Meeeeeeen (en, to, tre…), detta var ju inte sant, doda, doda,
I morgon gör jag likadant, hey doda dey.
Hey doda dey, hey doda dey.
I morgon gör jag likadant, hey doda dey.

Aurinko menee ylösalas, dudaa, dudaa
Enkä minä enää koskaan ryyppää, hei duda dei.
Hei duda dei, hei duda dei,
enkä minä enää koskaan ryyppää, hei duda dei.

Seinna um kvöldið var meðal annars farið í ýmsa spilastrípileiki, t.d. þann þegar sá sem dregur lægsta spilið verður að fara úr að neðan eða ofan, ef um stúlku er að ræða. Sérlega skemmtilegur leikur og sem vekur alltaf lukku. Undirritaðu hélt sig þó að mestu leyti í fötum það sem eftir var kvölds. Svo var dansaður trylltur dans fram undir morgun.

Á sunnudagsmorgni var ekkert eftir nema að taka til, en einnig var gestunum boðið að hirða með sér heim það sem afgangs varð af mat og öðru gagnlegu. Undirritaður hafði því með sér fimm lítra flösku af eggjum (!), um fimmtíu sprittkerti, tuttugu penna, malað kaffi, plaststaupglös o.fl.

Var þetta hin skemmtilegasta ferð og eru verðandi skiptinemar í Kaupmannahöfn hvattir til að mæta og vera þjóð sinni til sóma.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Litið við í Árósum.

Undirritaður tók þátt í norrænu vikunni í Árósum helgina 11. til 13. febrúar. Á fimmtudeginum áður ákvað undirritaður að taka því rólega, slappa af og vera frískur og ferskur, enda átti hann bókað sæti með Árósarlestinni föstudagsmorguninn um áttaleytið. Fljótlega á fimmtudeginum var þó fyrirsjáanlegt að ekkert yrði af fyrrnefndum fyrirheitum, enda hefur undirritaður ekki misst út djamm á fimmtudegi hér í Kaupmannahöfn síðan einhverntímann í október. Helgast það aðallega af því að á fimmtudögum er happy hour allt kvöldið á The Moose (Sværtegade 5, tel. nr. 00 45 3391 4291).

Fyrr um kvöldið át undirritaður afrískan mat með öðrum skiptinemum á Restaurant Riz Raz. Var það mál manna þar að maturinn hefði verið heldur óspennandi, enda samanstóð hann aðallega af hvers konar baunaréttum og spínatgumsi, og gott ef speltbrauð var þarna líka á boðstólunum. En þessu á maður von á ef maður fer á veitingastað sem býður uppá þjóðarrétti þjóða á borð við Eþíópíu og Sómalíu, sem búa við hungursneyð. Þaðan var haldið á hinn rómaða kaffistað Robert’s Coffee sem er Íslendingum að góðu kunnur. Að svo stöddu gat undirritaður ekki neitað boði um partí hjá skoskum skiptinema sem þekktur er fyrir gott blek, en heima hjá honum var ógrynni víns. Þaðan héldu menn svo í partí í Handelsskolen (sbr. “bösser i Handelskolen”).

Upphaflega ætluðu dyraverðir að meina undirrituðum aðgang að samkomunni þar sem hann var ekki með skólaskírteini. Tókst undirrituðum þó að komast inn með því að sýna ljósritunarkort sitt og bæta við nokkrum vel völdum orðum á dönsk/ensku. Þar inni var helst til tíðinda að kanadískur ofurblekaður kunningi undirritaðs tók sér gervi Michaels Jackson á dansgólfinu (hann gerðist þó ekki ástleitinn við fermingardrengi að vitað sé) og sýndi ótrúlega takta. Þaðan var svo haldið í almennt blek á The Moose þannig að undirritaður var ekki kominn heim fyrr en um hálffimm um nóttina og átti þá eftir að pakka. Undirritaður vaknaði því klukkan tíu föstudagsmorguninn og missti af lest sinni. Tók undirritaður því umsvifalaust leigubíl á Hovedbane og bókaði sig (enn vankaður af drykkju gærkvöldsins) með næstu lest til Árósa.

Um eittleytið stanæmdist lest undirritaðs á lesstarstöðinni Århus H, og þar tók á móti honum hr. StebbiKalli, tengiliður og hýsill undirritaðs í Árósum. Eftir stutt stopp í bjórverslun bæjarins og stutta yfirlitsferð um helstu gatnamót og flöskuhálsa í umferðarmenningu borgarinnar sá undirritaður glitta í nokkra kunnuglega Skandinava þar sem þeir stóðu fyrir utan hið nýja stúdentahús háskólans og strompuðu vindlinga í gríð og erg. Sérlega ánægjulegar þótti undirrituðum móttökur Jörgens frá Tromsö þegar hann söng lagið “Iceland über alles” fyrir hann við komuna. Þegar inn var komið blasti við allt hið venjulega stóð sem tekur þátt í norrænum vikum. Ótrúlegt til þess að hugsa að um og yfir 20.000 manns stundi lögfræði í Skandinavíu en einungis þeir sömu 60-70 manns séu á þessum norrænu vikum!

Eftir hefðbundna fagnaðarfundi var haldið á fredagsbar þeirra laganema í Árósum. Sá fredagsbar er ekkert smáræði, enda um 300 manns á staðnum og allir meira og minna að hamra í sig. Undirritaður gerði hr. StebbaKalla þann grikk að gefa honum ör-flösku af íslensku brennivíni í afmælisgjöf, sem hann var ákaft hvattur til að stúta í einu lagi, sem hann og gerði af miklum myndarskap. Eftir þar sýndi hr. StebbiKalli sýnar bestu hliðar í söng og hressleika og stóð fyrir “never above you” stund með öllum viðstöddum sem tóku undir. Auk þessa tókst þeim félögum að pína plötusnúð staðarins til að spila lögin “Animalia” og “Voulez Vous” í útsetningu HAM við “gríðarlegan fögnuð viðstaddra”. Hætt var við að freista þess að spila Dimmu borgir í græjunum enda hefði þá öll hersinsing ælt samstundins og rekið undirritaðan úr Árósum. Á fredagsbar átti undirritaður gott samtal við Antti frá Helsinki þar sem þeir ræddu meðal annars um það hugtak að sjá ofskynjanir eftir mikla brennivínsdrykkju. Antti var alveg með á hreinu hvað undirritaður var að meina og tjáði honum að þeir í Finnlandi kölluðu þetta hugtak “að sjá eðluna” (e. to see the lizard, en fyrrnefnt hugtak á eftir að koma við sögu síðar.) Eftir að undirritaður hafði klárað þá átta bjórmiða sem honum var úthlutað og eftir víðtæka söngæfingu með norrænu gestunum var haldið í matarboð (d. sittning) á annarri hæð fredagsbarsins.

Þegar þangað kom héldu undirritaður og hr. StebbiKalli einka-forkokteil þar sem þeir stútuðu saman heilli rauðvínsflösku á um þremur mínútum, enda orðnir þreyttir á sífelldu bjórþambi. Á sittning fór fram hefðbundin dagskrá með tilheyrandi kynfærasýningum Albins Bromans o.fl., auk þess sem nokkrar íslenskar stúlkur sýndu mátt sinn og megin og snéru einn norræna gestinn niður og gerðu vel við hann láréttann með ýmis konar stimplum á vissa líkamsstaði, án þess að því sé nánar gert skil. Vala var einnig svo heppinn að sitja hjá dreng einum frá Noregi sem drapst við hlið hennar undir borðhaldi. Eftir það gekk Norðmaðurinn undir nafninu Halli. Að borðhaldi loknu ákvað hr. StebbiKalli að mellandö úti í horni og fékk undirritaðan og Oslo-Kathrine til að vera sér til samlætis, enda eru þau bæði atvinnumenn á þessu sviði. Var þetta ágætis mellandö stund. Hófst nú loksins blekið fyrir alvöru er norrænir gestir hófu að dansa uppi á borðum, gyrða niðrum sig, hamra óhóflega í sig, sýna kynvillutilburði á dansgólfi, deyja rísa og deyja á ný og halda svo á fyllerí! Undirritaður, stud. juris, fór svo í óvissuferð í leigubíl til hýsils síns, hr. StebbaKalla um klukkan fjögur um nótt.

Að morgni laugardags litu undirritaður og hr. StebbiKalli út um glugga og sáu í fyrsta sinn snjó í Danmörku, -bókstaflega yfir öllu. Þar sem Danir eru óvanir hvers konar snjó, hversu lítið sem af honum er, lögðust meira og minna allar samgöngur niður í Árósum. Þó náðu þeir félagar með nokkrum ólíkindum leigubíl heim til Brians Jacobsens, en þaðan héldu karlkyns norrænir gestir í rakstur á klassískri rakarastofu. Vel hefði farið á því að norrænar stúlkur hefðu einnig farið í rakstur á sama stað, en það varð þó ekki. Hins vegar var þetta hinn mesti karlastaður, bjór og Cognac fljótandi yfir öllu, jass í græjunum og klámblöð með (rökuðum) stúlkum á borðum. Eftir að hafa verið blóðgaður í andliti með alvöru rakhníf hélt hersingin í forkokteil á lögmannstofuna Bech-Bruun-Dragsted (lesist dragstaður hahaha…!). Stúlkur töfðust nokkuð og komu aðeins seinna en drengir, en þótt biðin hafi verið óþreyjufull um sinn, var þeim fyrirgefin seinkunin umsvifalaust, enda óvenjulega fríðar ásýndum og í galaklæðnaði. Eftir að hópurinn hafði hamrað í sig, hlustað á fádæma góða ræðu eins eigenda lögfræðisstofunnar og rænt nokkrum vínflöskum voru menn tilbúnir að halda á árshátíðina.

Þegar þangað var komið tóku á móti undirrituðu nokkrar smápíkur með tilheyriandi trompetblæstri og trumbuslætti. Undir borðhaldi fóru fram hefðbundnir konferansar inni á klósetti, undir borðinu, á ganginum og úti í andyri. Tilheyrandi söngvar sungnir um allt frá kymökum við dýr til kynmaka karla við Rickard Erikson frá Gautaborg (“…og han er bög, og han er bög…”). Aldrei hefur undirritaður sótt jafn afslappaða árshátíð og mættu skipuleggjendur árshátíðar Orators taka sér Árósarárshátíðina sér til fyrirmyndar. Milli aðalréttar og eftirréttar fór svo fram hefðbundið mellandö með undirrituðum og Oslo-Kathrine, sem er nú orðinn klassíker á norrænum vikum. Var þetta hin besta skemmtan í það heila. Undir lokinn tókst undirrituðum að kaupa þrjár rauðvínsflöskur á um það bil tuttuguogfimm mínútum. Varð þetta meðal annars til þess að undirrituðum var ekki hleypt inn í eftirpartí á skemmtistað nokkrum sökum ölvunar. Rölti hann því á milli staða í leit að rugli, hitti nokkra Íslendinga og hélt loks heim á leið, enda mikilvægt að ná að minnsta kosti fjögurra tíma svefni fyrir sillis.

Þegar þeir félagar, undirritaður og hr. StebbiKalli vöknuðu ákváðu þeir að hringja í leigubíl í sillis, sem síðan kom ekki eftir einsoghálfs tíma bið. Var því strætó tekinn í örvæntingu og voru þeir mættir á staðinn tveimur tímum of seint. Í sillis er það til siðs að drekka nær eingöngu sterka áfenga drykki, enda síðustu forvöð að ná góðu bleki auk þess sem lifrin á það til að hafna öðrum vökvum þegar hér er komið sögu. Skemmtilegt þótti undirrituðum að sjá Jörgen hinn norska og Brian Jacobsen í bjarnarbúningum, báðir súrrandiblekaðir að sjálfsögðu. Farnar voru ýmsar ránsferðir og bar þar hæst frábær frammistaða íslenska Nylon-hópsins þegar þeim tókst að ræna áðurnefndum bjarnarbúningi Brians Jacobsens. Undirritaður náði einnig í tvö skilti, -á öðru stendur “Toiletterne” en á hinu “Rengöring” og prýða þau nú dönsk híbýli undirritaðs. Á leiðinni úr fyrrnefndum ránsleiðnagri kom undirritaður að Bjarka int.sek. þar sem hann lá dauður og slefandi í stigagangi einum. Það merkilegasta við þennan fund var samt að um leið og hann var vakinn aftur fór hann umsvifalaust í fimmtagír á ný og hélt áfram ruglinu.

Eftirsillis var haldið á Sherlock Holmes bar, þar sem Laust sýndi leikni sína í nuddi og Vala tók þá ákvörðun að mellandö, enda enginn hóruhús í nágreninu til að drepast á (vísun í Pragferð fyrir um ári síðan). Eftireftirsillis fór fram á Burger King, en þar sem rekstrarstjóra staðarins líkaði ekki söngur/ofurblekun viðstaddra og var stutt staldrað við þar. Haldið var svo á rútustöð Árósa og tekinn langferðabíll til Kaupmannahanfar. Á leiðinni tók undirritaður nokkur mellandö í röð, auk þess að tæma hálfa ginflösku og reynt að láta henda sér út við ýmis tækifæri.

Þegar heim í herbergi mitt var komið á Islands Brygge var komið tóku á móti undirrituðum áðurnefndar “ofskynjunareðlur” sem voru hans helsti félagsskapur fram eftir nóttu.

Var þetta á heildina litið hin besta skemmtan og mjög gaman að hitta aftur alla norrænu geðsjúklingana sem mættir voru. Fólk sem hefur það meira og minna að atvinnu að vera blekað og er gríðarlega þjálfað í að skemmta sér og öðrum.

Lifi Árósar.