laugardagur, maí 15, 2004

Bréf frá Aarhus!

Lesendur síðunnar geta fagnað aftur, þar sem eftir þó nokkurn dofa á þessari síðu er sjálfur Ari Karlsson kominn aftur til sinnar Alma Mater Aarhus og hefur því skrif aftur á síðunni eftir tæplega 5 mánaða bið.

Í gær var sjálfur Guðjón Ármannsson heimsóttur þar sem hann sat við stamborð sitt á háklassapubnum Bridgewater við Åboulevarden og sötraði bjór og fylgdist með brúðkaupinu konunglega. Var mikill völlur á kalli og fór hann með glens og gamanmál sem innfæddur. Var hann að ljúka prófi sem gekk afar vel og var hann sáttur með uppskeruna að vertíð lokinni.

Furðu mína vekur að Sigrún og Guðrún Finnborg hafi ekki séð sóma sinn í að skrifa á síðuna svo ekki sé minnst á Smárann i Leuven sem ekki hefur snert aðgang sinn til þess að miðla samnemundum sínum og vinum úr gnægtarreynslubrunni skiptinemans.

Púff.

Rétt er að nótera hér að ekkert var minnst á fjarveru Ólafs Ragnars í hinu konunglega brúðkaupi þrátt fyrir að þau tíðindi hafi verið yfirráðandi heima á Fróni í dægurmálaumræðunni sl. daga.

Jamm..

Það kemur ekki kunnugum á óvart að ég hefi þegar skandalíserað fólk mér alls óþekkt og óskylt, enda fallinn inn í þann dejlige pakke igen som en gammel dreng og udvekslingsstudent.