fimmtudagur, apríl 14, 2005

Leigusalinn minn (viðbót vegna stórtíðinda!)

Leigusalinn var rétt í þessu (klukkan 23:37 að staðartíma) að koma að máli við undirritaðan og tilkynna honum að hann mætti nota sjónvarp leigusalans sem staðsett er í stofu hennar. Var undirrituðum tilkynnt þetta á sama tíma og honum var tjáð að leigusalinn hygðist flytja í kolonihavet sitt næstu helgi. Verður þetta að teljast til stórtíðinda þar sem undirrituðum hefur verið algjörlega óheimilt að stíga fæti í umrædda stofu.

Að vísu var leigusalinn blekaður þegar undirrituðum var tilkynnt þetta, og hefði verið skynsamlegast fyrir undirritaðann að gera skriflegan samning um afnot af sjónvarpstækinu, sófanum í stofunni og nánasta vistkerfi í kring. Best við þetta allt saman er samt að nú getur undirritaður gengið um íbúð leigusalans nakinn og frjáls. Undirritaður er strax farinn að hlakka til.

Annars er á döfunni hjá undirrituðum móttaka á Þórði Sveinssyni hdl. annað kvöld og verður þá eflaust eitthvað gert sér til dundurs, t.d. spilað bridds eða kannski farið í flöskustút ef menn verða sérlega flippaðir.