miðvikudagur, apríl 28, 2004

Hvað er málið með ESB?

Ég hef ítrekað verið spurður að því af hverju Ísland er ekki í ESB, svarið er einfalt hvað þrjú lönd hafa það best í Evrópu...eru þau innan ESB?...nöh held nú ekki. Ég hitti franskan mann fyrir nokkru sem er mikill stuðningsmaður ESB og taldi að Ísland ætti að ganga inn í ESB, ég spurði hann af hverju og hann svaraði því með mjög einföldum hætti, af því að við ættum að gera það. Ég lagði því einfalda spurningu fyrir hann...hvað eiga Íslendingar að gera ef Ísland mun ekki stjórna fiskveiðum við strendur Íslands, benti honum m.a. á að án fiskveiða værum við nokkuð illa stödd. Eftir að hafa úrskýrt fyrir honum hversu margir raunverulega búa á Íslandi (ég er ekki að grínast en það tók smá tíma að sannfæra hann um að það búa ekki nokkrar milljónir á Íslandi) varð ég að útskýra hvers vegna við erum svona fá...tókst reyndar á endanum að sýna honum fram á að Ísland hefði ekki nokkurn skapaðan hlut að sækja til ESB. Hann stóð hins vega fastur á þvi að Tyrkland ætti alls ekki að koma nálægt ESB...þeir væri jú ekki Evrópumenn og hann vildi ekki sjá þá koma nálægt því sem tengist ESB. Ég skildi ekki alveg hvers vegna hann vildi ólmur fá Ísland í ESB en ekki Tyrkland Hann er ekki einn um þessa skoðun...ég spyr hefur svona hugsunargangur eitthvað með þessa skoðun að gera.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Forstjóri Makka allur

Áður en ég fór í skólann í gærmorgun las ég frétt um herferð McDonald's gegn ruslfæði. Þegar ég kom svo heim úr skólanum las frétt um að forstjóri McDonald's hefði látist úr hjartaáfalli. Málshátturinn sem fjallar um brunn og barn á kannski við hér. Hver veit?

sunnudagur, apríl 18, 2004

HOVEDRENGØRING

Í dag fór fram svokölluð hovedrengøring hér á kolleginu í Ravnsbjerg. Sameiginlega rýmið var þá tekið í gegn hátt og lágt. Töluvert gengur á í svona hreingerningu enda búa um hundrað manns í hverju húsi og allir verða að taka þátt. Myndaðist ágætis stemmning enda veit fólk að lágt leiguverð hér skýrist m.a. af því að íbúar sjá um öll þrif sjálfir.

Í þessu húsi bý ég

föstudagur, apríl 16, 2004

Í dag voru strætisvagnar Árósa skreyttir Danebro. Þegar ég mætti á fredagsbarinn var salurinn sömuleiðis skreyttur fánum og myndum af drottningunni. Tilefnið, Margrét drottning varð 64. ára í dag. Þennan sið vildi ég ekki á Ísland að breyttum breytanda.

Þetta orðalag "að breyttu breytanda" er líklega lögfræðilegasti frasi sem ég veit um. Langaði að prófa að nota hann svona einu sinni.


fimmtudagur, apríl 15, 2004

Popp á Baunum

Það þarf ekki að dvelja lengi í Danmörku til að uppgötva að Robbie og Justin eru í hávegum hafðir. Spilunin á þeim tveimur er alveg yfirgengileg hvort sem það er í útvarpinu, partýum eða á skemmtistöðum. Poppið er því allsráðandi hér í Danmörku a.m.k. í Árósum.

Sem dæmi um þetta þá fór ég um páskana í litið partý hjá Amir sem er "Íranadaninn" hér á ganginum. Amir er sá gaur hérna á kolleginu sem er hvað mest brútal. Brútalið kemur bæði fram í framkomu og skoðunum. Að vanda var Jesper vinur hans með honum. Jesper þessi lítur út eins og vaxtarræktarkappi og er víst á skilorði fyrir líkamsáras. Sáu þeir félagar um geislaspilarann þetta kvöld. Af þessu hefði mátt ætla að nú yrði rokkað. En það var sko aldeilis ekki. Á dæmigerðum klukkutíma í partýinu var tónlistarvalið eitthvað á þessa leið: Robbie, Justin, Justin, Robbie, Madonna, Robbie, Mickael Jacksson, Justin, Destiny childs, Robbie, Kim Larsen og Robbie. Poppið virðist þvi hvorki spyrja um stétt né stöðu og jafnt steratröll sem smástelpur elska Justin og Robbie.

Auk þessa vildi ég segja ykkur að sumarið er komið hér í Danmörku. Síðustu daga hefur verið glampandi sólskin og hitinn um 15 stig. Tók ég sérstaklega eftir því hjá dönskum Sigga storm í kvöld að veðrið á að vera óbreytt næstu daga. Það eru góð tíðindi fyrir Ravnerock en lestrarlega séð eru þau kannski ekki jafn góð.

På gensyn, Guðjón

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Rétt svar: Guðjón í Árósum

Já, hún Brynja mágkona mín hitti naglann á höfuðið og bar kennsl á Árósarbúann Guðjón Rúdólf. Nafni er músikant og helst þekktur á Íslandi fyrir lagið Húfuna sem var sannkallaður "hittari" síðasta sumar. Músíkpressan hér í Danmörku hefur ekki látið Guðjón fram hjá sér fara og má t.d. finna umfjöllum um hann á Basunen.dk og Musikpres.dk. Fjölmiðlamenn hafa líkt nafna við Björk en þeir hafa þó mestan áhuga á Húfunni. Um hana sagði kappinn við Basunen: "I år måtte Islandsk radio opgive at efterkomme alle de ønsker, der kom på at høre Hufan. Man løste situationen ved at spille den en gang i timen hele weekenden"

Samhengisins vegna er líklega rétt að rifja upp Húfuna. Lagið er trúlega þjóðfélagsádeila sem skírskotar til neysluhyggju landans. Fólk kaupir og kaupir hluti en týnir hreinlega öllu jafnharðan.

Húfan

Hvar'er hvar'er hvar'er húfan mín
Hvar er húfan mín, hvar er húfan mín
Hvar'er hvar'er hvar'er húfan mín
Hvar er húfan mín

Viðlag: Lalalalla.....

Hvar'er hvar'er hvar'er peysan mín
Hvar er peysan mín, hvar er peysan mín
Hvar'er hvar'er hvar'er peysan mín
Hvar er peysan mín

Hvar'er hvar'er hvar'er úlpan mín
Hvar er úlpan mín, hvar er úlpan mín
Hvar'er hvar'er hvar'er úlpan mín
Hvar er úlpan mín

Viðlag

Hver hefur tekið bomsurnar mínar
bomsurnar mínar, bomsurnar mínar
Hver hefur tekið bomsurnar mínar
Bomsurnar mínar

Viðlag

Hver hefur drukkið allan bjórinn minn
allan bjórinn minn, allan bjórinn minn
Hver hefur drukkið allan bjórinn minn
Allan bjórinn minn

Viðlag

Ég átti einhversstaðar viskíflösku
viskíflösku, viskíflösku
Ég átti einhversstaðar viskíflösku
Hvar er hún nú

Viðlag

Hvar'er hvar'er hvar'er konan mín
Hvar er konan mín, hvar er konan mín
Hvar'er hvar'er hvar'er konan mín
Hún var hér í gær

Nánar má kynnast Guðjóni á heimasíðum hans minimania.dk og krauka.dk
Síðbúin páskagetraun

Hvað heitir þessi maður og í hvaða borg býr hann?


Fornafn mannsins dugir og svör sendist á commentakerfið.

Kv. Guðjón í Árósum

mánudagur, apríl 12, 2004

Varúð, villidýr!!

Öryggi íbúa Jótlands er nú ógnað af óskilgreindu villidýri sem leikur lausum hala i þessu annars friðsæla landi. Skv. fréttum svipar þessu óargadýri til ljóns. Í samræmi við öryggishlutverk Studjuris munu fréttir af skepnunni og fórnarlömbum hennar birtast hér um leið og þær berast.
föstudagur, apríl 09, 2004

Road Trip

Síðastliðinn sunnudag lauk 13 tíma ferð frá París til Vínar í franskri limósínu sem nefndist Clio...þar sem ég var miklu stærri in hinir ferðfélagar mínir varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja í farþegasætinu lungan úr ferðinni og slapp að mestu við þrengslin afturí. Alla leiðina þurfti sá sem sat í miðjunni aftur í að beygja sig fram til þess að hinir tveir gæti setið uppréttir, svo var skipt um sæti með reglulegu millibili til að sá hinn sami þyrfti ekki að kveljast alla leiðina. Við gistum hjá fjölskyldu frakkans í hópnum og það er ekki hægt að segja annað en frakkar séu hinir bestu gestgjafar, eftir fátæklegan vetur í matreiðslu var heldur betur boðið upp á veislumat alla daga og þá varð mér ljóst hvers vegna íslendingar munu aldrei ná því meti að drekka mest áfengi allra þjóða, við þurfum heldur betur að taka okkur á ef við ætlum að vera best í því líka! Fjölskyldufaðirinn móðagaði finnann í hópnum allheiftarlega með því að halda því fram að foreldrar finnans hlytu jú að tala rússnesku...finninn var ekki ánægður, Rússland er vist ekki vinsælasta þjóðin í Finnlandi. Ég var næstum því búinn að dreifa þeirri sögu að aðalsportið á Íslandi væri að veiða ísjaka! Mér tókst reyndar að leiðrétta þann misskilning og benti gestgjöfum mínum á það að ég hefði sagt eitthvað allt annað...svona geta tungumálaörðugleikar komið skrýtnum sögum af stað, gæti mín betur í framtíðinni hvað ég segi.

Maður fer að hafa áhyggjur af Leuven/Uppsala-liðinu...fáar fréttir er oftast vísbending um óhóflegt sukk og svínarí...greinilegt að íslenskir laganemar aðhyllast ódýra bjórinn í Belgíu. Heyrði það að laganemar í Belgíu fá 500 € á mánuði fyrir praktikum/kúrsus og þeir eru skyldir að vinna í tvo ár áður en að þeir ljúka námi, er þetta satt??

Ég er reyndar ekki svo heppinn eins og Guðjón að hafa Ravnerock 2004 hér í Vín en í staðinn er stefnan sett á Aerodrome 2004 sem á að vera hér í Vín í byrjun júní ...
ég hélt að ég væri frekar flottur a því að komast á tónleika með Red Hot Chili Peppers, Metallica, Pixies, Korn og fleiri böndum en svo komst ég að því að ég er ekkert svo flottur á því þar sem flest böndin sem spila á tónleikunum koma til Íslands...jæja allavega þarf ég ekki að fara á marga tónleika heldur fæ þetta allt í einum pakka á tveim dögum.

Yfir til þín Guðjón!

Páskakveðja,
Eiríkur H.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ravnerock 2004

Ravnerock, Ravnerock er eitthvað sem íbúarnir hér í Ravnsbjerg tala stöðugt um. Fljótlega eftir að ég flutti inn spurði ég Danina hvað þetta Ravnerock væri eiginlega. Sögðu þeir mér að þetta væri vorhátið barsins hér á kolleginu. Hljómaði það ágætlega og sá ég fyrir mér lítið og nett húllumhæ áður en prófin byrjuðu. Hugsaði ég með mér að kannski yrði barinn skreyttur, boðið upp á ódýran bjór eða farið í pokahlaup og limbókeppni.

Nú hefur umræðan um Ravnerock hins vegar stigmagnast og er ég farinn að átta mig betur á hvað stendur til. Í gær fékk ég inn um bréfalúguna glæsilegan bækling um Ravnerock 2004 þar sem hátíðin er kynnt rækilega. Kom í ljós að um er að ræða massa dagskrá sem stendur yfir í tvo daga í lok apríl. Fara herlegaheitin fram á afgirtu grassvæði hér í grennd og er sala á armböndum til að komast inn á svæðið hafin. Ýmsar keppnir verða haldnar á milli eldhúsa þessa tvo daga og ber þar hæst fótboltakeppnina. Þrjár hljómsveitir ætla að spila og danskir uppistandarar munu grína í liðinu. Einnig kom fram í bæklingnum að skipulagning á local-skemmtiatriðum stæði yfir (íslenska atriðið er í vinnslu).

Það er því alveg ljóst að ekki er um neina meðal lautarferð að ræða. Samlíking með Uxa, Eldborg eða Þjóðhátíð ætti kannski frekar við, sérstaklega ef það rignir. Greinilegt er að Danirnir kunna að skemmta sér og láta ekki einhver kjánaleg vorpróf skemma fyrir.

Nú ætla ég hins vegar að fara að lesa um dauðarefsingar í USA. Því duglegri sem maður verður í apríl því skemmtilegra verður eflaust á Ravnerock.

Páskakveðjur, Guðjón

P.S. Þó það sé ekkert sérlega mikið stuð í Leuven eða Uppsölum þá endilega takið fram bloggpennann og skrifið á Studjuris. Eiríkur það er einnig kominn tími á þig.
Sigþór og Donna

Langri en skemmtilegri helgi lauk í gær. Hápunktur hennar var svo sannarlega heimsókn KB-Sigþórs og Fróða-Donnu til Árósa. Þau hjónaleysin verða víst seint talin mjög leiðinleg og var sérlega skemmtilegt að hitta þau. Takk fyrir mig.

föstudagur, apríl 02, 2004

Sparkfélagið Hekla

Í dag er ég með gríðarlegar harðsperrur en í gær fór ég á mína fyrstu æfingu hjá Sparkfélaginu Heklu. Hef ekki komist fyrr vegna þess að æfingarnar voru alltaf á skólatíma. Nú er þeir hinsvegar búnir að breyta æfingatímanum og tel ég mér trú um að það hafi bara verið gert fyrir Guðjohnsen. Verð samt að viðurkenna að það var helv. erfitt að halda í við þessa gaura enda hafa þeir verið æfa tvisvar í viku í allan vetur. Í þokkabót eru þeir meira og minna allir hjólreiðamenn eins og svo margir hér í borg. Þetta var samt nokkuð gaman og nú verða kollurnar hristar af maganum ein af annari.

Að lokum vildi ég deila með ykkur þessum texta sem ég rakst á. Ansi magnað hversu reiprennandi maður getur lesið þetta.

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr odirn í hield.

Svo mörg voru þau orð.
Kv. Guðjón