miðvikudagur, janúar 28, 2004

N? reynsla

Jaeja ta er madur loksins buinn i profum her i Austurriki og tad er ekki haegt ad segja annad en skipulagid er med nokkud odrum haetti en heima. Sidastlidinn tridjudag for eg i munnlegt prof asamt tveimur odrum samnemendum. Profid stod sem sagt yfir i ruman klukkutima og sa professorinn um tad ad tala mest allan timan. Tar sem eg hafdi talid mer tru um tad as eg atti ad vera i munnlegu profi en ekki hann, spurdi eg samnemendur mina hvort vid hefum ekki skitfallid tar sem vid sogdum svo gott sem ekki neitt. Tau tjadu mer hins vegar ad hann gaeti talad allan daginn ef enginn myndi trufla hann, ohad tvi hvort madur vaeri i profi eda ekki. A fostudaginn turfti eg hins vegar ad bida i tvo klukkutima eftir tvi ad komast i profid en ekki ur tvi...og tegar eg gekk inn ta var professorinn hinn allra svalasti ad kveikja ser i rettu og reykti hana eins og ekkert vaeri sjalfsagdara, medan eg tok profid. Nuna i gaer var eg i skriflegu profi tar sem annar hver madur var med svindlmida og hinn helmingurinn fekk midana lanada. Ekkert stress her i Vin tad er nokkud ljost. Nuna er manudur i fri og ta verda verdandi ESB-lond heimsott og framkvaemd itarleg konnun a tvi hvort bjorinn standist taer lagmarksverdkrofur sem Erasmusnemar gera...

Kvedja Eirikur

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Spennandi tímar

Nú kynni einhver að spyrja hvort mér leiddist ekki bara í Danmörku. Ég sé alltaf að gera einhverjar kannanir, ef ekki á á bókaverði þá á strætisvögnum. Engar partýsögur, engar kollusögur, enginn hraði, engin spenna og ekki neitt. Bara einhverjar gormavélar og leiðindi. Þessu er til að svara að skólinn er ekki byrjaður og flestir Íslendingar sem ég þekki hér eru núna heima á Íslandi. Þess vegna er fínt að fá viku til að átta sig á hlutunum. Í næstu og þar næstu viku er hinsvegar þéttskipuð dagskrá fyrir okkur skiptinemana og þá fara hlutirnar að gerast þó þeir rati kannski ekki allir inn á vefinn.

Áfram Vaka

Kv. Gaui
Evrópuverð og gormavélar
Í dag fór ég niður í Universitet og keypti mína fyrstu lögfræðiskruddu á önninni. Ég hefði nú að öllu jöfnu keypt fleiri bækur en þar sem lesefnislisti liggur ekki fyrir nema í einu fagi þá verður þetta að duga að sinni. Upplýsti bóksölupilturinn mig reyndar um að lesefnið væri sjaldnast einhver ein bók heldur miklu oftar ljósrit héðan og þaðan. Hljómaði slíkt fyrirkomulag kunnuglega í eyrum íslenska laganemans. Hvatti svo bóksölupilturinn mig til að ljósrita sem mest og sýndi mér gormavél með öllu tilheyrandi sem laganemum er boðið upp á. Hvet ég hér með Orator til að fara að dæmi Dananna og fjárfesta í slíku apparati.

Sem bitur laganemi leitaði ég líka að bókum og heftum með rauðum, brúnum eða grænum blaðsíðum. Leitin bar blessunarlega ekki árangur og virðist því íslenskt lagaumhverfi njóta sérstöðu að þessu leyti (aðrir en laganemar H.Í. eru trúlega hættir að lesa því trúlega skilja þeir ekkert um hvað er verið að tala).

En áfram með bókakaupin. Bókin sem ég keypti heitir Comparative constitutional law. Var hún ekki ókeypis. Kostaði hún heilar 8.500 kr. íslenskar. Í framhaldi af þessu gerði ég óformlega könnun sem leiddi í ljós að bækur eru almennt dýrari hér en heima á Fróni. Það væri kannski rétt að spyrja Evrópusinnana heima á íslandi um skýringar á þessu. Þeir eru jú alltaf að tala um að ganga í ESB til að fá eitthvert Evrópuverð á hitt og þetta. Ég segi nei við Evrópuverði á lagabókmenntum.

Ef einhver skyldi eiga þessa annars ágætu bók á hillunni sinni þá má hann gjarnan lána mér hana. Ég skyldi sko sækja hana en ferðin heim kostar einmitt það sama og bókin.

Með kveðju frá Árósum, Guðjón

laugardagur, janúar 24, 2004

Strætisvagnar eru heilagar kýr í Danmörku.

Ef "einkabílisminn" tröllriður öllu a Íslandi þá tröllríður "almenningsbílisminn" öllu i Danmörku. Þetta eru niðurstöður rannsókna minna á strætókerfinu hér i Árósum. Á eldhúsborði kollegísins er t.d. leiðakerfi strætó alltaf uppi við. Ekkert Fréttablað heldur einungis leiðarkerfi 2004.

Í Árósum eru t.a.m. sér leiðir sem strætisvagnarnir mega bara fara. Ef þú ert á venjulegum bíl þá skaltu gjöra svo vel að fara lengri leið. Einhverjum Íslendingnum gæti þá líklega dottið í hug að svindla og keyra samt þessa styttri leið. Nei, bauninn sér við því. Þetta eru götur sem passa bara fyrir strætisvagna. Þær eru með stórum gryfjum í miðjunni sem breiðir strætisvagnarnir komast bara yfir. Merkilegast þótti mér samt að sjá járnrör sem standa upp úr miðjum gryfjunum svo einkabilinn muni nú örugglega stórskemmast lendi hann i þeim.

Strætisvögnunum leyfist líka að hreyta ýmsum ónotum í einkabílinn. Í strætisvagnaskýlum og í vögnunum sjálfum er nefnilega gengdarlaus áróður gagnvart einkabílnum. Ein auglýsingin er t.d. svona: "Bílastæði vaxa ekki á trjánum en ef þú skyldir finna eitt þá er það sko ekki ókeypis" (Þýðing G.Á.). Önnur auglýsing er þannig að þar er mynd af venjulegum einkabíl nema hvað út úr vélahlífinni fjúka peningaseðlar í allar áttir. Undir myndinni er svo texti með enn meira böggi út í aumingja einkabílinn.

Þessari menningu hefði bróðir minn blessaður gott af að kynnast en hann hefur einmitt aldrei farið i strætó. Þegar hann var á fermingaraldri uppgötvaði hann allt í einu ad upp i strætó hefði hann bara aldrei farið. Einhver krakkinn hefði nú brugðist þannig vid ad drífa sig i bæinn og upp i næsta strætisvagn. Nei, það gerði þrjóskupungurinn bróðir minn ekki. Honum fannst þetta svo merkilegt að hann hét því að upp i strætisvagn skyldi hann aldrei fara. Við það hefur hann staðið fullkomlega fram að þessu. Fórnarlamb þessarar sögu er þó trúlega konan hans en þau eiga bara einn bíl og búa i Grafarvogi.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Kæru Islendingar!

Strákurinn er bara kominn i kuldann i Árhus. Ferdin gekk vel og týndi ég hvorki simanum minum né gleraugunum ad tessu sinni. Dagurinn i dag for ad mestu i praktist atridi t.a.m. ad fa ser nytt simkort, laera a straetokerfid, kaupa danskt graent kort og reyna ad graeja Internetid upp a herbergi. Sidast en ekki sist for eg i vettvangsferd um haskolasvaedid med hinni fogru Maj Jenssen. Var hun afar lidleg og naut eg greinilega ordstyrs brautrydjanda mins, Ara Karlssonar. Flestir sem vid hittum vissu af Ara og baru honum vel soguna.

Adur en skolinn byrjar er svo bara malid ad laera donskuna eitthvad ad radi svo karlinn verdi partyhaefur. Madurinn sem sat vid hlidina a mer i flugvelinni radlagdi mer ad kugast alltaf tegar serhljodar kaemu fyrir i mali minu. Tannig yrdi framburdurinn oadfinnanlegur. Profadi tad trix nu ekki a Maj en eg hef enn ruma 5 man til stefnu.

Eg hlakka til tegar Gunna Finnborg og Sigga Helga verda komnar ut og veita mer felagsskap i blogginu. Ad odru leyti er hugur minn hja fru Voku sem nu er i horku kosningabarattu. Vaka min a marga vini og eg er viss um ad hun heldur magnada glediveislu tann 12. februar nk. Hun hefur godan malstad ad verja enda hafa morg god malin trukkast i gegn a sidustu tveimur arum.

Kvedja, Gudjon Armannsson

P.S. Their sem hafa horn í sidu studentapolitikur mega sleppa lestri sidasta hluta bloggsins