sunnudagur, nóvember 30, 2003

Er ég nú stödd í Konstanz í Þýskalandi, litlum 70.000 manna háskólabæ sem liggur við Bodensee vatn; alveg við landamæri Sviss og nem lög við Universität Konstanz. Fallegri og hentugri staðsetningu er ekki hægt að hugsa sér. Frakkland, Austurríki og Sviss eru aðeins í nokkurra klukkutíma fjarlægð (tekur reyndar bara um 20 mín að rölta yfir til Sviss) og umhverfið allt í kringum Konstanz er gríðarlega fallegt enda held ég að Mensan (mötuneytið) í Uni hafi flottasta útsýni af öllum háskólum í Þýskalandi. Hins vegar er samt einn ókostur sem fylgir því að búa við vatn. Það sem liðið er af vetrinum hér; hefur næstum upp á hvern einasta dag verið þoka yfir öllu – þetta er víst bara ofur eðlilegt á veturna segja Konstanz-búar en ég get ómögulega vanist þessari endalausu þoku og finnst mér stundum eins og ég sé stödd í Hitchkok-mynd þegar geng um bæinn við þessar aðstæður!!!
Annars bý ég í WG = Wohngemeinschaft, með þremur strákum; tveimur Þjóðverjum og einum Wales-búa. Annar Þjóðverjinn er alveg húðlatur og heldur greinilega að hann búi ennþá hjá mömmu; hinn er fyrrverandi hermaður, mjög skipulagður, sparsamur og þrifinn, sem sagt “ekta” Þjóðverji og svo er það Walesbúinn sem býr í herberginu við hliðina á mér – hann elskar pönktónlist og hlustar reglulega á þýskt pönk á hæsta styrkleika og spilar oft á gítarinn sinn í leiðinni. Eins og í öllum stúdentaíbúðum í Evrópu (virðist vera) eru veggirnir hér mjög hljóðbærir þannig að ég verð orðinn gjörkunnug þýsku og ensku pönki eftir dvölina hér!!!
Að lokum ætla ég að upplýsa það hér með að þýskar konur (í Baden-Württenberg allavegana) raka sig undir höndunum og ekki eru allir þýskir karlmann með yfirvaraskegg og bjórbumbu – en sú lýsing á reyndar svoldið vel við Bæjara verð ég að viðurkenna :-)
Bis später,
Lilja

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Grüsse aus Wien
Í dag var fyrsta lagaprófið á erlendri grundið...fór víst framhjá mér að við þurfum sjálf að koma með prófarkir í prófið, gat samt reddað með þar sem sessunautur minn átti nokkur aukablöð til þess að lána mér. Fimm spurningar á einum og hálfum tíma...þá er það að skila ritgerð eftir viku um alþjóðavæðingu gegn mannréttindum . Ég er ekki að skilja þetta, mér var ekki sagt að ég þyrfti að læra eitthvað hérna! Jæja mér er nokk sama, það er víst sannað að áfengi hefur örvandi áhrif að sköpunargáfuna...þá er það bara að hlaupa út í búð, kaupa bjór og byrja að skrifa. Svo verður haldið upp þá þetta með ferð til Búdapest! Til lukku er ég greinilega ekki jafn illa staddur með húsnæði og aðrir laganemar...hér eru bara geðbilaðir spánverjar með partý alla daga...gæti verið gaman nema löggan er alltaf að loka fjörinu rétt þegar það er að byrja! Vínarbúar er víst eitthvað viðkvæmir fyrir ölvuðum erasmusnemum. Jæja eftir þrjá mánuði er kominn tími til að gera eitthvað menningarlegt, t.d. að fara í óperuna...eða á pöbbinn erfitt val! Svo verða Austurríkismenn sem skiptinemar kvaldir með íslensku bennivíni næstu helgi...það verður gaman!

Kveðja Eiríkur
Fjør a fjølbraut og gonad a gøtunum.

Gløggir lesendur minnast an efa færslu minnar thar sem eg ræddi um stundvisi strætisvagna i Stor-Århus.

Eftir atburdi thridjudagsins finn eg mig hins vegar tilknuinn til thess ad leidretta thessa stadleysu. Svo hattadi til ad var buinn ad mæla mer mot a kaffihusinu Smagløs vid Klostertorv, sem er svona i 15 min labbfjarlægd fra Århus Universitet. Thar sem migandi rigning var uti og eg hafdi verid ad glapa ut i loftid, hugsandi um lifid, tilveruna og hvad eg væri kalinn a hjarta og almennt slappur, uppgvøtadi eg mer til mikillar skelfingar ad eg væri ordinn of seinn og støkk ut a stoppistød og tok vagn nr. 11.

Til thess ad gera langa søgu stutta, eg ætla ekki ad blogga um tyrkneska-danann og unglinginn fra Haderslev sem thurftu einmitt ad sleppa thvi ad halda ser i vagninum og rulludu beint a mig i beygju, tha bræddi sjalfskiptingin ur ser vid grænlenska sendiradid (Annalisas bar) a Nørregade, rett vid Klosterstorv, og bilstjorinn tilkynnti: ,,busen er gået i stykker, vi kører ikke videre, tak for turen og farvel".

Eg thurfti thvi ad ganga sidustu 5 minutur leidarinnar og bølvadi Århus Sporveje (eiga samt enga sporvagna bara strætoa, typiskt århusianskst) i sand og øsku og sagdi vid mig i sifellu; " Stundvisi, stundvisi, stundvisi-fari fyrirtækid i fulan pytt nu blotna eg og harid a mer verdur svona fluffy og krullast upp grrrrr". Her med lysi eg frati a stundvisi og areidanleika århuskra strætisvagna....

Annars var gridarlegt fjør i Europian private internatinal law i dag, thar sem eg helt fyrirlestur (oumbedinn ad sjalfsøgdu) um stødu Efta thegar kemur ad thvi ad Romarsattmalanum ( um val hvada løg ber ad leggja til grundvallar vid urlausn mals milli adilja ad tveimur thjodernum innan EU) og hugsanlega adløgun EFTA landanna ef sattmalanum verdur breytt i EU reglugerd, med stod i fyrstu stod EU (sameiginlegur markadur). Var gerdur godur romur ad thessu erindi, mer færd blom og heidursdoktorsnafntitill ad honum loknum asamt thvi ad thrjar lagastudinur oskudu eftir ad eg giftist theim.....eda ekki.

EU hefur engan ahuga a EFTA eda EEC, enda ekki furda, og nenna ekkert ad vera setja sig inn i thessar serviskulegu reglur theirra landa sem eru felagskitur i edli sinu og vilja ekki spila med storu stelpunum i Evropu.

laugardagur, nóvember 15, 2003

Minnimáttarkennd Jóta

Síðan ég kom hingað til Aarhus hefur það alltaf komið mér meira og meira hvað það Jótar eru haldnir mikilli minnimáttarkennd í garð Khafnar. Það er nokk sama um hvað er rætt ef það er til í Aarhus og Khöfn þá er það miklu betra hér á Jótlandi.

Hér á eftir koma nokkur dæmi sem ég hef pikkað um á vegi mínum:
-háskólinn hér er miklu miklu miklu betri en háskólinn í Khöfn, betri kennarar, betra námsefni, betri aðstaða, fallegri campus og svo framvegis.
-arkítektaskólinn hér er miklu betri með nokkuð svipuðum rökum og hér að ofan.
-Í aarhus er den gamle by (árbæjarsafn þeirra dana) en slíkt er ekki í Khöfn.
-Jóskar medistapylsur eru betri en þær sem framleiddar eru á Sjálandi
-grunnskólar í Aarhus eru bestir.
-Ráðhúsið í Aarhus er fallegra en það sem er í Khöfn ( ég get verið sammála þessu enda ráðhúsið í Aarhus hannað af Arne Jakobsen)
-Strætóar í Aarhus eru miklu stundvísari á leiðum sínum en strætóar í Khöfn
-arhusianska kerfið í strætó er miklu betra heldur en í Khöfn-hér er gengið inn í strætó að aftan og út að framan. Það er svo miklu miklu gáfulegra.
-Aarhus er miðstöð tískuvöruverslana. Meðal annars opnaði Diesel búð hér á sama tíma og þeir opnuðu sína fyrstu verslun í New York.

Úff...af hverju lýsa þessir jótar ekki yfir sjálfstæði. Þá kannski myndi þessi minnimáttarkennd minnka og þeir gæru farið að reikna allt út frá höfðatölu til þess að sannfæra sig um eigið ágæti-alveg eins og Íslendingar hafa gert frá 1944.

föstudagur, nóvember 14, 2003

hallo allir saman.
Allt fint ad fretta fra Frakklandi. en eg er i Aix en Provence sem er haskolabaer i Sudur-Frakklandi. Valdi haskolann mjog vandlega semsagt ad hann var stadsettur i sudrinu og eg helt ad eg myndi bara liggja i solbadi. en nuna er alveg jafn drullukalt og a islandi;(
I dag er fyrsti dagurinn sem eg aetladi ad byrja ad laera tvi thetta er bara buid ad vera endalaust djamm:) nuna er eg ekki buinn ad fara ut i tvo daga og eg held eg se med frahvarfseinkenni;)
Thad eru allir svo latir herna i sudrinu ad madur eiginlega ad byrja ad fila thad.

Fyrst thegar eg kom bjo eg a heimavistinni herna; sem er mesti vidbjodur sem eg hef nokkurn timann augum litid. 8 nidurniddar ghettoblokkir med MJOG litlum nidurniddum herbergjum. og eg var svo heppinn ad thad var eitthvad ad mygla i rorunum i minu herbergi thannig ad thad hafdi mjog einkennandi ilm og var morandi i litlum kakkalokkum sem streymdu upp ur vaskinum;) Eg entist thar otrulegt en satt i tvaer vikur.
Nuna by eg i gomlu husi i midbaenum med 4 odrum stelpum, einni finnskri, (tveimum fra Marokko og einni franskri)
Thar sem eg var svo orvaentingarfull ad komast ur ghettoinu for eg ad leigja med thessum stelpum an thess ad thekkja taer nokkud. Eg og finnska stelpan erum mjog godar vinkonur en i sameiningu hofum vid fundid ut ad folk fra Marokko er mjog havaert og sefur ekkert a nottinni. og thad thykir einnig mjog edlilegt ad reykja gras allan daginn, jafnvel a morgnanna;)
og nuna erum vid nybunar ad finna ut ad franska stelpan sem virtist vera edlilegust af theim, er lesbisk og "besta" vinkona hennar sefur oftast heima hja okkur. Annars eru thetta allt mjog finar stelpur og eftir "ghettoid" tho saettir madur sig vid langflest;)
Jaeja madur aetti nu kannski ad fara ad laera . . .

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Um islenska laganema ii Skandinaviu


Merkilegur plagsidur Islendinga hefur løngum verid ad fara til Danmerkur og tha einkanlega til Khafnar og drekka sig thar nær til dauda medan their stunda haskolanam og hverfa sidan aftur til Islands til thess ad gerast domarar og syslumenn.
Kvad svo rammt ad tessum plagsid Islendinga a Gardi ( kollegi fyrir Islendinga) ad their lagu oft a tidum uturdrukknir i bælum sinum foru ekki fram ur til thess ad kasta af ser vatni heldur migu i kopp ( eda bara ut ur ruminu) milli thess sem their gridkudu i sig hangikjøti og hardfiski sem geymdur var i bælinu einhvers stadar eda undir thvi. Venjulegum Dønum hryllti vid thessu og voru Islendingar thekktir sem afætur a Khafnarhaskola enda menn sem stundudu yfirleitt ekki nam sitt af samviskusemi og elju og dufludu vid drykkju og dans-heldur dufludu vid nam sitt og stundudu drykkju af samviskusemi og elju. Kvad hvad mest af thessu i lagadeild Khafnarhaskola, enda skyldi engan undra


Sem betur fer fyrir Dani var stofnadur lagaskoli a Islandi 1908 og linnti thessari plagu. En nu er øldin ønnur og upp er ad skjota rotum ny myta um islenska laganema her i Danmørku- their seu manna fyllstir og djammi manna lengst a norrænum vikum og seu einstaklega skemmtilegir Af samtølum minum vid aroska heimildarmenn hins vegar a sl. døgum ma her nefna tvø dæmi. Afrek fyrrv. forseta Khafnardeildar Orators eru ordinn myta um Nordurlønd, enda forsteinn einstaklega duglegur vid ad taka thatt i sem flestum norrænum vikum sem fram foru a sidasta ari. Ef undirritadur minnist a thjoderni sitt i samtali vid danska laganema her- er ekki sagt- Kender du saa Bjørk- nei frekar er spurt kender du Bjarni den der islending som studerede i København sidste aar?- og sidan er i løngu mali raktar søgur af djammi med Bjarna vids vegar um Skandinaviu og fra ymsu glensi sem hann tok thatt i her. Gott mal-enda eigum vid engan norrænan frædimann svipadan og Axel Hägerström eda Vinding Kruse og tha er bara best ad eiga frædimenn i skemmtunum eins og fyrrv. forseta Khafnardeildar.

Hins vegar hefur einnig verid minnst a vid mig-sidast i gær- um afrek annarar personu i lagadeild sem fyrri skemmstu sotti Norræna viku i Khøfn. Her er ad sjalfsøgdu verid ad tala um lesstofustjora sjalfan sem ad søgn atti ymis god ,,moment" i folketinget hyttetur og vid bjorkaup. Se eg thvi fyrir mer ad ef lesstofustjori sækir fleiri norrænar vikur gæti hann ordid alika myta og fyrrv. forseti Khafnardeildar er i dag i lifanda lifi.

Ef lesstofustjori sækir fleiri norrænar vikur a næstunni verdur arftaki minn her i Århus Gudjon Armannsson sjalfur ef til vill spurdur ,,Så du kommer frå Island. Kender du så Bjarni og Hakon?"

Svo i guds fridi

arika