laugardagur, janúar 28, 2006

Prufa þetta blogg-dæmi.

Strákurinn kominn í víking. London: fyllerí fram á nótt, hangið inni fram eftir degi - með dómínos í annarri og dvd í hinni. Þessi borg hefur upp á svo margt skemmtilegt að bjóða maður. Reykjavík? pfft..

Sé ykkur í Brno, Czech Republic á morgun kl. 17!

föstudagur, október 14, 2005

Er madurinn ordinn ódur!!

Arnór hefur breyst í knattspyrnubullu hina verstu. Thad er svona sem Lundur fer med menn. Annad en sómaplássid Uppsalir. Annars er ég mjög stoltur af framgöngu landa minna í

a) Norraenu vikunni. Vel gert! Sakna ykkar nú thegar Og eftirpartýid eftir eftirpartýid hjá mér var rakin snilld. Brian og Eero sváfu tveir saman á dýnu á gólfinu hjá mér og höfdu gaman af. Thetta var snilld.

b) Landsleiknum. Hélt vid myndum tapa 6-0 en stódum okkur vonum framar...

c) Í u-21 landsleiknum 1-4!!! Brill, Thjálfari svíanna sagdist aetla ad fara heima og breida saengina upp fyrir haus...

Annars unir madur gladur vid leik og störf. Naest á dagskrá er söngleikurinn Gläsperlan sem frumsýndur verdur 30. okt. og svo Sigur Rós í Stokkhólmi 1. nóv, med saetri ástralskri gellu. Meira sídar.

Og já, Ég er í réttarheimspeki núna. Fucking H.L.A Hart, Hans Kelsens, John Finnis drasl. Heilinn á mér er eins og sulta......

fimmtudagur, október 13, 2005

REISUBÓK Á FÓTBOLTALEIKINN ÍSLAND-SVÍÞJÓÐ.

Þú álfu vorrar yngsta land, vort eigið land, vort fósturland etc. [e. Hannes Hafstein], ó já mikið var sungið og hvatt á landsleiknum. Ógleymanleg ferð til Stokkhólms fyrir margar sakir, hér koma nokkrir factar um þessa reisu.

Mér var boðin ferðin á síðustu stundu, lest – landsleikur – gisting, á gjafverði af manni sem illa var haldinn af prófkvíða, við hringdum nokkrum sinnum í hann meðan á ferðinni stóð og hann lærði ekki neitt, tel ég víst. Ferðafélagarnir voru félagar mínir úr fótboltaklúbbnum F.C. Tungur Knivur, frá Lundi, þeir Óskar sjúkraþjálfari og fjar-nemandi í stjórnsýslufræðum við HÍ, Fjalar verkfræðinemi sem ég hafði þá ánægju að hraðasekta fyrir tveim árum síðan á Markárfljótsaurum, Hörður pókerface verkfræðinemi og Mözdueigandi, Skarphéðinn –kirsuberjavodka- Pétursson úr Laugarási og svo ég sjálfur. Lestarferðin var mjög skemmtileg, við spiluðum póker og vist báðar leiðir, ég tapaði reyndar 60 SEK í pókernum en var með langhæsta skorið í vistinni.

Þegar við komum til Stokkhólms drifum við okkur heim á hótelið, sem virtist í fyrstu vera elliheimili en kom í ljós síðar að var hið fínasta í alla staði. Því næst litum við í kringum okkur í 18 – 20 stiga hita og röltum um bæjinn á leiðinni á barinn Crazy Horse. Fyrir utan KB-banka hittum við svo hjálpfúsan Íslending sem átti eftir að vera betri en enginn í að hjálpa okkur að rata, en til þess tíma hafði það ekki gengið þrautalaust.

Á Crazy Horse hittum við allar 10 íslensku fótboltabullurnar og má segja að ástand okkar og útlit hafi breyst mjög mikið á þeim 3 klst sem við vorum þar, áður en leikurinn byrjaði. Ég mun kannski sýna myndir seinna en amk. var undirritaður með góða andlitsmálningu og trefil, flestir voru ansi skrautlegir, einkum þó Óskar sem Hörður málaði á, hræðilegan klessufána þvert yfir allt andlitið. Við vorum með ,,smá ólæti” eins og sönnum bullum sæmir sem gerði það að verkum að okkur var næstum því ,,sparkað af Crasy Horse”. Við tókum einnig þátt í happadrætti, tvö frí flug, hvert sem er með Flugleiðum, líkurnar á að ég vinni eru sennilega svona 4 á móti 100, enda fáir sem skiluðu inn og ég skilaði, já segjum amk. fjórum miðum (alltaf var verið að bera í okkur fleiri miða og maður kann jú ekki við að segja nei, Vaka mín tók reyndar líka þátt...)

Síðan kom landsleikurinn.

Við áttum, og unnum, fyrstu 20 mínúturnar. Frábær skemmtan. Auðun Helgason átti reyndar að tækla Zlatan, ekki öfugt (takkaförin á lærinu á honum um kvöldið töluðu sínu máli). Gífurlegur fögnuður við fyrsta markið, sem við skoruðum. Syngja ,,Helan går” og fleiri ,,snappchvisor” með Svíum fyrir utan klósetin í hálfleik, og hitta íslenskan læknanema. Annað sem mér finnst stórmerkilegt er hversu mörg sænsk blótsyrði Skarphéðinn lærði á leikskólanum í Gautaborg í gamla daga. Tíu öryggisverðir í kringum okkur fimm (og Ásthildi Helgadóttur fótboltakonu sem sat hjá okkur). Ég hefði aldrei trúað því hversu ógeðslegar fótboltabullur við vorum, maður datt bara í einhvern furðulegan og andstyggilegan karakter. “Zlatan, hata hann”, ,,Den gamla den fria, den fjallhöga nord –DET ER JO ISLAND SOM I PRÄTAR OM! ,,Zlatans mamma [ekki birtingarhæft]” já og svo hið klassíska ,,Áfram Ísland”. Já við fengum góða útrás fyrir íslensku-sænsku minnimáttarkenndina á þessum leik. Var reyndar svoldið leiðinlegt að fá á sig þrjú mörk, en hva, það skipti okkur ekki svo miklu, létum það ekki spilla gleðinni.

Og nú fer þetta að verða áhugavert.

Fyrir utan leikvöllinn gerðust tveir okkar fyrirsætur, og eru í dag á blaðsíðu 2 í sportblaði Aftonblaðsins hér í Svíþjóð í dag. Hörður fór í viðtal við íslenska Ríkisútvarpið og við ákváðum að fá okkur að borða og villtumst að sjálfsögðu lítillega. Í lestinni sungum við svo valda sænska og íslenska söngva, sem er óþarfi að fara nánar útí, en vakti mikla aðdáun og hrifningu hinna sænsku frænda okkar.

Við höfðum fengið upplýsingar um hvar fjörið yrði um kvöldið, sennilega hafði Óskar, sem hefur unnið töluvert fyrir landsliðið náð í fréttir um fyrirkomulag, enda lítið um að vera á miðvikudagskvöldi alla jafna í Stokkhólmi. Staðurinn sem var aðaldjammstaðurinn þetta kvöld, er flottasti (eða næstflottasti) skemmtistaður sem ég hef komið á. Nánar tiltekið var um að ræða Café Opera, sem er í sænska Óperuhúsinu eins og nafnið gefur með sér og beint á móti konungshöllinni. Sennilega þarf Karl Gústav að loka vel gluggunum hjá sér á kvöldin, nema hann hafi kíkt þarna um kvöldið, þ.e. ef hann var á gestalistanum. Þegar við komum þrír þarna, en tveir höfðu farið á undan inn, þá var röðin afar löng og einhver sérstakur gestalisti sem dyraverðirnir notuðu til að sigta fólk inn. Ég fylgdist með afar óhressum Svíum vera vísað frá með bölvi og ragni, ekki á listanum, ekki inn.

Svona lítur staðurinn út:
http://www.cafeopera.se/default.aspx

En hvað gerðum við til að komast inn?

Jú, það var afar einfalt, það þurfti aðeins tvö töfraorð eins og í ævintýrinu í Þúsund og einni nótt, það var þó ekki: ,,Sesam Sesam” heldur: ,,KSÍ og Eggert Magnússon.” Og hliðin opnuðust, gjörið þið svo vel, og við horfðum ekki einu sinni í áttina að biðröðinni.

Staðurinn var pakkaður af fólki, en við náðum samt að stela borði sem átti að vera frátekið, ég skrifaði einfaldlega á rauða miðann: ,,Reserverad for Héraðssambandið Skarphéðinn” og virtist það vera fullnægjandi, amk. framan af.

Inni á þessum stað voru bæði íslenska landsliðið og sænska landsliðið auk margra annarra þekktra andlita hér í Svíþjóð, allir sem eru eitthvað í Svíþjóð voru þarna. Íslenska landsliðið var rétt fyrir utan sænska landsliðið í salnum og alltaf að kíkja eitthvað til þeirra, það var þokkalega góð stemmning þarna. Það er líka nokkuð ljóst að það var vigt við dyrnar, stelpurnar féllu undir það að vera footballers wifes, rétt eins og í sjónvarpinu (,,as seen on tv").

Og hvað skyldi ég svo hafa haft fyrir stafni?

Ég keypti mér viskíglas, sem var það dýrasta sem ég hef keypt á bar í Svíþjóð til þessa, ákvað því að hætta að drekka (skiljist ekki rýmkandi). Síðan spjölluðum við eitthvað þarna á Skarphéðinsborðinu. Seinna fórum við og kíktum á dansgólfið, allir lofaðir menn og svona, og tókum góðan snúning okkur til gamans og öðrum sennilega einnig, amk. sogaðist að okkur skemmtilegur hópur og var þetta mjög gaman.

Ég kíkti, nú bara eins og náttúran fyrirskipar, á klósetið, og það var smá röð, en það var allt í lagi, ég hitti þarna þrælskemmtilega Svía. Einhvern Ljungberg, held ég hann heiti, en hann spilar með F.C. Arsenal og mann sem heitir Larsson og var líka í sænska landsliðinu held ég, en ég veit reyndar ekki með hvaða liði hann spilar í dag, sennilega er hann í skosku deildinni, held ég. Þeir voru ágætir, svoldið uppáþrengjandi reyndar, þessi Ljungberg var alltaf að bjóðast til þess að sýna mér eitthvað asnalegt tattoo sem hann var með á upphandleggnum, og vildi endilega fá mig til að drekka skánskt ákavíti með sér, en ég náði að losa mig við hann. Larsson var nú heldur skárri, já og Íslendingarnir voru líka fínir.

Sjá annars þessa frétt:
http://www.aftonbladet.se/vss/sport/story/0,2789,712883,00.html

Ég gæti haldið áfram lengi að lýsa því sem gerðist þetta kvöld og þennan dag, en lesendur þessarar síðu kunna að vera óþolinmóðir þegar kemur að löngum texta, eins og komment hafa sýnt og vill ég ekki reyna um of á þolrif þeirra.

Í morgun vaknaði ég svo hress, baðaði mig og borðaði morgunmat um kl. 11. Við skoðum okkur um í Stokkhólmi og áttum góðan dag í góðu veðri. Við sáum m.a. hlaupandi þjóf og lafmóðan feitan öryggisvörð á eftir honum, ,,stopp tyven!”. Gamli bærinn og konungshöllin voru skoðuð og að lokum var tekið eitt pókerspil í lestinni á leiðinni heim, og ég var einum gosa frá því að vinna pottinn, en maður vinnur jú ekki allt eins og íslenska landsliðið segir!

Bestu kveðjur frá Svíþjóð,
fréttaritari Orators í Lundi þakkar fyrir sig.

mánudagur, október 03, 2005

Uppsala lall lall lallala ...

Ég hef svo margan morgun vaknað
magaveikur um daganna,
heilsu minnar og hreysti saknað,
haft timburmenn et cetera
heyrt í mér sjálfum hjartað slá,
hendurnar skolfið eins og strá
(syngist með titrandi andukt og háum róm)

Þessi orð Páls Ólafssonar frá Hallfreðarstöðum gerði ég að mínum þegar ég vaknaði nú í morgun í rúmi mínu hér í Lundi, sveittur og nakinn, sem er ekki að furða eftir þá heljarslóðaorustu sem ég hef upplifað í félagsskap norrænna laganema í Uppsölum síðustu daganna.

Það er ýmislegt sem stendur upp úr, það er t.d. Brian nokkur frá Árósum í bjarnarbúningnum sínum. Söngur norðmannanna Auðunar “hins vestfirska” og Eidun (sem var með dökk sólgleraugu alla ferðina og náði því að fara ekki að sofa eftir árshátíðina heldur kom “mjög hress” til sillis á sunnudagsmorguninn í kjólfötunum sínum). Einnig er minnisstætt að ég naut þess heiðurs að borðdama mín á árshátíðinni var án alls vafa ölvuðust allra undir borðhaldi. Hún heitir Anna og er frá Finnlandi (Turku held ég). Hún settist niður við hlið mér og drakk hið snarasta nálægt því til botns blávatnsglas sem stóð á borðinu en fyllti það að nýju með Finlandia vodka!!! sem hún var með í tösku sinni og var mjög fljót að afgreiða þann drykk, sem fleiri, skömmu síðar hvíslaði hún í eyra mér eftirfarandi: ,,I am going to be naked tonight". Ég veit ekki alveg hvert hún var að fara með þessari athugasemd, en vona að henni hafi tekist að láta drauma sína rætast. Síðast þegar ég sá hana, rétt eftir að borðhaldi lauk, þá var hún í góðum félagsskap Brians frá Árósum, en farin að verða nokkuð framlág (orðskýrist).

Fulltrúar Orators stóðu sig með prýði, ef frá er talin sú staðreynd að þeir voru of seinir, eða mættu ekki á flesta viðburði sem áttu sér stað fyrir kl. 4 á daginn. Hinsvegar verður að telja þeim til einstaks hróss að hafa tekið “Nínuna” nokkuð hressilega og náð því jafnvel að kenna okkar norrænu vinum upphafsversin.

Minne, jäg har tappat mitt minne
er jäg islandsk eller finne
kommer innte i hog
Inne er jäg ut eller inne
jäg har luckor i minne
sädant stor alkohol
Men besimmer, er man tettar med
det alkohol man får
fast i minnet, og helan går!
(syngist eftir melodiu úr söngleiknum Cats)

Þema vikunnar var “Villains and pirates” og heimsóknir á lögfræðistofur og til lögreglunnar voru mjög fróðlegar en uppúr stendur þó að mínu mati heimsókn í Uppsalas tingsrett. Einkum er það vegna þess að ég sá þar að sænskir advokatar og åklagarar geta notað þann möguleika að flytja málflutningsræðu með power point sýningum!!! Óneitanlega varð mér þá hugsað til svo margra glærulesara sem kenna við lagadeild HÍ, ef þessu kerfi væri komið á heima þá gætu þeir sennilega farið að praktisera.

Jäg har aldrig vet på snussen
aldrig rjukat en cigarr, haleluja
myna dygter er jo tusind
og inga syndiga laster jäg har
haleluja, haleluja, haleluja

Já, og getur einhver sagt mér hvað ég er að gera með fána sem á stendur ,,juridiska föreningen i Umeå", og hvernig í ósköpunum ég á að fara að því að skila honum?

mbk. Arnór.

fimmtudagur, september 29, 2005

Allt med ró og spekt...ennthá!

Allir Íslendingar hafa skilad sér á norraena viku hér í Uppsölum. Helgi Thór missti ad sjálfsögdu af flugi frá Belgíu (Nema hvad! Snillingur!) og Arnór reynir stödugt ad sannfaera sjálfan sig um ad Lundarháskóli sé betri en Uppsalaháskóli (Tjaaaa, líklega!!!! eda thá ekki). En hann hlýtur ad fara ad jafna sig á thessari minnimáttarkennd fljótlega. Allir nema ég fóru í Hyttetúrinn en ég á ad vera ad taka heimapróf. Enginn nema Stefán Bogi Sveinsson hefdi thó nád ad týna skólatöskunni sinni med öllu lesefni áfangans daginn fyrir próf. Vonir standa til ad thetta verdi endurheimt án thess ad vandraedi hljótist af.

Verdi ykkur annars bara af thví...

mánudagur, september 26, 2005

Tilhlökkun og gledi hjartans

Nú skal brátt tekid á móti vöskum hópi íslenskra laganema á norraena viku hér í Uppsölum. Vill einhver vera svo vaenn ad láta Uppsalafarana vita af thessu símanúmeri +46768307091.
Ég tek ad vísu próf í vikunni og mun thví ekki geta fylgst med allri gledinni en ég stóla á ad landar mínir standi sig med sóma. Thekkjandi thessa ákvednu landa thá veit ég reyndar ad thau munu stunda allan ósóma med miklum sóma og láta ekki drepa sig í dróma heldur munu láta sönginn hljóma.......Av med buxarna!!!!!!!!!

miðvikudagur, september 21, 2005

Upp skal á kjöl klífa, köld er sjávar drífa.......

Undirritadur hefur yfirgefid öryggi lagadeildar HÍ og stundar nú af kappi lestur réttarsögu í hinum virta Uppsalaháskóla.

AEvintýrin hafa verid ófá og margt á dagana drifid sídan ég kom. En thad helsta verdur hér talid upp.

-Naestum thví slagsmál í rútunni frá Álandseyjum. (Einhver tappi aetladi ad berja bílstjórann, ég ekki sáttur. Hressandi)

-Hlutverk í söngleik, veit ekki hvad en thad verdur án efa adalhlutverkid. Og ef ég fae ekki gelluna í lokin verd ég brjáladur.

-Hitti Svisslending sem talar íslensku!

-Hef sungid karókí sem aldrei fyrr. Meira ad segja á saensku.

-Frábaert 80´s partí!! Bleikur augnskuggi og hljómbord voru bara hluti af búningnum mínum!!

-Álandseyjar heimsóttar! Ekki partípleis en fallegt lítid pláss thessi Mariehamn...

-Allra thjóda kvikindi! Og úti um allt líka...

-Stockholm baby, yeah! Pub Anchor rúlar. Aldrei hef ég séd jafn mörg tattú og jafn mikid ledur saman komid á einum stad. Átti gott spjall vid mann sem sídar var audkenndur sem "the most dangeourus criminal in Stockholm". Bara fínn gaur!

-Einn minn besti vinur hér er bassaleikari í rokksveitinni Sparkling Bombs. Tékkid á theim, ég stefni á ad gera thau heimsfraeg á Íslandi.

-Er med hanakamb og skegg. Eins og einn vinur minn heima ordadi thad, "Thú lítur sem sagt út fyrir ad vera jafn klikkadur og thú ert!"

-Snilldar bandarískur lagaprófessor ad nafni John Lurie. Fyndin týpa.

Nóg í bili, en meira seinna...

þriðjudagur, maí 03, 2005

Fear and Loathing in Copenhagen

“Drekka Íste?” Undirritaður vaknaði við Ístegade við hringingu frá manni sem kynnti sig sem Þórður Sveinsson, sérfræðingur í persónuvernd. Undirritaður dröslaði sér á fætur og tók eftir því að hann var staddur á því sem virtist vera hótelgangur. Rautt neonskilti blikkaði útum glugga og á því stóð ABSALON. Hvað var að gerast, hugsaði undirritaður, og hvernig komst hann þangað!

Undirritaður opnaði hurð sem bar sama númer og lykill sem hann bar í vasanum. Hann losaði um skyrtuna og leit í spegilinn…. Stórmerki blöstu við! Ljóshærður, horaður maður starði á móti undirrituðum í speglinum!! “En, þetta er ekki ég!! Þetta er Þórður Sveinsson… Hvar er ég”??!! Ógn og skelfing grípur um sig!

Í sömu andrá vaknar undirritaður sveittur í rúmi sínu á Íslandsbryggju, nánar tiltekið, Gunnlaugsgötu 60, fyrsta íbúð til hægri, 2300 Kaupinhafn, Danmörku.

Where is my mind?

Eina stundina situr undirritaður og nóterar fróm orð kennara í Evrópskum félagarétti um beitingu upplýsingatækninnar á aðalfundum fyrirtækja og skömmu síðar er hann kvæntur Ditte, bardömu á The Moose, spilandi “More Than This” í glymskrattanum. Í minningunni eru líka óljós tilfinning og endurómur þess að hafa tekið “af med bukserne” með Spánverjum, Hollendingum, Skotum og Ítölum, og sungið “The Masturbation Song” undir herlegheitunum. Sveittur og sturlaður.

Skeði það fyrir eða eftir að undirritaður keypti 17 skot af Fishermans Friend á barnum… Og hvernig á þá undirritaður að útskýra það að hann vaknar með einsoghálfslítra remúlaðiflösku í fanginu og rækjusmurost á farsímanum!? Tók undirritaður vitlausan strætó í nótt og fór lengst suður á Amager? Eitt er víst að það er drulla á skónum og undirritaður er með harðsperrur í kálfunum.

“If a shareholder doesn’t take up his stock within 5 years, the company can give him a warning that the shares will be sold within a given period, and if the shareholder doesn’t respond to that the shares will be sold and become payable to the company.”

Undirrituðum hefur yfirleitt virst allt hafa sitt upphaf og sinn endi. Stundum kemur endirinn þó á undan upphafinu, en bara stundum. Einhvern tímann sagði eitthver spekingur: “Í upphafi skyldi endinn skoða.” Þetta þykir undirrituðum vitleysa, því yfirleitt vitum við ekkert hvað bíður okkar, heldur göngum áfram veginn, oftast vitandi það að að minnsta kosti erum við að stefna í rétta átt.

Í upphafi skyldi því upphafið skoða… og hananú!

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Leigusalinn minn (viðbót vegna stórtíðinda!)

Leigusalinn var rétt í þessu (klukkan 23:37 að staðartíma) að koma að máli við undirritaðan og tilkynna honum að hann mætti nota sjónvarp leigusalans sem staðsett er í stofu hennar. Var undirrituðum tilkynnt þetta á sama tíma og honum var tjáð að leigusalinn hygðist flytja í kolonihavet sitt næstu helgi. Verður þetta að teljast til stórtíðinda þar sem undirrituðum hefur verið algjörlega óheimilt að stíga fæti í umrædda stofu.

Að vísu var leigusalinn blekaður þegar undirrituðum var tilkynnt þetta, og hefði verið skynsamlegast fyrir undirritaðann að gera skriflegan samning um afnot af sjónvarpstækinu, sófanum í stofunni og nánasta vistkerfi í kring. Best við þetta allt saman er samt að nú getur undirritaður gengið um íbúð leigusalans nakinn og frjáls. Undirritaður er strax farinn að hlakka til.

Annars er á döfunni hjá undirrituðum móttaka á Þórði Sveinssyni hdl. annað kvöld og verður þá eflaust eitthvað gert sér til dundurs, t.d. spilað bridds eða kannski farið í flöskustút ef menn verða sérlega flippaðir.

mánudagur, febrúar 28, 2005

Leigusalinn minn - “káta ekkjan”

Þegar undirritaður ákvað að stunda nám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla, hafði honum verið sagt að það erfiðasta við komuna til borgarinnar væri að finna sér húsnæði. Undirritaður var því sérlega ánægður þegar hann var svo heppinn að fá jákvæð viðbrögð við fyrstu fyrirspurn um herbergi, sem hann sendi með tölvupósti. Um var að ræða 14 fermetra herbergi við Gunløgsgade á Islands Brygge, með frírri nettengingu, hita og rafmagni, auk aðgangs að stóru eldhúsi. Undirritaður stökk því á fyrrnefnt herbergi og var kampakátur með afraksturinn. Fljótlega fór honum þó að berast alls konar undarlegur tölvupóstur frá leigusalanum sem virtist sendur um miðja nótt. Um var að ræða ýmis konar tilfinningasemi og persónlegar frásagnir sem undirrituðum fannst ekki koma sér við…

Hvað um það, -undirritaður vissi vel að ef honum tækist ekki að útvega sér húsnæði áður en hann kæmi myndi Kaupmannahafnarháskóli finna húnsæði fyrir hann, enda barst honum tilboð frá þeim um leiguhúsnæði við Iranvej úti í rassgati á Amager (við hliðina á Koreavej) og eflaust í einhverju Tyrkjagettói. Hann gat því glaður afþakkað það tilboð, enda nú staðsettur á Islands Brygge.

Þegar undirritaður lenti svo á Kastrup var leigusalinn svo vinalegur að sækja hann á þangað. Í bílferðinni á leiðinni á verðandi íverustað undirritaðs fannst honum sem hann fyndi áfengislykt af leigusalanum. Þegar heim var komið tók hundur leigusalans á mót undirrituðum með fögnuði. Var því næst sest niður með rauðvínsflösku og spjallað við leigusalann um heima og geima. Tók undirritaður eftir því að leigusalinn virtirst ekki ölvast neitt þrátt fyrir að stúta hálfri flösku ásamt honum á tæpri klukkustund. Hér benti því margt til að um æfða drykkjumanneskju væri að ræða.

Undirritaður var fyrsta mánuðinn að mestu einn í allri íbúðinni, þar sem leigusalinn býr í einhvers konar “kolonihave” á sumrin. Leigusalinn hafði leyft undirrituðum að nota tölvu sína meðan hann væri að standsetja sína (kaupa netkort, snúru o.fl.), enda væri hún ekki á svæðinu. Eftir um tíu daga fór undirrituðum að berast alls konar miðar frá leigusalanum, til dæmis um að hann mætti ekki nota tölvuna og alls ekki horfa á sjónvarpið!! Fannst undirrituðum þetta fremur leiðinlegt þar sem hann hafði hvorugt ennþá sjálfur, og undarlegt að manneskja sem ekki væri á staðnum væri að koma með svona tilgangslausar athugasemdir.

Svo flutti leigusalinn inn á síðari hluta septembermánaðar, nánar tiltekið á sunnudegi. Var undirritaður að lesa námsbækur þegar hann heyrði leigsalann koma inn síðla kvölds. Ákvað hann að skreppa fram og ná sér í vatn, en sá þar leigusalan sitjandi miður sín af drykkju. Bauð undirritaður þó gott kvöld og fór með létt gamanmál, en einu viðbrögðin sem hann fékk þá frá leigusalanum voru: “hrrrrrrrhrhrrr…!” Eflaust geta menn átt sína misjöfnu daga, en þó fannst undirrituðum merkilegt þegar nákvæmlega það sama gerðist mánudagskvöldið á eftir, um tólfleytið, og nákvæmlega sama hljóð heyrðist í leigusalanum. Skrítin danska sem þessi leigusali talar hugsaði undirritaður og enn undarlegra þótti honum að vita að leigusalinn átti að vera mættur til vinnu klukkan átta daginn eftir! Þess ber að geta að hún vinnur sem læknaritari hjá heimilislækni í nágrenninu.

Á miðvikudegi vinnur leigusalinn frá klukkan tvö um daginn til sex, og fær hún sér alltaf nokkra bjóra áður en hún mætir til vinnu, og þegar hún kemur heim heldur hún áfram að þjóra, oft ein með hundinum sínum.

Þegar leigusalinn er hvað kátastur einn í drykkjunni finnst henni gaman að setja sænska sixtiestónlist á grammafóninn og byrjar að dansa ein í stofunni. Í þessu ástandi hleypur hundstíkinn alltaf bæld inn í svefnherbergi og hjúfrar sig undir sængina. Neyðir hún undirritaðan stundum til að hlusta á nokkur lög og er alltaf jafnundrandi yfir því að undirritaður skuli ekki þekkja tónlistina. Þegar hér er komið sögu er líka stutt í að leigusalinn drepist uppi í sófa.

Eitt sinn var undirritaður að borða kvöldmat um tíuleytið og að horfa á sjónvarp, sem komið var fyrir í eldhúsinu. Leigusalinn var inni stofu að hamra í sig rauðvíni og horfa á sjónvarpið og ekki með neinn hávaða. Svo tekur undirritaður eftir því að leigusalinn laumar sér hljóðlega framhjá honum í áttina að svefnherberginu. Um klukkan tólf ákveður undirritaður að fara inn á bað áður en hann fer í háttinn, opnar dyrnar að baðinu og sér þar hvar leigusalinn hefur drepist á klósettinu!! Ekki séns fyrir undirritaðan að bursta tennurnar það kvöldið…

Leigusalinn er einnig nokkuð hress í karlamálum, en hún hefur verið ekkja í tæp tvö ár. Undirritaður minnist sérstaklega þess þegar hann var að læra til klukkan tvö um nóttina með tónlist í eyrunum og heyrði hann því ekki neitt sem gerðist frammi. Um þetta leyti þarf undirritaður að fara fram til að kasta af sér vatni inni á baði. Þegar hann opnar baðherbergisdyrnar blasir ekki við honum fögur sýn: nakinn, lávaxinn, visnaður, Marokkómaður sem var um þrítugt (tuttugu árum yngri en leigusalinn). Eftir þessa sýn fékk undirritaður vægt áfall og þurfti að jafna sig inni í eldhúsi. Ekki tók þá betra við þegar pervisni Araba-bedúína-semíta-berba-viðbjóðurinn með umskorna tittlinginn, færði hundinn inn í svefnherbergi með leigusalanum og læsti að. Skemmtilegur þríleikur það (d. trekant)!

Sem betur fer hætti leigusalinn með Marokkóbúanum, þegar það rann upp fyrir henni að þessi atvinnulausi maður (sem sagðist reyndar hafa verkfræðipróf frá Spáni!) væri bara afæta á henni. Eftir sambandsslitinn sagði leigusalinn undirrituðum að Marokkóbúinn sæti um hana (e. stalker) og ég mætti ekki undir neinum kringumstæðum hleypa honum inn í íbúðina!

Eitt sinn þegar undirritaður var að lesa fyrir próf á sunnudegi í desember síðastliðnum, en prófið var tveimur dögum seinna, tók hann eftir því að leigusalinn kom heim um sexleytið lömuð af drykkju helgarinnar og lagðist því til svefns fyrir framan sjónvarpið. Undirritaður lærði fram á nótt og lagðist til svefns með eyrnatappa í eyrunum um fjögurleytið. Um tveimur tímum seinna vaknar undirritaður með andfælum þegar hann heyrir kvenmannsrödd hrópa fyrir utan og trylltan hund leigusalans geltandi um alla íbúð. Var það leigusalinn sem stóð úti á götu í sloppi einum fata og hafði læst sig úti. Hafði hún sumsé vaknað klukkan fimm að morgni mánudags og ákveðið að taka til, farið út með ruslið og óvart læst á eftir sér. Sagði hún mér síðan að hún hafi verið búinn að hrópa um nokkurt skeið áður en undirritaður hafi rankað við sér (enda með eyrnatappa). Eflaust hefur hún vakið um það bil fimmhundruð manns í nágrenninu með þessu uppátæki!

Í stuttu máli má segja að leigusalinn minn sé frekar ógæfusöm kona, en þó hefur hún í það heila frekar jákvætt viðhorf til lífsins og baráttuvilja. Þótt hún stígi ekki í vitið er hún með húmorinn í lagi, hlær mikið og gerir að gamni sínu. Þó hún drekki daglega, myndu ekki allir Danir fallast á að hún væri áfengissjúklingur, þó hún væri það tvímælalaust samkvæmt íslenskri skilgreiningu (enda engir vökvar í ískápnum hennar nema áfengir). En hún á sína góðu spretti af og til og stundum gaukar hún að undirrituðum ókeypis bjór!

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Hyttetur í Stenløse

Hefðbundið er að skiptinemar í lögfræði við Kaupmannahafnarháskóla haldi saman í hyttetúr í hina dönsku “sveit” á hverju misseri, sbr. ferð til Søllerød á síðasta misseri. Undirrituðum fannst talsverð pressa hvíla á sér að þessu sinni þar sem hann átti einhvers konar bjórdrykkjumet frá fyrri hyttetúr. Helstu drykkjuboltar ákváðu að hittast áður á fredagsbar í Jurahuset og hita upp áður en haldið væri í ruglið. Án þess að nafngreina einstaka skiptinema er hressasta liðið án efa frá Spáni, Hollandi, Noregi, Skotlandi og Frakklandi. Sérstaklega verður að benda á súran húmor Spánverjanna, sem margir kannast við ómengaðan í myndum á borð við Torrente og Torrente II. Spánverjunum er ekkert heilagt og þar sem þeir mæta Íslendingum í glasi á húmorinn til að ná ómældum hæðum í rugli, brenglun og pervertisma.

Eftir um klukkutíma fordrykk á fredagsbarnum var haldið í rútu til Stenløse í svokallaða Polarhytte, sem er víst venjulega skátaheimili. Það var því athyglisvert að í eldhúsi í þessu skátaheimili mátti finna öskubakka, staupglös og ógrynni annarra vínglasa. Eflaust gaman að vera skáti í Danmörku. Undirritaður gladdist óumræðanlega þegar stúlka ein spurði vinkonu sína hvort ekki væri sauna í bústaðnum, enda þá öruggt að um ekta Finna var að ræða og reyndist það svo vera undirrituðum til mikilar gleði. Einnig voru þarna tveir glensaðir Norðmenn og þar af stúlka sem undirritaður þekkti af norrænum vikum og því verseruð í norrænum drykkjusöngvum.

Undirrituðum þótti sérlega leiðinlegt að hlusta á negrarapp spilað hátt undir kvöldborðhaldi sem er sérlega slæmt fyrir meltinguna. Tók hann því til bragðs að bomba Laibach undir geislan og freista þess að láta henda sér út. Merkilegt var að enginn tók eftir því að þungarokk var komið í græjurnar og þótti undirrituðum sorglegt að enginn gerði greinarmun á laginu “Leben ist leben” með hinum slóvensku Laibach og “24 niggaz in da house” með einhverjum skrælingjum…

Eftir borðhald var farið í ýmsa drykkjuleiki. Þar bar hæst að þriggja manna lið undirritaðs og þeirra sem meðal annars tóku þátt í fordrykk á fredagsbar, tókst að sigra sex manna lið viðvaninga í vodkastaupdrykkju. Síðar um kvöldið hópuðust Skandinavarnir saman úti í við borð eitt til að sýna norræna samstöðu í drykkju og sprelli. Skemmtilegt var að þegar undirritaður tók “av med bukserne” til að lofta um lærin hljóp norska stúlkan sem fætur toguðu í burtu. Þótti undirrituðum sem henni hefði ekki líkað þessi sýning og hún þurft að kasta upp í kjölfarið. Svo reyndist sem betur fer ekki vera því hún vildi einungis ná í myndavél til að ná atburðinum á stafrænt form og var það hið sjálfsagðasta mál.

Þegar undirritaður var kominn á bjór númer þrjátíuogsex samkvæmt skráningarlista við bjórdæluna ákvað hann að upplagt væri að taka “av med bukserne m.m.” og kenna öðrum það sama. Fór því undirritaður ásamt nokkrum öðrum upp á borð við dansgólfið og sýndu þeir listir sínar. Flestum fannst þetta gott flipp, en nokkrar saklausar þýskar stúlkur hlupu grátandi inn í herbergi sín og sáust ekki aftur það sem eftir var ferðarinnar. Haldið var til hvílu seinna um nóttina.

Um tíuleytið á laugardagsmorgni eftir morgunmat var farið í ratleik, og var það sérlega viðeigandi í því þynnkuástandi sem grúfði yfir mannskapnum. Flestir lögðu sig eftir þetta til að vera hressir fyrir kvöldið, en þá var svokallað galaþema undir borðhaldi. Undirrituðum þótti því við hæfi að taka með sér nokkur norræn heiðursmerki, sem honum hefur áskotnast í gegnum tíðina við mikla aðdáun kvenþjóðarinnar. Undir borðhaldi áttu menn að fylgja hinum ströngustu borðsiðum siðmenntaðra þjóða. Hver karlmaður hafði sína borðdömu sem hann skyldi sinna og vera hinn prúðasti og áttu flestir auðvelt með það, þrátt fyrir að koma frá barbaraþjóðum.

Eftir borðhald sá undirritaður fram á að enginn myndi, á laugardagskvöldinu, ná að slá við því bjórdrykkjumagni, sem hann hafði náð á föstudagskvöldinu. Einungis þurfti hann að innbyrða um tíu bjóra til að vera öruggur. Ákvað hann því að vera flippaður og setja upp Jesúbindi á haus. Lagðist hann síðan í ókeypis hvítvíns og tekílastaupdrykkju ásamt Skandinövunum sem sungu nú ákaft norrænar drykkjuvísur á borð við:

Solen den går upp och ner, doda, doda
Jag skall aldrig supa mer, hey doda dey.
Hey doda dey, hey doda dey.
Jag skall aldrig supa mer, hey doda dey.

Meeeeeeen (en, to, tre…), detta var ju inte sant, doda, doda,
I morgon gör jag likadant, hey doda dey.
Hey doda dey, hey doda dey.
I morgon gör jag likadant, hey doda dey.

Aurinko menee ylösalas, dudaa, dudaa
Enkä minä enää koskaan ryyppää, hei duda dei.
Hei duda dei, hei duda dei,
enkä minä enää koskaan ryyppää, hei duda dei.

Seinna um kvöldið var meðal annars farið í ýmsa spilastrípileiki, t.d. þann þegar sá sem dregur lægsta spilið verður að fara úr að neðan eða ofan, ef um stúlku er að ræða. Sérlega skemmtilegur leikur og sem vekur alltaf lukku. Undirritaðu hélt sig þó að mestu leyti í fötum það sem eftir var kvölds. Svo var dansaður trylltur dans fram undir morgun.

Á sunnudagsmorgni var ekkert eftir nema að taka til, en einnig var gestunum boðið að hirða með sér heim það sem afgangs varð af mat og öðru gagnlegu. Undirritaður hafði því með sér fimm lítra flösku af eggjum (!), um fimmtíu sprittkerti, tuttugu penna, malað kaffi, plaststaupglös o.fl.

Var þetta hin skemmtilegasta ferð og eru verðandi skiptinemar í Kaupmannahöfn hvattir til að mæta og vera þjóð sinni til sóma.

laugardagur, febrúar 26, 2005

Litið við í Árósum.

Undirritaður tók þátt í norrænu vikunni í Árósum helgina 11. til 13. febrúar. Á fimmtudeginum áður ákvað undirritaður að taka því rólega, slappa af og vera frískur og ferskur, enda átti hann bókað sæti með Árósarlestinni föstudagsmorguninn um áttaleytið. Fljótlega á fimmtudeginum var þó fyrirsjáanlegt að ekkert yrði af fyrrnefndum fyrirheitum, enda hefur undirritaður ekki misst út djamm á fimmtudegi hér í Kaupmannahöfn síðan einhverntímann í október. Helgast það aðallega af því að á fimmtudögum er happy hour allt kvöldið á The Moose (Sværtegade 5, tel. nr. 00 45 3391 4291).

Fyrr um kvöldið át undirritaður afrískan mat með öðrum skiptinemum á Restaurant Riz Raz. Var það mál manna þar að maturinn hefði verið heldur óspennandi, enda samanstóð hann aðallega af hvers konar baunaréttum og spínatgumsi, og gott ef speltbrauð var þarna líka á boðstólunum. En þessu á maður von á ef maður fer á veitingastað sem býður uppá þjóðarrétti þjóða á borð við Eþíópíu og Sómalíu, sem búa við hungursneyð. Þaðan var haldið á hinn rómaða kaffistað Robert’s Coffee sem er Íslendingum að góðu kunnur. Að svo stöddu gat undirritaður ekki neitað boði um partí hjá skoskum skiptinema sem þekktur er fyrir gott blek, en heima hjá honum var ógrynni víns. Þaðan héldu menn svo í partí í Handelsskolen (sbr. “bösser i Handelskolen”).

Upphaflega ætluðu dyraverðir að meina undirrituðum aðgang að samkomunni þar sem hann var ekki með skólaskírteini. Tókst undirrituðum þó að komast inn með því að sýna ljósritunarkort sitt og bæta við nokkrum vel völdum orðum á dönsk/ensku. Þar inni var helst til tíðinda að kanadískur ofurblekaður kunningi undirritaðs tók sér gervi Michaels Jackson á dansgólfinu (hann gerðist þó ekki ástleitinn við fermingardrengi að vitað sé) og sýndi ótrúlega takta. Þaðan var svo haldið í almennt blek á The Moose þannig að undirritaður var ekki kominn heim fyrr en um hálffimm um nóttina og átti þá eftir að pakka. Undirritaður vaknaði því klukkan tíu föstudagsmorguninn og missti af lest sinni. Tók undirritaður því umsvifalaust leigubíl á Hovedbane og bókaði sig (enn vankaður af drykkju gærkvöldsins) með næstu lest til Árósa.

Um eittleytið stanæmdist lest undirritaðs á lesstarstöðinni Århus H, og þar tók á móti honum hr. StebbiKalli, tengiliður og hýsill undirritaðs í Árósum. Eftir stutt stopp í bjórverslun bæjarins og stutta yfirlitsferð um helstu gatnamót og flöskuhálsa í umferðarmenningu borgarinnar sá undirritaður glitta í nokkra kunnuglega Skandinava þar sem þeir stóðu fyrir utan hið nýja stúdentahús háskólans og strompuðu vindlinga í gríð og erg. Sérlega ánægjulegar þótti undirrituðum móttökur Jörgens frá Tromsö þegar hann söng lagið “Iceland über alles” fyrir hann við komuna. Þegar inn var komið blasti við allt hið venjulega stóð sem tekur þátt í norrænum vikum. Ótrúlegt til þess að hugsa að um og yfir 20.000 manns stundi lögfræði í Skandinavíu en einungis þeir sömu 60-70 manns séu á þessum norrænu vikum!

Eftir hefðbundna fagnaðarfundi var haldið á fredagsbar þeirra laganema í Árósum. Sá fredagsbar er ekkert smáræði, enda um 300 manns á staðnum og allir meira og minna að hamra í sig. Undirritaður gerði hr. StebbaKalla þann grikk að gefa honum ör-flösku af íslensku brennivíni í afmælisgjöf, sem hann var ákaft hvattur til að stúta í einu lagi, sem hann og gerði af miklum myndarskap. Eftir þar sýndi hr. StebbiKalli sýnar bestu hliðar í söng og hressleika og stóð fyrir “never above you” stund með öllum viðstöddum sem tóku undir. Auk þessa tókst þeim félögum að pína plötusnúð staðarins til að spila lögin “Animalia” og “Voulez Vous” í útsetningu HAM við “gríðarlegan fögnuð viðstaddra”. Hætt var við að freista þess að spila Dimmu borgir í græjunum enda hefði þá öll hersinsing ælt samstundins og rekið undirritaðan úr Árósum. Á fredagsbar átti undirritaður gott samtal við Antti frá Helsinki þar sem þeir ræddu meðal annars um það hugtak að sjá ofskynjanir eftir mikla brennivínsdrykkju. Antti var alveg með á hreinu hvað undirritaður var að meina og tjáði honum að þeir í Finnlandi kölluðu þetta hugtak “að sjá eðluna” (e. to see the lizard, en fyrrnefnt hugtak á eftir að koma við sögu síðar.) Eftir að undirritaður hafði klárað þá átta bjórmiða sem honum var úthlutað og eftir víðtæka söngæfingu með norrænu gestunum var haldið í matarboð (d. sittning) á annarri hæð fredagsbarsins.

Þegar þangað kom héldu undirritaður og hr. StebbiKalli einka-forkokteil þar sem þeir stútuðu saman heilli rauðvínsflösku á um þremur mínútum, enda orðnir þreyttir á sífelldu bjórþambi. Á sittning fór fram hefðbundin dagskrá með tilheyrandi kynfærasýningum Albins Bromans o.fl., auk þess sem nokkrar íslenskar stúlkur sýndu mátt sinn og megin og snéru einn norræna gestinn niður og gerðu vel við hann láréttann með ýmis konar stimplum á vissa líkamsstaði, án þess að því sé nánar gert skil. Vala var einnig svo heppinn að sitja hjá dreng einum frá Noregi sem drapst við hlið hennar undir borðhaldi. Eftir það gekk Norðmaðurinn undir nafninu Halli. Að borðhaldi loknu ákvað hr. StebbiKalli að mellandö úti í horni og fékk undirritaðan og Oslo-Kathrine til að vera sér til samlætis, enda eru þau bæði atvinnumenn á þessu sviði. Var þetta ágætis mellandö stund. Hófst nú loksins blekið fyrir alvöru er norrænir gestir hófu að dansa uppi á borðum, gyrða niðrum sig, hamra óhóflega í sig, sýna kynvillutilburði á dansgólfi, deyja rísa og deyja á ný og halda svo á fyllerí! Undirritaður, stud. juris, fór svo í óvissuferð í leigubíl til hýsils síns, hr. StebbaKalla um klukkan fjögur um nótt.

Að morgni laugardags litu undirritaður og hr. StebbiKalli út um glugga og sáu í fyrsta sinn snjó í Danmörku, -bókstaflega yfir öllu. Þar sem Danir eru óvanir hvers konar snjó, hversu lítið sem af honum er, lögðust meira og minna allar samgöngur niður í Árósum. Þó náðu þeir félagar með nokkrum ólíkindum leigubíl heim til Brians Jacobsens, en þaðan héldu karlkyns norrænir gestir í rakstur á klassískri rakarastofu. Vel hefði farið á því að norrænar stúlkur hefðu einnig farið í rakstur á sama stað, en það varð þó ekki. Hins vegar var þetta hinn mesti karlastaður, bjór og Cognac fljótandi yfir öllu, jass í græjunum og klámblöð með (rökuðum) stúlkum á borðum. Eftir að hafa verið blóðgaður í andliti með alvöru rakhníf hélt hersingin í forkokteil á lögmannstofuna Bech-Bruun-Dragsted (lesist dragstaður hahaha…!). Stúlkur töfðust nokkuð og komu aðeins seinna en drengir, en þótt biðin hafi verið óþreyjufull um sinn, var þeim fyrirgefin seinkunin umsvifalaust, enda óvenjulega fríðar ásýndum og í galaklæðnaði. Eftir að hópurinn hafði hamrað í sig, hlustað á fádæma góða ræðu eins eigenda lögfræðisstofunnar og rænt nokkrum vínflöskum voru menn tilbúnir að halda á árshátíðina.

Þegar þangað var komið tóku á móti undirrituðu nokkrar smápíkur með tilheyriandi trompetblæstri og trumbuslætti. Undir borðhaldi fóru fram hefðbundnir konferansar inni á klósetti, undir borðinu, á ganginum og úti í andyri. Tilheyrandi söngvar sungnir um allt frá kymökum við dýr til kynmaka karla við Rickard Erikson frá Gautaborg (“…og han er bög, og han er bög…”). Aldrei hefur undirritaður sótt jafn afslappaða árshátíð og mættu skipuleggjendur árshátíðar Orators taka sér Árósarárshátíðina sér til fyrirmyndar. Milli aðalréttar og eftirréttar fór svo fram hefðbundið mellandö með undirrituðum og Oslo-Kathrine, sem er nú orðinn klassíker á norrænum vikum. Var þetta hin besta skemmtan í það heila. Undir lokinn tókst undirrituðum að kaupa þrjár rauðvínsflöskur á um það bil tuttuguogfimm mínútum. Varð þetta meðal annars til þess að undirrituðum var ekki hleypt inn í eftirpartí á skemmtistað nokkrum sökum ölvunar. Rölti hann því á milli staða í leit að rugli, hitti nokkra Íslendinga og hélt loks heim á leið, enda mikilvægt að ná að minnsta kosti fjögurra tíma svefni fyrir sillis.

Þegar þeir félagar, undirritaður og hr. StebbiKalli vöknuðu ákváðu þeir að hringja í leigubíl í sillis, sem síðan kom ekki eftir einsoghálfs tíma bið. Var því strætó tekinn í örvæntingu og voru þeir mættir á staðinn tveimur tímum of seint. Í sillis er það til siðs að drekka nær eingöngu sterka áfenga drykki, enda síðustu forvöð að ná góðu bleki auk þess sem lifrin á það til að hafna öðrum vökvum þegar hér er komið sögu. Skemmtilegt þótti undirrituðum að sjá Jörgen hinn norska og Brian Jacobsen í bjarnarbúningum, báðir súrrandiblekaðir að sjálfsögðu. Farnar voru ýmsar ránsferðir og bar þar hæst frábær frammistaða íslenska Nylon-hópsins þegar þeim tókst að ræna áðurnefndum bjarnarbúningi Brians Jacobsens. Undirritaður náði einnig í tvö skilti, -á öðru stendur “Toiletterne” en á hinu “Rengöring” og prýða þau nú dönsk híbýli undirritaðs. Á leiðinni úr fyrrnefndum ránsleiðnagri kom undirritaður að Bjarka int.sek. þar sem hann lá dauður og slefandi í stigagangi einum. Það merkilegasta við þennan fund var samt að um leið og hann var vakinn aftur fór hann umsvifalaust í fimmtagír á ný og hélt áfram ruglinu.

Eftirsillis var haldið á Sherlock Holmes bar, þar sem Laust sýndi leikni sína í nuddi og Vala tók þá ákvörðun að mellandö, enda enginn hóruhús í nágreninu til að drepast á (vísun í Pragferð fyrir um ári síðan). Eftireftirsillis fór fram á Burger King, en þar sem rekstrarstjóra staðarins líkaði ekki söngur/ofurblekun viðstaddra og var stutt staldrað við þar. Haldið var svo á rútustöð Árósa og tekinn langferðabíll til Kaupmannahanfar. Á leiðinni tók undirritaður nokkur mellandö í röð, auk þess að tæma hálfa ginflösku og reynt að láta henda sér út við ýmis tækifæri.

Þegar heim í herbergi mitt var komið á Islands Brygge var komið tóku á móti undirrituðum áðurnefndar “ofskynjunareðlur” sem voru hans helsti félagsskapur fram eftir nóttu.

Var þetta á heildina litið hin besta skemmtan og mjög gaman að hitta aftur alla norrænu geðsjúklingana sem mættir voru. Fólk sem hefur það meira og minna að atvinnu að vera blekað og er gríðarlega þjálfað í að skemmta sér og öðrum.

Lifi Árósar.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Dj00000000000 er gaman í Árósum...;)
Madur hreinlega vedur upp ad nafla í lífsins lystisemdum. Hér er bongóblída, grænt gras og stulkurnar berbrjosta a gotum borgarinnar.
Ekki alveg satt en sirka 10%. Danajarlinn lætur monnum eftir ad meta hvad tad er.
Madur var ekki fyrr buinn ad koma ser fyrir herna en bodin toku ad streyma, bar herna og bar tarna. Teir sem vilja lesa um minn daglega dag er bent a linkinn her til hlidar.
Herna ætla eg adeins ad deila lagalegum hugrenningum minum og mæra Arosaborg a allan hatt.
Jarlinn situr herna inni i tolvuherbergi. Alveg eins og tegar eg fell a almennunni ta situr stulka fyrir framan mig med tennan lika logulega bossa. En tar sem eg er ekki bundinn tima ta geri eg rad fyrir tvi ad tad muni hafast ad hripa nidur her sma texta og tannig standa vid loford mitt vid haæruverdugan Kong Zimsen.
Fredagsbar er fundinn upp af gudi og hvort sem menn trua tvi eda ekki ta er m.a.s. sameiginlegur Fredagsbar ibua blokkar minnar i kjallaranum.
Hins vegar turfa vidskiptafrædinemar alltaf ad vera odruvisi herna i hjaleigu Jarlsins og teir hafa tvi fundid upp a Torsdagsbar. Eg motmælti tvi a engan hatt og einfaldlega sagdi eins og Kaffibrusakarlarnir, Sa a kvolina sem a volina, nema hann hætti vid allt saman. Reyndar fylgdi eg tvi ekki alveg og skellti mer bara a bada i stadinn.
Tar sem skolinn minn byrjar ekki fyrr en i februar ta er mer heimilt ad skemmta mer ad vild. Einkum og ser i lagi tar sem eg er sa eini i namskeidinu Denmark Today sem talar donsku ad radi og er med frjalsa mætingu hja kennaranum. Tvi hef eg hreinlega brugdid a tad rad ad vera hreinlega alltaf fullur. To eg lofi ad deila megi i tessa fullyrdingu mina med um tad bil fjorum. Mer nefnilega hættir til ad taka mer skaldaleyfi og skreyta sogur minar svo hlustendum minum falli tær betur. Hafa skal tad betur hljomar eins og skaldid segir. To ekki allir skilji slikt.
En alla vega
Fyrir ta sem ætla ser ad koma til Arosa segi eg bara... VELKOMIN.. her se fjorid, her se fjorid vid ræsisrorid....
Meira sidar