miðvikudagur, júní 25, 2003

Já og takk fyrir ammæliskvedjurnar!!!!!!!! Thetta var sko hinn SKEMMTILEGASTI afmælisdagur get ég sagt ykkur!!!!!! Laaangur - enda leeeengsti dagur ársins (ef thad hefur farid framhjá einhverjum)! Ehmmmm...thrátt fyrir próf í dag já.... (Madur er ordinn svo djøfulli líberal hjerna....)
knúsiknús
Krakkar mínir komidi sæl...

Prófum loooooksins endanlega lokid. Og frøken Sigrídur væntanleg á skerid... Sniff sniff... Og audvitad svolítil gledigledigledi...

Ádur menningarleg músíkveisla á Hróanum thvøthúsundogthrjú! (Hí á thig! Nú eda sjáumst thar!)

Hinsta knús frá Køben altså - ad thessu sinni! :o)
Sigga Pé

mánudagur, júní 16, 2003

Hummmm... Skrifa meira...?!

Ókídókí - but you asked for it beibí!!!! Altså: Hér er AUDVITAD áframhaldandi (al-)sæla!!!!! Og thessi sídasti mánudur ætlar ad lída allt allt allt allt allt of fljótt!!!! Ég bara TRÙI thví ekki ad thad sé 17. júní á morgun. (Jeremías minn, sem thýdir ad prófid er í næstu viku.... ehmmmm, hóst og ræsk).

Djammid er eiginlega bara enn skemmtilegra en ádur (thrátt fyrir ad Bjarninn hafi yfirgefid pleisid...) - allir í sumargírnum, sólbrúnir og sætir... Lídur ekki sá dagur sem madur heyrir ekki ástkæra ylhýra á einhverju gøtuhorninu (landinn getur nú verid steiktur í udlandet, hva?!!!) og einhverra hluta vegna sækja allir á sømu stadina. Mín hefur ekki farid varhluta af heimsóknum - hiphiphúrraaa! Audvitad hef ég saknad ykkar heima!!!

Brá undir mig betri fætinum og skellti mér til Stokkhólms yfir helgina! Skiladi synops á føstudaginn (klukkan 11:57) og verdlaunadi mig med helgardjammferd... (Soff bidur vitanlega ad heilsa!) Stokkhólmur er snotrasta borg, meira ad segja eiginlega virkilega glæsileg ad mørgu leyti - en Køben finnst mér persónulega meira kósí og kúl... Óskøp ágætt ad rifja upp hvernig brekkur líta út, thetta er fullmikil flatneskja hérna í dk... Ég hef máske grínast fullmikid med sænska pilta og hárgreidslurnar í rafbréfum í dag, sem thó segir allt sem segja tharf... (Ó mæ god!!!) Og ég sem hélt ad baunar (og íslendingar) væru uppteknir af útlitinu. Fjárfesti audvitad í músík á leidinni heim til Køben - Svíar mega nú eiga ad their eru snillingar ad mørgu leyti! Á hinn bóginn held ég ad ég hreinlega fái mig ekki til ad styrkja danska pløtuútgáfu eins ríkulega...

Næsta vika verdur nú sennilega eitthvad minna skrautleg en júní hefur verid hingad til (og mun verda ad loknu bévítans...). "Pása" frá La Fontaine og Moose-num... Er thó stadrádin í ad fagna eigin afmælisdegi (eins og hefd er til) laugardaginn næstkomandi, lengsta dag ársins! Sjáumst thar? ;o)



fimmtudagur, júní 12, 2003

Skrifaðu Sigga!!!

Maður er bara í svona fínu flippi hérna heima. Búinn að losa sig við síða hárið að aftan, bartanna og hættur að ganga í blómaskyrtum. Ég hélt ég væri bara flottur gaur þegar ég kom heim, komst að öðru þegar félagar mínir gerðu stanslaust grín að útliti mínu, ætla þó ekki að gefa algerlega upp á bátinn blómaskyrturnar.

Maður er bara að vinna og hættur að sturta í sig á virkum dögum. Svo er maður farinn að haga sér almennilega aftur, enda hefur maður ekki lengur þá afsökun að maður sé útlendingur. Verð þó að fara vinna í að losna við súra og grófa húmorinn sem þróaðist mjög úti, fólk er oft á tíðum ekkert að fatta að ég sé að grilla í því, heldur bara að ég sé eitthvað klikk.

Rakst á Selmu í gæt á Laugarveginum, ákaflega hresst.

Bæ bæ

laugardagur, júní 07, 2003

"Bíddu, heyrðu, hvernig var í útlöndum?"

Jæja hér er ég komin til Svíþjóðar eftir smá ferðalag...Aix-en-Provence, París, Brussel, og Köben með smá stoppi á öllum stöðum. Það verður að viðurkennast að erfitt var að kveðja bæinn Aix-en-Provence og fólkið sem maður hafði kynnst þar. Ég skemmti mér konunglega í þessum yndislega, litla og vinalega bæ og mæli innilega með heimsókn ef ekki dvöl þar...Það var ómetanlegt að upplifa svo ólíka stemningu og er að finna í suður-Frakklandi. Ég gleymi seint litlu þröngu götunum iðandi af lífi, húsunum í ungbarnalitunum sem öskruðu á viðhald, fólkinu í röðum opinberra stofnana alltaf viðbúið langri bið (vopnað lestrarbók), ávaxta- og grænmetismörkuðum þar sem bændur virtust eiga öfundsvert líf, litlum ostabúðum þar sem menn töluðu um hvern ost sem persónu með nafni og öllu... Ég verð samt að viðurkenna að auðvitað verður það fólkið sjálft sem maður á eftir að sakna mest. Maður kynntist fólki frá öllum heimsins hornum ásamt innfæddum Aix búum og hafði endalaust gaman af. Nú er bara að sjá hvern maður hittir aftur...Af gefinni reynslu gæti það verið hver sem er, hvar sem er...
Bráðum labba ég um Lögberg, rekst á einhvern sem verður soldið hissa á svipinn og segir: "Bíddu, heyrðu, hvernig var í útlöndum?" og af svipnum sé ég að viðkomandi var rétt að átta sig á því að ég fór yfir höfuð...tók aldrei eftir því að maður fór fyrr en hann sér mann aftur...Sjúmst í berginu!